Er ég fórnarlamb? Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Kristín I. Pálsdóttir skrifa 15. ágúst 2020 13:00 Af hverju er svona erfitt að gangast við því að hafa verið fórnarlamb? Annar greinarhöfundur var komin hátt á fimmtugsaldur þegar hún gerði sér grein fyrir því að hún var fórnarlamb og það eftir að hafa farið í gegnum þykkt lag af fordómum, sjálfshatri og afneitun. Hvernig er hægt að vera einstaklingur sem hefur orðið fyrir ofbeldi en ekki fórnarlamb ofbeldisins og ofbeldismannsins? Sá eða sú sem saklaus þarf að þola óréttlæti, óþægindi eða misgerðir Fórnarlamb hefur sömu merkingu og orðið “victim“ á ensku og samkvæmt orðabókarskýringum er merking orðsins þríþætt. Í fyrsta lagi er fórnarlamb sá einstaklingur sem sætir ofsóknum eða dauða. Í öðru lagi sá sem saklaus þarf að þola óréttlæti, óþægindi eða misgerðir. Í þriðja lagi upprunaleg merking orðsins, dýr sem fórnað er í trúarskyni. Orðið fórnarlamb ætti því samstundis að kveikja á samúðartilfinningum en gerir það einhverra hluta vegna ekki alltaf heldur finna þolendur ofbeldis, brotaþolar, hjá sér þörf til að sverja af sér „fórnarlambsstimpilinn“. Það gefur auga leið að ekki er eftirsóknarvert að verða fórnarlamb. Það vill engin verða fyrir hamförum, ofbeldi, árás eða nauðgun. Og þau sem verða fyrir slíku vilja skiljanlega ekki láta skilgreina sig út frá því. Það er alþekkt staðreynd að nokkrar af afleiðingum þess að verða fyrir kynferðisofbeldi eru skömm, afneitun, að gera lítið úr því sem gerðist og sektarkennd. Það er ekkert persónulegt við það að verða fórnarlamb og það gerir engan að minni manneskju. Fórnarlambið fyrirgefi sjálfu sér! Af hverju ættu þolendur og fórnarlömb ofbeldis að fyrirgefa sjálfum sér? Fyrir að hafa verið barn þegar það var beitt ofbeldi? Fyrir að hafa verið á röngum stað á röngum tíma? Fyrir að hafa verið tælandi klædd og drusla? Erum við í alvörunni ekki komin lengra! Þolendaábyrgð hentar gerendum ofbeldis og stuðningsmönnum þeirra vel og að skömmin fylgi fórnarlambinu. Ýmist velmeinandi fólk vill að fórnarlömb fyrirgefi sjálfum sér en gerir sér ekki grein fyrir því að þar með er verið að ýta undir sektarkennd og skömm. Við getum fyrirgefið sjálfum okkur ýmislegt en ekki fyrir að vera þolendur/fórnarlömb. Öfugmæli Undanfarið hefur borið á því að orðið „fórnarlambamenning“ sé notað um fólk sem mótmælir ofbeldi og misrétti sem það hefur orðið fyrir. Þeir sem halda þessari hugmyndafræði hæst á lofti virðast aðallega vera miðaldra hvítir karlmenn sem búa við ríkuleg forréttindi en vilja ekki axla ábyrgð á eigin hegðun og forréttindum. Hér er því um gaslýsingu að ræða þar sem sannleikanum er snúið á hvolf. Hin eiginlega skilgreining á fórnarlambamenningu er menning sem fórnar lífi og heilsu þolenda en hlífir gerendum, með réttu ofbeldismenning. Tölum um ofbeldismennina Fórnarlömb eru eins ólík og þau eru mörg. Hin dapurlega staðreynd er hins vegar sú að þau eru mörg. Það hentar ofbeldismönnum sérlega vel þegar fórnarlömb þeirra afneita ofbeldinu. Snúum umræðunni þangað sem hún á heima látum þá sem fremja ofbeldi bera ábyrgð á gjörðum sínum. Höfundar eru í ráði Rótarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ný kynslóð – sama ofbeldið Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Mýtan um sætið við borðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Stórútgerðin og ESB Atli Hermannsson Skoðun Ólögmæt leyfisveiting til hvalveiða Jón Frímann Jónsson Skoðun Eru konur betri en karlar? Skoðun Nýsköpun í heilbrigðistækni skilar ávinningi Arna Harðardóttir Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Hörmungarsaga viðbyggingar við leikskólann Óskaland Friðrik Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýsköpun í heilbrigðistækni skilar ávinningi Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Ný kynslóð – sama ofbeldið Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um sætið við borðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun ADHD og jólin: Að finna jafnvægi á milli gleði og áskorana Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stórútgerðin og ESB Atli Hermannsson skrifar Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ólögmæt leyfisveiting til hvalveiða Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru konur betri en karlar? skrifar Skoðun Hæstu raunvextir síðan í hruninu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Styttum biðtímann í umferðinni Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Sjálfbær nýting náttúruauðlinda og framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Hörmungarsaga viðbyggingar við leikskólann Óskaland Friðrik Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Dýraverndin til Flokks fólksins Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Frjálslega farið með sannleikann Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar Rauða krossins: 100 ára saga samfélagslegra umbóta Sigurbjörg Birgisdóttir skrifar Skoðun Jarðvarmi í þágu samfélagsins: Orkan sem heldur Íslandi heitu Hildur Æsa Oddsdóttir skrifar Skoðun Við þökkum traustið Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verkefnalisti nýrrar ríkisstjórnar í öryggis- og varnarmálum Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hagsmunamál okkar allra í stjórnarsáttmálann Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvenær er jafnrétti náð? Védís Drótt Cortez,Agnes Brynjarsdóttir,Vigdís Kristín Rohleder,Embla Bachmann,Eygló Ruth Rohleder skrifar Skoðun Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Abrahamísku trúarbrögðin Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun „Nei“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Burðarásar samfélagsins skrifar Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Sjá meira
Af hverju er svona erfitt að gangast við því að hafa verið fórnarlamb? Annar greinarhöfundur var komin hátt á fimmtugsaldur þegar hún gerði sér grein fyrir því að hún var fórnarlamb og það eftir að hafa farið í gegnum þykkt lag af fordómum, sjálfshatri og afneitun. Hvernig er hægt að vera einstaklingur sem hefur orðið fyrir ofbeldi en ekki fórnarlamb ofbeldisins og ofbeldismannsins? Sá eða sú sem saklaus þarf að þola óréttlæti, óþægindi eða misgerðir Fórnarlamb hefur sömu merkingu og orðið “victim“ á ensku og samkvæmt orðabókarskýringum er merking orðsins þríþætt. Í fyrsta lagi er fórnarlamb sá einstaklingur sem sætir ofsóknum eða dauða. Í öðru lagi sá sem saklaus þarf að þola óréttlæti, óþægindi eða misgerðir. Í þriðja lagi upprunaleg merking orðsins, dýr sem fórnað er í trúarskyni. Orðið fórnarlamb ætti því samstundis að kveikja á samúðartilfinningum en gerir það einhverra hluta vegna ekki alltaf heldur finna þolendur ofbeldis, brotaþolar, hjá sér þörf til að sverja af sér „fórnarlambsstimpilinn“. Það gefur auga leið að ekki er eftirsóknarvert að verða fórnarlamb. Það vill engin verða fyrir hamförum, ofbeldi, árás eða nauðgun. Og þau sem verða fyrir slíku vilja skiljanlega ekki láta skilgreina sig út frá því. Það er alþekkt staðreynd að nokkrar af afleiðingum þess að verða fyrir kynferðisofbeldi eru skömm, afneitun, að gera lítið úr því sem gerðist og sektarkennd. Það er ekkert persónulegt við það að verða fórnarlamb og það gerir engan að minni manneskju. Fórnarlambið fyrirgefi sjálfu sér! Af hverju ættu þolendur og fórnarlömb ofbeldis að fyrirgefa sjálfum sér? Fyrir að hafa verið barn þegar það var beitt ofbeldi? Fyrir að hafa verið á röngum stað á röngum tíma? Fyrir að hafa verið tælandi klædd og drusla? Erum við í alvörunni ekki komin lengra! Þolendaábyrgð hentar gerendum ofbeldis og stuðningsmönnum þeirra vel og að skömmin fylgi fórnarlambinu. Ýmist velmeinandi fólk vill að fórnarlömb fyrirgefi sjálfum sér en gerir sér ekki grein fyrir því að þar með er verið að ýta undir sektarkennd og skömm. Við getum fyrirgefið sjálfum okkur ýmislegt en ekki fyrir að vera þolendur/fórnarlömb. Öfugmæli Undanfarið hefur borið á því að orðið „fórnarlambamenning“ sé notað um fólk sem mótmælir ofbeldi og misrétti sem það hefur orðið fyrir. Þeir sem halda þessari hugmyndafræði hæst á lofti virðast aðallega vera miðaldra hvítir karlmenn sem búa við ríkuleg forréttindi en vilja ekki axla ábyrgð á eigin hegðun og forréttindum. Hér er því um gaslýsingu að ræða þar sem sannleikanum er snúið á hvolf. Hin eiginlega skilgreining á fórnarlambamenningu er menning sem fórnar lífi og heilsu þolenda en hlífir gerendum, með réttu ofbeldismenning. Tölum um ofbeldismennina Fórnarlömb eru eins ólík og þau eru mörg. Hin dapurlega staðreynd er hins vegar sú að þau eru mörg. Það hentar ofbeldismönnum sérlega vel þegar fórnarlömb þeirra afneita ofbeldinu. Snúum umræðunni þangað sem hún á heima látum þá sem fremja ofbeldi bera ábyrgð á gjörðum sínum. Höfundar eru í ráði Rótarinnar.
Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason Skoðun
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Sjálfbær nýting náttúruauðlinda og framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfboðaliðar Rauða krossins: 100 ára saga samfélagslegra umbóta Sigurbjörg Birgisdóttir skrifar
Skoðun Jarðvarmi í þágu samfélagsins: Orkan sem heldur Íslandi heitu Hildur Æsa Oddsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er jafnrétti náð? Védís Drótt Cortez,Agnes Brynjarsdóttir,Vigdís Kristín Rohleder,Embla Bachmann,Eygló Ruth Rohleder skrifar
Skoðun Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason skrifar
Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason Skoðun
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun