Er ég fórnarlamb? Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Kristín I. Pálsdóttir skrifa 15. ágúst 2020 13:00 Af hverju er svona erfitt að gangast við því að hafa verið fórnarlamb? Annar greinarhöfundur var komin hátt á fimmtugsaldur þegar hún gerði sér grein fyrir því að hún var fórnarlamb og það eftir að hafa farið í gegnum þykkt lag af fordómum, sjálfshatri og afneitun. Hvernig er hægt að vera einstaklingur sem hefur orðið fyrir ofbeldi en ekki fórnarlamb ofbeldisins og ofbeldismannsins? Sá eða sú sem saklaus þarf að þola óréttlæti, óþægindi eða misgerðir Fórnarlamb hefur sömu merkingu og orðið “victim“ á ensku og samkvæmt orðabókarskýringum er merking orðsins þríþætt. Í fyrsta lagi er fórnarlamb sá einstaklingur sem sætir ofsóknum eða dauða. Í öðru lagi sá sem saklaus þarf að þola óréttlæti, óþægindi eða misgerðir. Í þriðja lagi upprunaleg merking orðsins, dýr sem fórnað er í trúarskyni. Orðið fórnarlamb ætti því samstundis að kveikja á samúðartilfinningum en gerir það einhverra hluta vegna ekki alltaf heldur finna þolendur ofbeldis, brotaþolar, hjá sér þörf til að sverja af sér „fórnarlambsstimpilinn“. Það gefur auga leið að ekki er eftirsóknarvert að verða fórnarlamb. Það vill engin verða fyrir hamförum, ofbeldi, árás eða nauðgun. Og þau sem verða fyrir slíku vilja skiljanlega ekki láta skilgreina sig út frá því. Það er alþekkt staðreynd að nokkrar af afleiðingum þess að verða fyrir kynferðisofbeldi eru skömm, afneitun, að gera lítið úr því sem gerðist og sektarkennd. Það er ekkert persónulegt við það að verða fórnarlamb og það gerir engan að minni manneskju. Fórnarlambið fyrirgefi sjálfu sér! Af hverju ættu þolendur og fórnarlömb ofbeldis að fyrirgefa sjálfum sér? Fyrir að hafa verið barn þegar það var beitt ofbeldi? Fyrir að hafa verið á röngum stað á röngum tíma? Fyrir að hafa verið tælandi klædd og drusla? Erum við í alvörunni ekki komin lengra! Þolendaábyrgð hentar gerendum ofbeldis og stuðningsmönnum þeirra vel og að skömmin fylgi fórnarlambinu. Ýmist velmeinandi fólk vill að fórnarlömb fyrirgefi sjálfum sér en gerir sér ekki grein fyrir því að þar með er verið að ýta undir sektarkennd og skömm. Við getum fyrirgefið sjálfum okkur ýmislegt en ekki fyrir að vera þolendur/fórnarlömb. Öfugmæli Undanfarið hefur borið á því að orðið „fórnarlambamenning“ sé notað um fólk sem mótmælir ofbeldi og misrétti sem það hefur orðið fyrir. Þeir sem halda þessari hugmyndafræði hæst á lofti virðast aðallega vera miðaldra hvítir karlmenn sem búa við ríkuleg forréttindi en vilja ekki axla ábyrgð á eigin hegðun og forréttindum. Hér er því um gaslýsingu að ræða þar sem sannleikanum er snúið á hvolf. Hin eiginlega skilgreining á fórnarlambamenningu er menning sem fórnar lífi og heilsu þolenda en hlífir gerendum, með réttu ofbeldismenning. Tölum um ofbeldismennina Fórnarlömb eru eins ólík og þau eru mörg. Hin dapurlega staðreynd er hins vegar sú að þau eru mörg. Það hentar ofbeldismönnum sérlega vel þegar fórnarlömb þeirra afneita ofbeldinu. Snúum umræðunni þangað sem hún á heima látum þá sem fremja ofbeldi bera ábyrgð á gjörðum sínum. Höfundar eru í ráði Rótarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Af hverju er svona erfitt að gangast við því að hafa verið fórnarlamb? Annar greinarhöfundur var komin hátt á fimmtugsaldur þegar hún gerði sér grein fyrir því að hún var fórnarlamb og það eftir að hafa farið í gegnum þykkt lag af fordómum, sjálfshatri og afneitun. Hvernig er hægt að vera einstaklingur sem hefur orðið fyrir ofbeldi en ekki fórnarlamb ofbeldisins og ofbeldismannsins? Sá eða sú sem saklaus þarf að þola óréttlæti, óþægindi eða misgerðir Fórnarlamb hefur sömu merkingu og orðið “victim“ á ensku og samkvæmt orðabókarskýringum er merking orðsins þríþætt. Í fyrsta lagi er fórnarlamb sá einstaklingur sem sætir ofsóknum eða dauða. Í öðru lagi sá sem saklaus þarf að þola óréttlæti, óþægindi eða misgerðir. Í þriðja lagi upprunaleg merking orðsins, dýr sem fórnað er í trúarskyni. Orðið fórnarlamb ætti því samstundis að kveikja á samúðartilfinningum en gerir það einhverra hluta vegna ekki alltaf heldur finna þolendur ofbeldis, brotaþolar, hjá sér þörf til að sverja af sér „fórnarlambsstimpilinn“. Það gefur auga leið að ekki er eftirsóknarvert að verða fórnarlamb. Það vill engin verða fyrir hamförum, ofbeldi, árás eða nauðgun. Og þau sem verða fyrir slíku vilja skiljanlega ekki láta skilgreina sig út frá því. Það er alþekkt staðreynd að nokkrar af afleiðingum þess að verða fyrir kynferðisofbeldi eru skömm, afneitun, að gera lítið úr því sem gerðist og sektarkennd. Það er ekkert persónulegt við það að verða fórnarlamb og það gerir engan að minni manneskju. Fórnarlambið fyrirgefi sjálfu sér! Af hverju ættu þolendur og fórnarlömb ofbeldis að fyrirgefa sjálfum sér? Fyrir að hafa verið barn þegar það var beitt ofbeldi? Fyrir að hafa verið á röngum stað á röngum tíma? Fyrir að hafa verið tælandi klædd og drusla? Erum við í alvörunni ekki komin lengra! Þolendaábyrgð hentar gerendum ofbeldis og stuðningsmönnum þeirra vel og að skömmin fylgi fórnarlambinu. Ýmist velmeinandi fólk vill að fórnarlömb fyrirgefi sjálfum sér en gerir sér ekki grein fyrir því að þar með er verið að ýta undir sektarkennd og skömm. Við getum fyrirgefið sjálfum okkur ýmislegt en ekki fyrir að vera þolendur/fórnarlömb. Öfugmæli Undanfarið hefur borið á því að orðið „fórnarlambamenning“ sé notað um fólk sem mótmælir ofbeldi og misrétti sem það hefur orðið fyrir. Þeir sem halda þessari hugmyndafræði hæst á lofti virðast aðallega vera miðaldra hvítir karlmenn sem búa við ríkuleg forréttindi en vilja ekki axla ábyrgð á eigin hegðun og forréttindum. Hér er því um gaslýsingu að ræða þar sem sannleikanum er snúið á hvolf. Hin eiginlega skilgreining á fórnarlambamenningu er menning sem fórnar lífi og heilsu þolenda en hlífir gerendum, með réttu ofbeldismenning. Tölum um ofbeldismennina Fórnarlömb eru eins ólík og þau eru mörg. Hin dapurlega staðreynd er hins vegar sú að þau eru mörg. Það hentar ofbeldismönnum sérlega vel þegar fórnarlömb þeirra afneita ofbeldinu. Snúum umræðunni þangað sem hún á heima látum þá sem fremja ofbeldi bera ábyrgð á gjörðum sínum. Höfundar eru í ráði Rótarinnar.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun