Um styttingu opnunartíma leikskóla borgarinnar Anna Margrét Ólafsdóttir skrifar 20. janúar 2020 09:30 Skóla- og frístundaráð ákvað á fundi sínum síðasta þriðjudag að stytta opnunartíma leikskóla borgarinnar um 30 mínútur á dag. Fólkið sem starfar á leikskólagólfinu með börnunum fagnar, enda stór og smá sveitarfélög auk sjálfstætt starfandi leikskóla með svipaðan eða styttri opnunartíma og önnur að skoða þetta hjá sér. Miðað við viðbrögð sumra við þessum fréttum mætti ætla að það væri verið að leggja niður og loka öllum leikskólum borgarinnar, slíkur er ofsinn. Rökin sem þetta fólk ber fyrir sig eru að mínu mati ekki góð og sýna oft talsverða vanþekkingu á þeirri starfsemi sem fer fram innan veggja leikskólans sem er skilgreint í lögum sem fyrsta skólastig barna. Talað er um að borgin eigi að þjónusta foreldrana og það segir sig sjálft að þar er ekki verið að setja þarfir eða hagsmuni barnsins í forgang. Þetta fólk hlýtur þá að vilja lengja opnunartíma leikskólanna til að koma til móts við þarfir foreldranna og jafnvel atvinnulífsins því sumir vinna jú til kl. 17 eða 18, sumir eru í vaktavinnu og vinna á kvöldin, á nóttunni og um helgar svo ég tali nú ekki um jól og páska. Ef við ætluðum að koma til móts við þarfir allra þá væru leikskólarnir opnir 24 tíma á sólarhring alla daga ársins. Í nýlegri skýrslu Eurydice, samstarfsvettvangs Evrópuþjóða á sviði menntamála, má greina stöðu leikskólastigsins á Íslandi í samanburði við aðrar Evrópuþjóðir. Þar kemur m.a. fram að íslensk börn dvelja að jafnaði um 10 klst. lengur í leikskóla á viku en almennt gengur og gerist annars staðar í Evrópu en íslensk börn eru að meðaltali 37-38 stundir á viku í leikskólanum. Þessar upplýsingar eru fengnar úr grein Önnu Magneu Hreinsdóttur, doktors í menntunarfræðum sem hún skrifaði á vefinn Skólaþræðir. Þar kemur líka fram að „ Löng dvöl barna gerir báðum foreldrum kleift að vinna fullan vinnudag eða stunda fullt nám, en umræða er meðal foreldra, leikskólakennara og fræðimanna um áhrif langs dvalartíma á félagsþroska barna og vellíðan.“ Rökin sem við setjum fram sem styðja þessa breytingu snúa fyrst og fremst að hagsmunum barna og betra starfsumhverfi fyrir þau og starfsfólk leikskólans. Það að vinna í leikskóla er álagsstarf sem einungis þeir sem hafa unnið í leikskóla geta samsamað sig við. Leikskólarnir eru núna opnir í 9 og ½ tíma en starfsfólkið vinnur flest í 8 tíma. Það þýðir talsvert álag í upphafi og lok dags sem þarf að losna undan. Flest börn koma á milli kl. 8 og 8.30 og því eru ekki allir starfsmenn komnir í hús þegar nánast öll börn eru komin. Það að taka vel á móti börnum í upphafi dags gefur tóninn inn í daginn fyrir barnið og jafnvel fyrir foreldrana líka og væri hægt að sinna þessum mikilvæga þætti mun betur ef allt starfsfólk deildar barnsins er mætt til vinnu. Vinnutími starfsfólks miðast við dvalarsamningana sem foreldrarnir gera fyrir barn sitt og því þarf starfsmannafjöldinn í lok dags að miðast við þann fjölda sem á tíma til kl. 16.45 eða 17. Staðan er hins vegar sú að mjög fáir foreldrar af þeim sem kaupa þennan síðasta hálftíma eru að nýta hann. Gagnrýnisraddirnar segja að þetta sé nánast árás á einstæða foreldra og láglaunafólk. Staðreyndin er hins vegar sú að það er almennt ekki þessi hópur sem helst er að kaupa tímann á milli 16.30 og 17. Með þessari breytingu er hægt að þétta raðir starfsfólks og minnka álagið í byrjun og lok dags. Það verður hægt að hefja faglegt starf með börnunum fyrr, á þeim tíma sem þau eru ferskust og móttækilegust. Um síðustu áramót tók gildi eitt leyfisbréf fyrir leik-, grunn- og framhaldsskólakennara og þessi breyting er liður í því að bæta starfsaðstöðuna í leikskólanum, m.a. til að koma í veg fyrir að þeir fáu leikskólakennarar sem enn eru í leikskólanum sæki annað. Nú þegar eru tæplega 20 leikskólar borgarinnar sem loka kl. 16.30 m.a. vegna þess að ekki fæst starfsfólk til að vinna þennan vinnutíma auk þess sem ekki er eftirspurn eftir tíma frá 16.30-17. Leikskólastjórar sem eru með leikskóla opna til kl. 17 eru farnir að finna fyrir því að fá ekki hæft starfsfólk til starfa vegna opnunartímans og starfsfólkið ræður sig frekar í leikskóla sem opnir eru til kl. 16.30. Þetta skapar ójafnræði á milli leikskóla sem er óásættanlegt. Ég sit í starfshópnum sem lagði þessa tillögu fram og stend við það að hún sé börnum og starfsfólki leikskólanna til góðs. Ég geri mér alveg grein fyrir því að þessi breyting verður áskorun fyrir einhverja en tími til aðlögunar er góður. Reykjavíkurborg hefur verið að stíga skref í áttina að betri starfsaðstæðum barna og starfsfólks í leikskólum og m.a. fækkað börnum í hverjum leikskóla og aukið starfsmannafjölda með elstu börnunum. Það að vinna í leikskóla er að mínu mati skemmtilegasta og mest gefandi starf sem ég hef unnið. Því er samt ekki að neita að það er einnig það starf sem hefur valdið mér mestu álagi. Í leikskólakennaraskorti þar sem rétt um fjórðungur starfsmanna leikskólanna er með leikskólakennaramenntun þarf að bregðast við og vera með plan B um óákveðinn tíma. Leikskólinn þarf að mannast góðu og hæfu fólki sem getur axlað þá ábyrgð og uppfyllt að mestu þær kröfur sem gerðar eru til leikskólans skv. lögum þótt krafan um að 2/3 hluti starfsmanna leikskólans skuli hafa leikskólakennaramenntun verði ekki uppfyllt í bráð. Með því að bjóða upp á betri starfsaðstæður sem minnka álag og halda áfram með verkefnið um að bæta þær aukast líkurnar á að jafnvel leikskólakennarar geti hugsað sér að koma aftur til starfa en á tímabilinu 2015-2018 hættu rúmlega 100 leikskólakennarar störfum hjá Reykjavíkurborg. Ég bið fólk að anda rólega, kynna sér rökin fyrir þessum breytingum með opnum huga í stað þess að fella sleggjudóma og fara hamförum á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Þetta snýst ekki um pólitík, kvenfrelsi, jafnrétti kynjanna og að konur séu aftur reknar inn á heimilin svo ég nefni eitthvað af því sem hrópað hefur verið á torgum. Þetta snýst um það dýrmætasta sem við eigum, börnin okkar og það starfsumhverfi sem þau dvelja í daglega, lengur en foreldrar þeirra eru í vinnu. Við þurfum að setja börnin í fyrsta sæti og minna álag í leikskólanum er ekki lítils virði fyrir börnin og starfsfólkið og mun klárlega skila sér heim með börnunum líka. Fögnum þessari tillögu, sýnum henni skilning og treystið okkur sem lifum og hrærumst í þessu umhverfi að finna bestu leiðina til heilla fyrir börnin okkar, þau hafa alltof lengi verið sett aftarlega á þarfalistann í þjóðfélaginu. Höfundur er leikskólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Skóla- og frístundaráð ákvað á fundi sínum síðasta þriðjudag að stytta opnunartíma leikskóla borgarinnar um 30 mínútur á dag. Fólkið sem starfar á leikskólagólfinu með börnunum fagnar, enda stór og smá sveitarfélög auk sjálfstætt starfandi leikskóla með svipaðan eða styttri opnunartíma og önnur að skoða þetta hjá sér. Miðað við viðbrögð sumra við þessum fréttum mætti ætla að það væri verið að leggja niður og loka öllum leikskólum borgarinnar, slíkur er ofsinn. Rökin sem þetta fólk ber fyrir sig eru að mínu mati ekki góð og sýna oft talsverða vanþekkingu á þeirri starfsemi sem fer fram innan veggja leikskólans sem er skilgreint í lögum sem fyrsta skólastig barna. Talað er um að borgin eigi að þjónusta foreldrana og það segir sig sjálft að þar er ekki verið að setja þarfir eða hagsmuni barnsins í forgang. Þetta fólk hlýtur þá að vilja lengja opnunartíma leikskólanna til að koma til móts við þarfir foreldranna og jafnvel atvinnulífsins því sumir vinna jú til kl. 17 eða 18, sumir eru í vaktavinnu og vinna á kvöldin, á nóttunni og um helgar svo ég tali nú ekki um jól og páska. Ef við ætluðum að koma til móts við þarfir allra þá væru leikskólarnir opnir 24 tíma á sólarhring alla daga ársins. Í nýlegri skýrslu Eurydice, samstarfsvettvangs Evrópuþjóða á sviði menntamála, má greina stöðu leikskólastigsins á Íslandi í samanburði við aðrar Evrópuþjóðir. Þar kemur m.a. fram að íslensk börn dvelja að jafnaði um 10 klst. lengur í leikskóla á viku en almennt gengur og gerist annars staðar í Evrópu en íslensk börn eru að meðaltali 37-38 stundir á viku í leikskólanum. Þessar upplýsingar eru fengnar úr grein Önnu Magneu Hreinsdóttur, doktors í menntunarfræðum sem hún skrifaði á vefinn Skólaþræðir. Þar kemur líka fram að „ Löng dvöl barna gerir báðum foreldrum kleift að vinna fullan vinnudag eða stunda fullt nám, en umræða er meðal foreldra, leikskólakennara og fræðimanna um áhrif langs dvalartíma á félagsþroska barna og vellíðan.“ Rökin sem við setjum fram sem styðja þessa breytingu snúa fyrst og fremst að hagsmunum barna og betra starfsumhverfi fyrir þau og starfsfólk leikskólans. Það að vinna í leikskóla er álagsstarf sem einungis þeir sem hafa unnið í leikskóla geta samsamað sig við. Leikskólarnir eru núna opnir í 9 og ½ tíma en starfsfólkið vinnur flest í 8 tíma. Það þýðir talsvert álag í upphafi og lok dags sem þarf að losna undan. Flest börn koma á milli kl. 8 og 8.30 og því eru ekki allir starfsmenn komnir í hús þegar nánast öll börn eru komin. Það að taka vel á móti börnum í upphafi dags gefur tóninn inn í daginn fyrir barnið og jafnvel fyrir foreldrana líka og væri hægt að sinna þessum mikilvæga þætti mun betur ef allt starfsfólk deildar barnsins er mætt til vinnu. Vinnutími starfsfólks miðast við dvalarsamningana sem foreldrarnir gera fyrir barn sitt og því þarf starfsmannafjöldinn í lok dags að miðast við þann fjölda sem á tíma til kl. 16.45 eða 17. Staðan er hins vegar sú að mjög fáir foreldrar af þeim sem kaupa þennan síðasta hálftíma eru að nýta hann. Gagnrýnisraddirnar segja að þetta sé nánast árás á einstæða foreldra og láglaunafólk. Staðreyndin er hins vegar sú að það er almennt ekki þessi hópur sem helst er að kaupa tímann á milli 16.30 og 17. Með þessari breytingu er hægt að þétta raðir starfsfólks og minnka álagið í byrjun og lok dags. Það verður hægt að hefja faglegt starf með börnunum fyrr, á þeim tíma sem þau eru ferskust og móttækilegust. Um síðustu áramót tók gildi eitt leyfisbréf fyrir leik-, grunn- og framhaldsskólakennara og þessi breyting er liður í því að bæta starfsaðstöðuna í leikskólanum, m.a. til að koma í veg fyrir að þeir fáu leikskólakennarar sem enn eru í leikskólanum sæki annað. Nú þegar eru tæplega 20 leikskólar borgarinnar sem loka kl. 16.30 m.a. vegna þess að ekki fæst starfsfólk til að vinna þennan vinnutíma auk þess sem ekki er eftirspurn eftir tíma frá 16.30-17. Leikskólastjórar sem eru með leikskóla opna til kl. 17 eru farnir að finna fyrir því að fá ekki hæft starfsfólk til starfa vegna opnunartímans og starfsfólkið ræður sig frekar í leikskóla sem opnir eru til kl. 16.30. Þetta skapar ójafnræði á milli leikskóla sem er óásættanlegt. Ég sit í starfshópnum sem lagði þessa tillögu fram og stend við það að hún sé börnum og starfsfólki leikskólanna til góðs. Ég geri mér alveg grein fyrir því að þessi breyting verður áskorun fyrir einhverja en tími til aðlögunar er góður. Reykjavíkurborg hefur verið að stíga skref í áttina að betri starfsaðstæðum barna og starfsfólks í leikskólum og m.a. fækkað börnum í hverjum leikskóla og aukið starfsmannafjölda með elstu börnunum. Það að vinna í leikskóla er að mínu mati skemmtilegasta og mest gefandi starf sem ég hef unnið. Því er samt ekki að neita að það er einnig það starf sem hefur valdið mér mestu álagi. Í leikskólakennaraskorti þar sem rétt um fjórðungur starfsmanna leikskólanna er með leikskólakennaramenntun þarf að bregðast við og vera með plan B um óákveðinn tíma. Leikskólinn þarf að mannast góðu og hæfu fólki sem getur axlað þá ábyrgð og uppfyllt að mestu þær kröfur sem gerðar eru til leikskólans skv. lögum þótt krafan um að 2/3 hluti starfsmanna leikskólans skuli hafa leikskólakennaramenntun verði ekki uppfyllt í bráð. Með því að bjóða upp á betri starfsaðstæður sem minnka álag og halda áfram með verkefnið um að bæta þær aukast líkurnar á að jafnvel leikskólakennarar geti hugsað sér að koma aftur til starfa en á tímabilinu 2015-2018 hættu rúmlega 100 leikskólakennarar störfum hjá Reykjavíkurborg. Ég bið fólk að anda rólega, kynna sér rökin fyrir þessum breytingum með opnum huga í stað þess að fella sleggjudóma og fara hamförum á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Þetta snýst ekki um pólitík, kvenfrelsi, jafnrétti kynjanna og að konur séu aftur reknar inn á heimilin svo ég nefni eitthvað af því sem hrópað hefur verið á torgum. Þetta snýst um það dýrmætasta sem við eigum, börnin okkar og það starfsumhverfi sem þau dvelja í daglega, lengur en foreldrar þeirra eru í vinnu. Við þurfum að setja börnin í fyrsta sæti og minna álag í leikskólanum er ekki lítils virði fyrir börnin og starfsfólkið og mun klárlega skila sér heim með börnunum líka. Fögnum þessari tillögu, sýnum henni skilning og treystið okkur sem lifum og hrærumst í þessu umhverfi að finna bestu leiðina til heilla fyrir börnin okkar, þau hafa alltof lengi verið sett aftarlega á þarfalistann í þjóðfélaginu. Höfundur er leikskólastjóri.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun