Er ég fórnarlamb? Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Kristín I. Pálsdóttir skrifa 15. ágúst 2020 13:00 Af hverju er svona erfitt að gangast við því að hafa verið fórnarlamb? Annar greinarhöfundur var komin hátt á fimmtugsaldur þegar hún gerði sér grein fyrir því að hún var fórnarlamb og það eftir að hafa farið í gegnum þykkt lag af fordómum, sjálfshatri og afneitun. Hvernig er hægt að vera einstaklingur sem hefur orðið fyrir ofbeldi en ekki fórnarlamb ofbeldisins og ofbeldismannsins? Sá eða sú sem saklaus þarf að þola óréttlæti, óþægindi eða misgerðir Fórnarlamb hefur sömu merkingu og orðið “victim“ á ensku og samkvæmt orðabókarskýringum er merking orðsins þríþætt. Í fyrsta lagi er fórnarlamb sá einstaklingur sem sætir ofsóknum eða dauða. Í öðru lagi sá sem saklaus þarf að þola óréttlæti, óþægindi eða misgerðir. Í þriðja lagi upprunaleg merking orðsins, dýr sem fórnað er í trúarskyni. Orðið fórnarlamb ætti því samstundis að kveikja á samúðartilfinningum en gerir það einhverra hluta vegna ekki alltaf heldur finna þolendur ofbeldis, brotaþolar, hjá sér þörf til að sverja af sér „fórnarlambsstimpilinn“. Það gefur auga leið að ekki er eftirsóknarvert að verða fórnarlamb. Það vill engin verða fyrir hamförum, ofbeldi, árás eða nauðgun. Og þau sem verða fyrir slíku vilja skiljanlega ekki láta skilgreina sig út frá því. Það er alþekkt staðreynd að nokkrar af afleiðingum þess að verða fyrir kynferðisofbeldi eru skömm, afneitun, að gera lítið úr því sem gerðist og sektarkennd. Það er ekkert persónulegt við það að verða fórnarlamb og það gerir engan að minni manneskju. Fórnarlambið fyrirgefi sjálfu sér! Af hverju ættu þolendur og fórnarlömb ofbeldis að fyrirgefa sjálfum sér? Fyrir að hafa verið barn þegar það var beitt ofbeldi? Fyrir að hafa verið á röngum stað á röngum tíma? Fyrir að hafa verið tælandi klædd og drusla? Erum við í alvörunni ekki komin lengra! Þolendaábyrgð hentar gerendum ofbeldis og stuðningsmönnum þeirra vel og að skömmin fylgi fórnarlambinu. Ýmist velmeinandi fólk vill að fórnarlömb fyrirgefi sjálfum sér en gerir sér ekki grein fyrir því að þar með er verið að ýta undir sektarkennd og skömm. Við getum fyrirgefið sjálfum okkur ýmislegt en ekki fyrir að vera þolendur/fórnarlömb. Öfugmæli Undanfarið hefur borið á því að orðið „fórnarlambamenning“ sé notað um fólk sem mótmælir ofbeldi og misrétti sem það hefur orðið fyrir. Þeir sem halda þessari hugmyndafræði hæst á lofti virðast aðallega vera miðaldra hvítir karlmenn sem búa við ríkuleg forréttindi en vilja ekki axla ábyrgð á eigin hegðun og forréttindum. Hér er því um gaslýsingu að ræða þar sem sannleikanum er snúið á hvolf. Hin eiginlega skilgreining á fórnarlambamenningu er menning sem fórnar lífi og heilsu þolenda en hlífir gerendum, með réttu ofbeldismenning. Tölum um ofbeldismennina Fórnarlömb eru eins ólík og þau eru mörg. Hin dapurlega staðreynd er hins vegar sú að þau eru mörg. Það hentar ofbeldismönnum sérlega vel þegar fórnarlömb þeirra afneita ofbeldinu. Snúum umræðunni þangað sem hún á heima látum þá sem fremja ofbeldi bera ábyrgð á gjörðum sínum. Höfundar eru í ráði Rótarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Af hverju er svona erfitt að gangast við því að hafa verið fórnarlamb? Annar greinarhöfundur var komin hátt á fimmtugsaldur þegar hún gerði sér grein fyrir því að hún var fórnarlamb og það eftir að hafa farið í gegnum þykkt lag af fordómum, sjálfshatri og afneitun. Hvernig er hægt að vera einstaklingur sem hefur orðið fyrir ofbeldi en ekki fórnarlamb ofbeldisins og ofbeldismannsins? Sá eða sú sem saklaus þarf að þola óréttlæti, óþægindi eða misgerðir Fórnarlamb hefur sömu merkingu og orðið “victim“ á ensku og samkvæmt orðabókarskýringum er merking orðsins þríþætt. Í fyrsta lagi er fórnarlamb sá einstaklingur sem sætir ofsóknum eða dauða. Í öðru lagi sá sem saklaus þarf að þola óréttlæti, óþægindi eða misgerðir. Í þriðja lagi upprunaleg merking orðsins, dýr sem fórnað er í trúarskyni. Orðið fórnarlamb ætti því samstundis að kveikja á samúðartilfinningum en gerir það einhverra hluta vegna ekki alltaf heldur finna þolendur ofbeldis, brotaþolar, hjá sér þörf til að sverja af sér „fórnarlambsstimpilinn“. Það gefur auga leið að ekki er eftirsóknarvert að verða fórnarlamb. Það vill engin verða fyrir hamförum, ofbeldi, árás eða nauðgun. Og þau sem verða fyrir slíku vilja skiljanlega ekki láta skilgreina sig út frá því. Það er alþekkt staðreynd að nokkrar af afleiðingum þess að verða fyrir kynferðisofbeldi eru skömm, afneitun, að gera lítið úr því sem gerðist og sektarkennd. Það er ekkert persónulegt við það að verða fórnarlamb og það gerir engan að minni manneskju. Fórnarlambið fyrirgefi sjálfu sér! Af hverju ættu þolendur og fórnarlömb ofbeldis að fyrirgefa sjálfum sér? Fyrir að hafa verið barn þegar það var beitt ofbeldi? Fyrir að hafa verið á röngum stað á röngum tíma? Fyrir að hafa verið tælandi klædd og drusla? Erum við í alvörunni ekki komin lengra! Þolendaábyrgð hentar gerendum ofbeldis og stuðningsmönnum þeirra vel og að skömmin fylgi fórnarlambinu. Ýmist velmeinandi fólk vill að fórnarlömb fyrirgefi sjálfum sér en gerir sér ekki grein fyrir því að þar með er verið að ýta undir sektarkennd og skömm. Við getum fyrirgefið sjálfum okkur ýmislegt en ekki fyrir að vera þolendur/fórnarlömb. Öfugmæli Undanfarið hefur borið á því að orðið „fórnarlambamenning“ sé notað um fólk sem mótmælir ofbeldi og misrétti sem það hefur orðið fyrir. Þeir sem halda þessari hugmyndafræði hæst á lofti virðast aðallega vera miðaldra hvítir karlmenn sem búa við ríkuleg forréttindi en vilja ekki axla ábyrgð á eigin hegðun og forréttindum. Hér er því um gaslýsingu að ræða þar sem sannleikanum er snúið á hvolf. Hin eiginlega skilgreining á fórnarlambamenningu er menning sem fórnar lífi og heilsu þolenda en hlífir gerendum, með réttu ofbeldismenning. Tölum um ofbeldismennina Fórnarlömb eru eins ólík og þau eru mörg. Hin dapurlega staðreynd er hins vegar sú að þau eru mörg. Það hentar ofbeldismönnum sérlega vel þegar fórnarlömb þeirra afneita ofbeldinu. Snúum umræðunni þangað sem hún á heima látum þá sem fremja ofbeldi bera ábyrgð á gjörðum sínum. Höfundar eru í ráði Rótarinnar.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun