Handbolti

Elvar Örn: Hef engar skýringar

Anton Ingi Leifsson skrifar

Elvar Örn Jónsson segir að tapið gegn Noregi í kvöld hafi verið mikil vonbrigði. Hann segir að byrjunin hafi farið með leikinn.

„Það er rosa erfitt að vinna 7-0 til baka gegn eins sterku liði og Norðmenn eru,“ sagði Elvar Örn í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í leikslok.

En hvað gerðist eiginlega í upphafi leiksins?

„Við vorum allir tilbúnir í upphituninni og vorum andlega tilbúnir en síðan gerist þetta. Þeir vaða þarna í gegn og við skorum bara ekki.“

Íslenska liðið var í miklum vandræðum í upphafi leiksins og skoraði ekki fyrsta markið nema eftir tæplega níu mínútna leik.

„Markvörðurinn hjá þeim ver allt en ég hef engar skýringar.“

Selfyssingurinn segir að tapið sé afar svekkjandi.

„Við ætluðum að vinna þennan leik. Þetta er gríðarlega svekkjandi en við sýndum karakter að koma til baka í seinni hálfleik. Við vorum mjög góðir í seinni en að byrja 7-0 gegn Norðmönnum er ekki hægt.“


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.