Handbolti

Svíar komnir á blað í milliriðlinum eftir sigur á Ungverjum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Varnarleikur beggja liða var til fyrirmyndar í kvöld.
Varnarleikur beggja liða var til fyrirmyndar í kvöld. Vísir/EPA

Svíþjóð landaði loks sigri í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta er liðið lagði Ungverja af velli með sex marka mun í Malmö í kvöld. Lokatölur leiksins 24-18 sem þýðir að Noregur hefur þar með tryggt sér sæti í undanúrslitum en Norðmenn lögðu okkur Íslendinga af velli fyrr í dag, 31-28.

Svíar voru án sigurs og án stiga fyrir leik sinn gegn Ungverjalandi í kvöld en þeir sænsku höfðu tapað fyrir Portúgal og Noregi. Á sama tíma voru Ungverjar að berjast um sæti í undanúrslitum mótsins.

Sóknarleikur beggja liða gekk brösuglega framan af leik í kvöld en þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður voru aðeins átta mörk komin í leikinn, fjögur á hvort lið. Það virtist sem liðin yrðu jöfn þegar flautað yrði til hálfleiks en Lucas Pelle skoraði síðasta mark hálfleiksins í blálokin sem þýddi að Svíar voru einu marki yfir þegar flautan gall, staðan þá 10-9.

Sama var upp á teningnum í síðari hálfleik en Svíar þó alltaf hænuskrefi á undan Ungverjum. Bence Banhidi tókst þó að jafna metin í stöðunni 18-18 þegar 13 mínútur voru til leiksloka. Eftir það gekk ekkert upp hjá Ungverjum en þeir skoruðu ekki mark síðustu 13 mínútur leiksins á meðan Svíar skoruðu sex. Lauk leiknum því með sex marka sigri Svía, 24-18. Þeirra fyrsti í milliriðlinum.

Jim Gott­fridson [sjá mynd] og Lucas Pellas skoruðu sex mörk hvor fyr­ir heimamenn í Svíþjóð. Þá skoraði Zoltán Szita fjög­ur fyr­ir Ung­verja­land. 

Svíþjóð mætir Íslandi klukkan 19:30 annað kvöld í lokaleik beggja liða á mótinu. Ungverjar halda enn í von um sæti í undanúrslitum en þeir þurfa sigur gegn Portúgal á morgun sem og að treysta á Norðmenn gegn Slóvenum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.