Er Reykjavíkurborg fyrsta flokks fjölskylduborg? Valgerður Sigurðardóttir skrifar 20. janúar 2020 10:30 Þegar teknar eru ákvarðanir hjá sveitarfélögum er mikilvægt að við höfum heildarsýn yfir þá þjónustu sem við erum að veita. Það er ekki auðvelt hjá Reykjavíkurborg þar sem ekki hefur verið mótuð fjölskyldustefna. Það er með ólíkindum að stærsta sveitarfélag landsins hafi ekki mótað sér fjölskyldustefnu. Eitt af frumskilyrðum fyrir því hvar fólk velur sér búsetu er það hvort að samfélagið sé fölskylduvænt, þar sem börn og barnafjölskyldur búa við jöfn tækifæri, öryggi og njóti lögvarinna réttinda. Þetta hefur ekki verið tryggt hjá Reykjavíkurborg. Nú er t.d ekki samræmi í þjónustu á leikskólum og frístund, þar sem leikskólar loka kl. 16:30 en frístund kl. 17. Þess vegna getur fólk sem á börn á leikskóla ekki lengur unnið í frístund því það fær ekki vistun fyrir börn sín. Börn eru send heim af leikskólum vegna manneklu og úr grunnskólum vegna veikinda kennara. Börn sem hafa ekki íslensku sem móðurmál vegnar ekki vel, einfaldlega af því að við hlúum ekki nægilega vel að þeim. Drengirnir okkar koma illa út úr lesskilning í PISA. Svona er þetta ekki í fyrsta flokks fjölskylduborg. Lagt til að móta fjölskyldustefnu Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú lagt það til að Reykjavíkurborg móti sér fjölskyldustefnu, líkt og hefur verið gert í mörgum sveitarfélögum landsins. Stefnan er gríðarlega mikilvæg og getur ekki aðeins tekið á málefnum fjölskyldunnar af meiri festu heldur mun hún einnig tryggja afkomu barna og hagsmuni þeirra. Þá mun hún efla forvarnir og fræðslu fyrir fjölskyldur, tryggja að öll börn eigi kost á að taka þátt í skipulögðu frístundastarfi, auka stuðning við umönnun og samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs og tryggja velferð barna. Fjölskyldan Fjölskyldan er mikilvægasta eining hvers samfélags og allar framfarir og framkvæmdir sem samfélög ráðast í miða að því að styrkja fjölskylduna á einn eða annan hátt. Stefnan miðar fyrst og fremst að bættum hag íbúanna með fjölskylduna í huga. Fjölskyldueiningin verður sífellt fjölbreyttari og þarfir íslenskra fjölskyldna breytast með tímanum, því er mikilvægt að þjónusta sveitarfélaga taki mið af því og sé þannig sveigjanleg og fjölbreytt. Tilgangur fjölskyldustefnunnar er sá að ná fram heildarsýn á þjónustu sveitarfélagsins við íbúa, gera starfið í málefnum fjölskyldunnar markvissara og auka lífsgæði íbúa með bættri þjónustu til lengri og skemmri tíma. Það er því gríðarlega mikilvægt að Reykjavíkurborg móti sér fjölskyldustefnu. Markmið með mótun fjölskyldustefnu er að tryggja að við alla stefnumótun, ákvarðanatöku og áætlanagerð á vettvangi Reykjavíkurborgar sé sérstaklega gætt að hagsmunum barna, unglinga og fjölskyldna. Þannig gerum við Reykjavíkurborg að fyrsta flokks fjölskylduborg. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Fjölskyldumál Reykjavík Skóla - og menntamál Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar teknar eru ákvarðanir hjá sveitarfélögum er mikilvægt að við höfum heildarsýn yfir þá þjónustu sem við erum að veita. Það er ekki auðvelt hjá Reykjavíkurborg þar sem ekki hefur verið mótuð fjölskyldustefna. Það er með ólíkindum að stærsta sveitarfélag landsins hafi ekki mótað sér fjölskyldustefnu. Eitt af frumskilyrðum fyrir því hvar fólk velur sér búsetu er það hvort að samfélagið sé fölskylduvænt, þar sem börn og barnafjölskyldur búa við jöfn tækifæri, öryggi og njóti lögvarinna réttinda. Þetta hefur ekki verið tryggt hjá Reykjavíkurborg. Nú er t.d ekki samræmi í þjónustu á leikskólum og frístund, þar sem leikskólar loka kl. 16:30 en frístund kl. 17. Þess vegna getur fólk sem á börn á leikskóla ekki lengur unnið í frístund því það fær ekki vistun fyrir börn sín. Börn eru send heim af leikskólum vegna manneklu og úr grunnskólum vegna veikinda kennara. Börn sem hafa ekki íslensku sem móðurmál vegnar ekki vel, einfaldlega af því að við hlúum ekki nægilega vel að þeim. Drengirnir okkar koma illa út úr lesskilning í PISA. Svona er þetta ekki í fyrsta flokks fjölskylduborg. Lagt til að móta fjölskyldustefnu Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú lagt það til að Reykjavíkurborg móti sér fjölskyldustefnu, líkt og hefur verið gert í mörgum sveitarfélögum landsins. Stefnan er gríðarlega mikilvæg og getur ekki aðeins tekið á málefnum fjölskyldunnar af meiri festu heldur mun hún einnig tryggja afkomu barna og hagsmuni þeirra. Þá mun hún efla forvarnir og fræðslu fyrir fjölskyldur, tryggja að öll börn eigi kost á að taka þátt í skipulögðu frístundastarfi, auka stuðning við umönnun og samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs og tryggja velferð barna. Fjölskyldan Fjölskyldan er mikilvægasta eining hvers samfélags og allar framfarir og framkvæmdir sem samfélög ráðast í miða að því að styrkja fjölskylduna á einn eða annan hátt. Stefnan miðar fyrst og fremst að bættum hag íbúanna með fjölskylduna í huga. Fjölskyldueiningin verður sífellt fjölbreyttari og þarfir íslenskra fjölskyldna breytast með tímanum, því er mikilvægt að þjónusta sveitarfélaga taki mið af því og sé þannig sveigjanleg og fjölbreytt. Tilgangur fjölskyldustefnunnar er sá að ná fram heildarsýn á þjónustu sveitarfélagsins við íbúa, gera starfið í málefnum fjölskyldunnar markvissara og auka lífsgæði íbúa með bættri þjónustu til lengri og skemmri tíma. Það er því gríðarlega mikilvægt að Reykjavíkurborg móti sér fjölskyldustefnu. Markmið með mótun fjölskyldustefnu er að tryggja að við alla stefnumótun, ákvarðanatöku og áætlanagerð á vettvangi Reykjavíkurborgar sé sérstaklega gætt að hagsmunum barna, unglinga og fjölskyldna. Þannig gerum við Reykjavíkurborg að fyrsta flokks fjölskylduborg. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar