Kristján Andrésson með bestan árangur íslenskra þjálfara á fjórða stórmótinu í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2020 14:45 Kristján Andrésson hefur skilað sænska landsliðinu í 2. til 7. sæti á fjórum stórmótum sínum með liðið. Getty/EPA-EFE/JUANJO MARTIN Kristján Andrésson endaði landsliðsþjálfaraferil sinn með sigri á Íslandi í lokaleik milliriðils EM í handbolta í gær. Með sigrinum tryggðu Svíar sér sjöunda sætið á Evrópumótinu. Kristján tók við sænska landsliðinu eftir Ólympíuleikana í Ríó árið 2016 og stýrði því í fyrsta sinn á heimsmeistaramótinu í Frakklandi árið 2017. Kristján var því að klára sitt fjórða stórmót með sænska landsliðinu í Malmö í gær. Á öllum þessum fjórum mótum hefur Kristján náð bestum árangri af íslensku þjálfurunum á mótinu. Það hafa verið þrír íslenskir þjálfarar eða fleiri á öllum þessum mótum. Guðmundur Guðmundsson átti möguleika að fara með íslenska landsliðið upp fyrir það sænska með sigri í gær en Svíarnir voru miklu betri og unnu sjö marka sigur. Sænska liðið endar þar með í sjöunda sæti, fjórum sætum ofar en það íslenska. Erlingur Birgir Richardsson var þriðji íslenski þjálfarinn á mótinu en hollenska liðið endaði í sautjánda sæti undir hans stjórn. Kristján hafði verið með meira en sex sæta forskot á tveimur stórmótum á undan þessu, sex sætum á undan íslenska landsliðinu á HM í fyrra og heilum ellefu sætum á undan íslenska landsliðinu á Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Síðasti íslenski þjálfarinn annar enn Kristján til að ná bestum árangri íslensks þjálfara á stórmóti var árið 2016 þegar Guðmundur Guðmundsson gerði Dani að Ólympíumeisturum og Dagur Sigurðsson gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum. Hér fyrir neðan má sjá árangur íslenskra þjálfara á síðustu stórmótum í handbolta.Sæti íslensku þjálfaranna á síðustu stórmótumEM 2020 7. sæti - Kristján Andrésson með Svíþjóð 11. sæti - Guðmundur Guðmundsson með Ísland 17. sæti - Erlingur Richardsson með HollandHM 2019 5. sæti - Kristján Andrésson með Svíþjóð 11. sæti - Guðmundur Guðmundsson með Ísland 19. sæti - Patrekur Jóhannesson með Austurríki 20. sæti - Aron Kristjánsson með Barein 24. sæti - Dagur Sigurðsson með JapanEM 2018 2. sæti - Kristján Andrésson með Svíþjóð 13. sæti - Geir Sveinsson með Ísland 15. sæti - Patrekur Jóhannesson með AusturríkiHM 2017 6. sæti - Kristján Andrésson með Svíþjóð 9. sæti - Dagur Sigurðsson með Þýskaland 10. sæti - Guðmundur Guðmundsson með Danmörku 14. sæti - Geir Sveinsson með Ísland EM 2020 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Kristján Andrésson endaði landsliðsþjálfaraferil sinn með sigri á Íslandi í lokaleik milliriðils EM í handbolta í gær. Með sigrinum tryggðu Svíar sér sjöunda sætið á Evrópumótinu. Kristján tók við sænska landsliðinu eftir Ólympíuleikana í Ríó árið 2016 og stýrði því í fyrsta sinn á heimsmeistaramótinu í Frakklandi árið 2017. Kristján var því að klára sitt fjórða stórmót með sænska landsliðinu í Malmö í gær. Á öllum þessum fjórum mótum hefur Kristján náð bestum árangri af íslensku þjálfurunum á mótinu. Það hafa verið þrír íslenskir þjálfarar eða fleiri á öllum þessum mótum. Guðmundur Guðmundsson átti möguleika að fara með íslenska landsliðið upp fyrir það sænska með sigri í gær en Svíarnir voru miklu betri og unnu sjö marka sigur. Sænska liðið endar þar með í sjöunda sæti, fjórum sætum ofar en það íslenska. Erlingur Birgir Richardsson var þriðji íslenski þjálfarinn á mótinu en hollenska liðið endaði í sautjánda sæti undir hans stjórn. Kristján hafði verið með meira en sex sæta forskot á tveimur stórmótum á undan þessu, sex sætum á undan íslenska landsliðinu á HM í fyrra og heilum ellefu sætum á undan íslenska landsliðinu á Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Síðasti íslenski þjálfarinn annar enn Kristján til að ná bestum árangri íslensks þjálfara á stórmóti var árið 2016 þegar Guðmundur Guðmundsson gerði Dani að Ólympíumeisturum og Dagur Sigurðsson gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum. Hér fyrir neðan má sjá árangur íslenskra þjálfara á síðustu stórmótum í handbolta.Sæti íslensku þjálfaranna á síðustu stórmótumEM 2020 7. sæti - Kristján Andrésson með Svíþjóð 11. sæti - Guðmundur Guðmundsson með Ísland 17. sæti - Erlingur Richardsson með HollandHM 2019 5. sæti - Kristján Andrésson með Svíþjóð 11. sæti - Guðmundur Guðmundsson með Ísland 19. sæti - Patrekur Jóhannesson með Austurríki 20. sæti - Aron Kristjánsson með Barein 24. sæti - Dagur Sigurðsson með JapanEM 2018 2. sæti - Kristján Andrésson með Svíþjóð 13. sæti - Geir Sveinsson með Ísland 15. sæti - Patrekur Jóhannesson með AusturríkiHM 2017 6. sæti - Kristján Andrésson með Svíþjóð 9. sæti - Dagur Sigurðsson með Þýskaland 10. sæti - Guðmundur Guðmundsson með Danmörku 14. sæti - Geir Sveinsson með Ísland
EM 2020 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita