Dwight Howard vill fá hjálp frá Kobe Bryant Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2020 15:45 Dwight Howard og Kobe Bryant léku saman en náðu ekki saman. Getty/ Andrew D. Bernstein Dwight Howard er kominn aftur til Los Angeles Lakers og er að gera fína hluti af bekknum. Hann ætlar líka að koma sér aðeins í sviðsljósið á Stjörnuhelginni í Chicago með því að taka aftur þátt í troðslukeppninni. Dwight Howard vann troðslukeppni Stjörnuhelgarinnar fyrir tólf árum og þá í gervi Súperman. Dwight Howard var þá ein allra stærsta stjarna deildarinnar en eftir árin með Orlando Magic tók við ekki alveg eins góðir tímar hjá kappanum. Dwight Howard says he wants to get Kobe to be part of his dunk contest performance He hasn't asked him yet because he wants Lakers fans to back the idea first pic.twitter.com/L0SFp2sCaC— Bleacher Report (@BleacherReport) January 23, 2020 Dwight Howard fór meðal annars til Los Angeles Lakers árið 2012 en sambúðin við hinn einbeitta Kobe Bryant gekk illa hjá hinum léttlynda og kærulausa miðherja og Lakers liðið datt úr í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Mikið var gert úr ósætti Dwight Howard og Kobe Bryant. Howard flakkaði mikið á næstu árum og spilaði með Houston Rockets, Atlanta Hawks, Charlotte Hornets og Washington Wizards. Nú hefur Dwight Howard aftur á móti fengið annað tækifæri hjá Lakers og nú við hlið þeirra LeBron James og Anthony Davis. Samkvæmt heimildum Bill Oram á The Athletic þá er Dwight Howard að reyna að fá Kobe Bryant til að hjálpa sér í troðslukeppninni í Chicago. Það fylgir ekki sögunni hvað Kobe eigi að gera eða hvort að hann hafi einhvern áhuga á því. Dwight Howard vill fá hjálp stuðningsmanna Lakers til að pressa á Kobe að verða við þessari beiðni hans. New story: The NBA didn’t ask Dwight to be in the dunk contest, he asked them. And now he wants Lakers fans to ask Kobe to help him out in Chicago https://t.co/5NqgFn79KV— Dave McMenamin (@mcten) January 23, 2020 Það er hins vegar að ljóst að ef „óvinirnir“ Dwight Howard og Kobe Bryant vinna saman þá er Dwight Howard orðinn mjög sigurstranglegur í troðslukeppninni í ár. Dwight Howard er með 7,7 stig, 7,6 fráköst og 1,4 varið skot að meðaltali á 19,9 mínútum með Lakers liðinu í vetur auk þess að hitta úr 73 prósent skota sinna. NBA Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Dwight Howard er kominn aftur til Los Angeles Lakers og er að gera fína hluti af bekknum. Hann ætlar líka að koma sér aðeins í sviðsljósið á Stjörnuhelginni í Chicago með því að taka aftur þátt í troðslukeppninni. Dwight Howard vann troðslukeppni Stjörnuhelgarinnar fyrir tólf árum og þá í gervi Súperman. Dwight Howard var þá ein allra stærsta stjarna deildarinnar en eftir árin með Orlando Magic tók við ekki alveg eins góðir tímar hjá kappanum. Dwight Howard says he wants to get Kobe to be part of his dunk contest performance He hasn't asked him yet because he wants Lakers fans to back the idea first pic.twitter.com/L0SFp2sCaC— Bleacher Report (@BleacherReport) January 23, 2020 Dwight Howard fór meðal annars til Los Angeles Lakers árið 2012 en sambúðin við hinn einbeitta Kobe Bryant gekk illa hjá hinum léttlynda og kærulausa miðherja og Lakers liðið datt úr í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Mikið var gert úr ósætti Dwight Howard og Kobe Bryant. Howard flakkaði mikið á næstu árum og spilaði með Houston Rockets, Atlanta Hawks, Charlotte Hornets og Washington Wizards. Nú hefur Dwight Howard aftur á móti fengið annað tækifæri hjá Lakers og nú við hlið þeirra LeBron James og Anthony Davis. Samkvæmt heimildum Bill Oram á The Athletic þá er Dwight Howard að reyna að fá Kobe Bryant til að hjálpa sér í troðslukeppninni í Chicago. Það fylgir ekki sögunni hvað Kobe eigi að gera eða hvort að hann hafi einhvern áhuga á því. Dwight Howard vill fá hjálp stuðningsmanna Lakers til að pressa á Kobe að verða við þessari beiðni hans. New story: The NBA didn’t ask Dwight to be in the dunk contest, he asked them. And now he wants Lakers fans to ask Kobe to help him out in Chicago https://t.co/5NqgFn79KV— Dave McMenamin (@mcten) January 23, 2020 Það er hins vegar að ljóst að ef „óvinirnir“ Dwight Howard og Kobe Bryant vinna saman þá er Dwight Howard orðinn mjög sigurstranglegur í troðslukeppninni í ár. Dwight Howard er með 7,7 stig, 7,6 fráköst og 1,4 varið skot að meðaltali á 19,9 mínútum með Lakers liðinu í vetur auk þess að hitta úr 73 prósent skota sinna.
NBA Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira