Er ég fórnarlamb? Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Kristín I. Pálsdóttir skrifa 15. ágúst 2020 13:00 Af hverju er svona erfitt að gangast við því að hafa verið fórnarlamb? Annar greinarhöfundur var komin hátt á fimmtugsaldur þegar hún gerði sér grein fyrir því að hún var fórnarlamb og það eftir að hafa farið í gegnum þykkt lag af fordómum, sjálfshatri og afneitun. Hvernig er hægt að vera einstaklingur sem hefur orðið fyrir ofbeldi en ekki fórnarlamb ofbeldisins og ofbeldismannsins? Sá eða sú sem saklaus þarf að þola óréttlæti, óþægindi eða misgerðir Fórnarlamb hefur sömu merkingu og orðið “victim“ á ensku og samkvæmt orðabókarskýringum er merking orðsins þríþætt. Í fyrsta lagi er fórnarlamb sá einstaklingur sem sætir ofsóknum eða dauða. Í öðru lagi sá sem saklaus þarf að þola óréttlæti, óþægindi eða misgerðir. Í þriðja lagi upprunaleg merking orðsins, dýr sem fórnað er í trúarskyni. Orðið fórnarlamb ætti því samstundis að kveikja á samúðartilfinningum en gerir það einhverra hluta vegna ekki alltaf heldur finna þolendur ofbeldis, brotaþolar, hjá sér þörf til að sverja af sér „fórnarlambsstimpilinn“. Það gefur auga leið að ekki er eftirsóknarvert að verða fórnarlamb. Það vill engin verða fyrir hamförum, ofbeldi, árás eða nauðgun. Og þau sem verða fyrir slíku vilja skiljanlega ekki láta skilgreina sig út frá því. Það er alþekkt staðreynd að nokkrar af afleiðingum þess að verða fyrir kynferðisofbeldi eru skömm, afneitun, að gera lítið úr því sem gerðist og sektarkennd. Það er ekkert persónulegt við það að verða fórnarlamb og það gerir engan að minni manneskju. Fórnarlambið fyrirgefi sjálfu sér! Af hverju ættu þolendur og fórnarlömb ofbeldis að fyrirgefa sjálfum sér? Fyrir að hafa verið barn þegar það var beitt ofbeldi? Fyrir að hafa verið á röngum stað á röngum tíma? Fyrir að hafa verið tælandi klædd og drusla? Erum við í alvörunni ekki komin lengra! Þolendaábyrgð hentar gerendum ofbeldis og stuðningsmönnum þeirra vel og að skömmin fylgi fórnarlambinu. Ýmist velmeinandi fólk vill að fórnarlömb fyrirgefi sjálfum sér en gerir sér ekki grein fyrir því að þar með er verið að ýta undir sektarkennd og skömm. Við getum fyrirgefið sjálfum okkur ýmislegt en ekki fyrir að vera þolendur/fórnarlömb. Öfugmæli Undanfarið hefur borið á því að orðið „fórnarlambamenning“ sé notað um fólk sem mótmælir ofbeldi og misrétti sem það hefur orðið fyrir. Þeir sem halda þessari hugmyndafræði hæst á lofti virðast aðallega vera miðaldra hvítir karlmenn sem búa við ríkuleg forréttindi en vilja ekki axla ábyrgð á eigin hegðun og forréttindum. Hér er því um gaslýsingu að ræða þar sem sannleikanum er snúið á hvolf. Hin eiginlega skilgreining á fórnarlambamenningu er menning sem fórnar lífi og heilsu þolenda en hlífir gerendum, með réttu ofbeldismenning. Tölum um ofbeldismennina Fórnarlömb eru eins ólík og þau eru mörg. Hin dapurlega staðreynd er hins vegar sú að þau eru mörg. Það hentar ofbeldismönnum sérlega vel þegar fórnarlömb þeirra afneita ofbeldinu. Snúum umræðunni þangað sem hún á heima látum þá sem fremja ofbeldi bera ábyrgð á gjörðum sínum. Höfundar eru í ráði Rótarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Handboltaangistin Fastir pennar Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun Stóristyrkur Sigurður Árni Þórðarson Bakþankar Ósanngjarn skattur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Sjálfsmyndin Davíð Stefánsson Skoðun Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Samstarf Norðurlanda Davíð Stefánsson Skoðun Á eftir áætlun Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Draumur Vigdísar Ragnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Skoðun Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Af hverju er svona erfitt að gangast við því að hafa verið fórnarlamb? Annar greinarhöfundur var komin hátt á fimmtugsaldur þegar hún gerði sér grein fyrir því að hún var fórnarlamb og það eftir að hafa farið í gegnum þykkt lag af fordómum, sjálfshatri og afneitun. Hvernig er hægt að vera einstaklingur sem hefur orðið fyrir ofbeldi en ekki fórnarlamb ofbeldisins og ofbeldismannsins? Sá eða sú sem saklaus þarf að þola óréttlæti, óþægindi eða misgerðir Fórnarlamb hefur sömu merkingu og orðið “victim“ á ensku og samkvæmt orðabókarskýringum er merking orðsins þríþætt. Í fyrsta lagi er fórnarlamb sá einstaklingur sem sætir ofsóknum eða dauða. Í öðru lagi sá sem saklaus þarf að þola óréttlæti, óþægindi eða misgerðir. Í þriðja lagi upprunaleg merking orðsins, dýr sem fórnað er í trúarskyni. Orðið fórnarlamb ætti því samstundis að kveikja á samúðartilfinningum en gerir það einhverra hluta vegna ekki alltaf heldur finna þolendur ofbeldis, brotaþolar, hjá sér þörf til að sverja af sér „fórnarlambsstimpilinn“. Það gefur auga leið að ekki er eftirsóknarvert að verða fórnarlamb. Það vill engin verða fyrir hamförum, ofbeldi, árás eða nauðgun. Og þau sem verða fyrir slíku vilja skiljanlega ekki láta skilgreina sig út frá því. Það er alþekkt staðreynd að nokkrar af afleiðingum þess að verða fyrir kynferðisofbeldi eru skömm, afneitun, að gera lítið úr því sem gerðist og sektarkennd. Það er ekkert persónulegt við það að verða fórnarlamb og það gerir engan að minni manneskju. Fórnarlambið fyrirgefi sjálfu sér! Af hverju ættu þolendur og fórnarlömb ofbeldis að fyrirgefa sjálfum sér? Fyrir að hafa verið barn þegar það var beitt ofbeldi? Fyrir að hafa verið á röngum stað á röngum tíma? Fyrir að hafa verið tælandi klædd og drusla? Erum við í alvörunni ekki komin lengra! Þolendaábyrgð hentar gerendum ofbeldis og stuðningsmönnum þeirra vel og að skömmin fylgi fórnarlambinu. Ýmist velmeinandi fólk vill að fórnarlömb fyrirgefi sjálfum sér en gerir sér ekki grein fyrir því að þar með er verið að ýta undir sektarkennd og skömm. Við getum fyrirgefið sjálfum okkur ýmislegt en ekki fyrir að vera þolendur/fórnarlömb. Öfugmæli Undanfarið hefur borið á því að orðið „fórnarlambamenning“ sé notað um fólk sem mótmælir ofbeldi og misrétti sem það hefur orðið fyrir. Þeir sem halda þessari hugmyndafræði hæst á lofti virðast aðallega vera miðaldra hvítir karlmenn sem búa við ríkuleg forréttindi en vilja ekki axla ábyrgð á eigin hegðun og forréttindum. Hér er því um gaslýsingu að ræða þar sem sannleikanum er snúið á hvolf. Hin eiginlega skilgreining á fórnarlambamenningu er menning sem fórnar lífi og heilsu þolenda en hlífir gerendum, með réttu ofbeldismenning. Tölum um ofbeldismennina Fórnarlömb eru eins ólík og þau eru mörg. Hin dapurlega staðreynd er hins vegar sú að þau eru mörg. Það hentar ofbeldismönnum sérlega vel þegar fórnarlömb þeirra afneita ofbeldinu. Snúum umræðunni þangað sem hún á heima látum þá sem fremja ofbeldi bera ábyrgð á gjörðum sínum. Höfundar eru í ráði Rótarinnar.
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar