Mark og stoðsending frá Rooney í stórsigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rooney fagnar ásamt Waghorn.
Rooney fagnar ásamt Waghorn. vísir/getty

Wayne Rooney var í banastuði er Derby rúllaði yfir Stoke City, 4-0, í fyrsta leik helgarinnar í ensku B-deildinni.

Leikurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld en fyrsta markið kom á 21. mínútu er Martyn Waghorn kom Derby yfir.

Einungis þremur mínútum var staðan orðin 2-0 er Chris Martin skoraði og heimamenn í Derby leiddu 2-0 í hálfleik.

Rooney var svo sjálfur á skotskónum á 67. mínútu er hann skoraði beint úr aukaspyrnu og hann lagði svo upp fjórða og síðasta markið sjö mínútum síðar. Lokatölur 4-0.







Derby skaust með sigrinu með sigrinum upp í 13. sæti deildarinnar. Liðið er með 40 stig, sjö stigum frá umspilssæti.

Stoke er í 20. sætinu með 31 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira