Kristján Andrésson með bestan árangur íslenskra þjálfara á fjórða stórmótinu í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2020 14:45 Kristján Andrésson hefur skilað sænska landsliðinu í 2. til 7. sæti á fjórum stórmótum sínum með liðið. Getty/EPA-EFE/JUANJO MARTIN Kristján Andrésson endaði landsliðsþjálfaraferil sinn með sigri á Íslandi í lokaleik milliriðils EM í handbolta í gær. Með sigrinum tryggðu Svíar sér sjöunda sætið á Evrópumótinu. Kristján tók við sænska landsliðinu eftir Ólympíuleikana í Ríó árið 2016 og stýrði því í fyrsta sinn á heimsmeistaramótinu í Frakklandi árið 2017. Kristján var því að klára sitt fjórða stórmót með sænska landsliðinu í Malmö í gær. Á öllum þessum fjórum mótum hefur Kristján náð bestum árangri af íslensku þjálfurunum á mótinu. Það hafa verið þrír íslenskir þjálfarar eða fleiri á öllum þessum mótum. Guðmundur Guðmundsson átti möguleika að fara með íslenska landsliðið upp fyrir það sænska með sigri í gær en Svíarnir voru miklu betri og unnu sjö marka sigur. Sænska liðið endar þar með í sjöunda sæti, fjórum sætum ofar en það íslenska. Erlingur Birgir Richardsson var þriðji íslenski þjálfarinn á mótinu en hollenska liðið endaði í sautjánda sæti undir hans stjórn. Kristján hafði verið með meira en sex sæta forskot á tveimur stórmótum á undan þessu, sex sætum á undan íslenska landsliðinu á HM í fyrra og heilum ellefu sætum á undan íslenska landsliðinu á Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Síðasti íslenski þjálfarinn annar enn Kristján til að ná bestum árangri íslensks þjálfara á stórmóti var árið 2016 þegar Guðmundur Guðmundsson gerði Dani að Ólympíumeisturum og Dagur Sigurðsson gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum. Hér fyrir neðan má sjá árangur íslenskra þjálfara á síðustu stórmótum í handbolta.Sæti íslensku þjálfaranna á síðustu stórmótumEM 2020 7. sæti - Kristján Andrésson með Svíþjóð 11. sæti - Guðmundur Guðmundsson með Ísland 17. sæti - Erlingur Richardsson með HollandHM 2019 5. sæti - Kristján Andrésson með Svíþjóð 11. sæti - Guðmundur Guðmundsson með Ísland 19. sæti - Patrekur Jóhannesson með Austurríki 20. sæti - Aron Kristjánsson með Barein 24. sæti - Dagur Sigurðsson með JapanEM 2018 2. sæti - Kristján Andrésson með Svíþjóð 13. sæti - Geir Sveinsson með Ísland 15. sæti - Patrekur Jóhannesson með AusturríkiHM 2017 6. sæti - Kristján Andrésson með Svíþjóð 9. sæti - Dagur Sigurðsson með Þýskaland 10. sæti - Guðmundur Guðmundsson með Danmörku 14. sæti - Geir Sveinsson með Ísland EM 2020 í handbolta Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Kristján Andrésson endaði landsliðsþjálfaraferil sinn með sigri á Íslandi í lokaleik milliriðils EM í handbolta í gær. Með sigrinum tryggðu Svíar sér sjöunda sætið á Evrópumótinu. Kristján tók við sænska landsliðinu eftir Ólympíuleikana í Ríó árið 2016 og stýrði því í fyrsta sinn á heimsmeistaramótinu í Frakklandi árið 2017. Kristján var því að klára sitt fjórða stórmót með sænska landsliðinu í Malmö í gær. Á öllum þessum fjórum mótum hefur Kristján náð bestum árangri af íslensku þjálfurunum á mótinu. Það hafa verið þrír íslenskir þjálfarar eða fleiri á öllum þessum mótum. Guðmundur Guðmundsson átti möguleika að fara með íslenska landsliðið upp fyrir það sænska með sigri í gær en Svíarnir voru miklu betri og unnu sjö marka sigur. Sænska liðið endar þar með í sjöunda sæti, fjórum sætum ofar en það íslenska. Erlingur Birgir Richardsson var þriðji íslenski þjálfarinn á mótinu en hollenska liðið endaði í sautjánda sæti undir hans stjórn. Kristján hafði verið með meira en sex sæta forskot á tveimur stórmótum á undan þessu, sex sætum á undan íslenska landsliðinu á HM í fyrra og heilum ellefu sætum á undan íslenska landsliðinu á Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Síðasti íslenski þjálfarinn annar enn Kristján til að ná bestum árangri íslensks þjálfara á stórmóti var árið 2016 þegar Guðmundur Guðmundsson gerði Dani að Ólympíumeisturum og Dagur Sigurðsson gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum. Hér fyrir neðan má sjá árangur íslenskra þjálfara á síðustu stórmótum í handbolta.Sæti íslensku þjálfaranna á síðustu stórmótumEM 2020 7. sæti - Kristján Andrésson með Svíþjóð 11. sæti - Guðmundur Guðmundsson með Ísland 17. sæti - Erlingur Richardsson með HollandHM 2019 5. sæti - Kristján Andrésson með Svíþjóð 11. sæti - Guðmundur Guðmundsson með Ísland 19. sæti - Patrekur Jóhannesson með Austurríki 20. sæti - Aron Kristjánsson með Barein 24. sæti - Dagur Sigurðsson með JapanEM 2018 2. sæti - Kristján Andrésson með Svíþjóð 13. sæti - Geir Sveinsson með Ísland 15. sæti - Patrekur Jóhannesson með AusturríkiHM 2017 6. sæti - Kristján Andrésson með Svíþjóð 9. sæti - Dagur Sigurðsson með Þýskaland 10. sæti - Guðmundur Guðmundsson með Danmörku 14. sæti - Geir Sveinsson með Ísland
EM 2020 í handbolta Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira