Þetta er leikskólinn Hagaborg Ólafur Brynjar Bjarkason skrifar 23. janúar 2020 14:00 Þetta er leikskólinn Hagaborg. Hér starfa ég dags daglega við að stýra leikskólastarfi fyrir Reykjavíkurborg. Starfið er skemmtilegt og ég vil gjarnan halda því áfram. Mér rennur blóð til skyldunnar að sinna þessu starfi vel, hafandi verið tengdur Hagaborg í bráðum 20 ár. Ég hef sinnt flestum störfum innan leikskólans, tvö af börnunum mínum voru þar, konan mín hefur starfað þar og margir núverandi og fyrrverandi Hagaborgarar eru vinir mínir. Mér finnst því mikilvægt að vel sé staðið að starfinu í Hagaborg. Ég veit ekki hvort að fólk átti sig á því hvernig er að vera leikskólakennari í dag. Það er að vissu leyti eins og að standa upp á dekki á risastóru skipi sem siglir rétt fyrir utan höfnina og allt samfélagið stendur á bryggjunni og horfir á. Og við erum hægt og rólega að sökkva. En fáir kippa sér upp við það. Ég veit að starfið í Hagaborg er gott, einfaldlega vegna þess að ég er með frábæran hóp af starfsfólki og stjórnendum sem eru hluti af sterkum kjarna sem hafa starfað í Hagaborg í mörg ár og ætla flestir að gera svo áfram. Síðar á árinu verður Hagaborgin 60 ára og munum við fagna því eins og vera ber. En ég velti því stundum fyrir mér hvernig staðan verður í Hagaborg þegar hún verður 70 ára eða 80 ára. Þá verða flestir úr þessum sterka kjarna farnir á eftirlaun og í dag eru ekki margir sem standa í röð til að fylla í skarðið. Þeir eru reyndar örfáir. Staðan er eitthvað á þessa leið. Álagið við að starfa í leikskóla er töluvert og t.a.m. hafa margir leikskólakennara farið til starfa á öðrum vettvangi. Sumir eftir að hafa verið í veikindaleyfi frá leikskólastarfinu. Álagið stafar meðal annars út af því að það eru of mörg börn, í of litlu rými, í of langan tíma á dag. Allt of margir leikskólar eru í húsnæði sem hentar ekki starfseminni – deildir eru litlar, lítil sem engin aðstaða er fyrir starfsfólk og lóðir eru úr sér gengnar. Svo eru fáir að fara í námið, sem þýðir að hópurinn sem ætti að koma til að taka við keflinu er ekki til staðar. Hagaborg.Hagaborg. En! En! En! Málið er! Að í leikskólum þar sem starfar góður kjarni af starfsfólki og leikskólakennarar eru faglegir leiðtogar. Þar er ekki endilega svo mikið álag. Þar er starfið í föstum skorðum. Börnin og starfsfólkið finna fyrir öryggi og allir vita til hvers er ætlast = Öllum líður vel. Ég vil líka taka fram að Reykjavíkurborg (ég þekki ekki jafnvel önnur sveitarfélög) hefur tekið mörg góð skref í áttina að því að bæta vinnuaðstæður í leikskólum. Það má ekki gleyma því. Það er markvisst verið að fækka börnum á deildum, aukið fjármagn er að fara í húsnæði og lóðir og nú er nýtt og spennandi verkefni að fara af stað í Breiðholti sem ég held að gæti haft jákvæð áhrif fyrir leikskólastarf. Bær í borg. Þannig að það er verið að laga sökkvandi skipið og við erum rétt svo á floti. Það sem ég er að reyna að segja hérna er að ef heldur fram sem horfir verður starf í leikskóla mikið álagsstarf. Mikil starfsmannavelta og fáir fagaðilar að störfum = mikið álag = fáir haldast í starfinu = ekkert gæðastarf = engum líður vel. Ég veit að þetta er hættan vegna þess að þetta er þegar að gerast. Því miður. Ég vona bara að þegar mín kæra Hagaborg verður 80 ára verði leikskólastarf í gangi í leikskólanum sem hún á skilið. Höfundur er leikskólastjóri Hagaborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Þetta er leikskólinn Hagaborg. Hér starfa ég dags daglega við að stýra leikskólastarfi fyrir Reykjavíkurborg. Starfið er skemmtilegt og ég vil gjarnan halda því áfram. Mér rennur blóð til skyldunnar að sinna þessu starfi vel, hafandi verið tengdur Hagaborg í bráðum 20 ár. Ég hef sinnt flestum störfum innan leikskólans, tvö af börnunum mínum voru þar, konan mín hefur starfað þar og margir núverandi og fyrrverandi Hagaborgarar eru vinir mínir. Mér finnst því mikilvægt að vel sé staðið að starfinu í Hagaborg. Ég veit ekki hvort að fólk átti sig á því hvernig er að vera leikskólakennari í dag. Það er að vissu leyti eins og að standa upp á dekki á risastóru skipi sem siglir rétt fyrir utan höfnina og allt samfélagið stendur á bryggjunni og horfir á. Og við erum hægt og rólega að sökkva. En fáir kippa sér upp við það. Ég veit að starfið í Hagaborg er gott, einfaldlega vegna þess að ég er með frábæran hóp af starfsfólki og stjórnendum sem eru hluti af sterkum kjarna sem hafa starfað í Hagaborg í mörg ár og ætla flestir að gera svo áfram. Síðar á árinu verður Hagaborgin 60 ára og munum við fagna því eins og vera ber. En ég velti því stundum fyrir mér hvernig staðan verður í Hagaborg þegar hún verður 70 ára eða 80 ára. Þá verða flestir úr þessum sterka kjarna farnir á eftirlaun og í dag eru ekki margir sem standa í röð til að fylla í skarðið. Þeir eru reyndar örfáir. Staðan er eitthvað á þessa leið. Álagið við að starfa í leikskóla er töluvert og t.a.m. hafa margir leikskólakennara farið til starfa á öðrum vettvangi. Sumir eftir að hafa verið í veikindaleyfi frá leikskólastarfinu. Álagið stafar meðal annars út af því að það eru of mörg börn, í of litlu rými, í of langan tíma á dag. Allt of margir leikskólar eru í húsnæði sem hentar ekki starfseminni – deildir eru litlar, lítil sem engin aðstaða er fyrir starfsfólk og lóðir eru úr sér gengnar. Svo eru fáir að fara í námið, sem þýðir að hópurinn sem ætti að koma til að taka við keflinu er ekki til staðar. Hagaborg.Hagaborg. En! En! En! Málið er! Að í leikskólum þar sem starfar góður kjarni af starfsfólki og leikskólakennarar eru faglegir leiðtogar. Þar er ekki endilega svo mikið álag. Þar er starfið í föstum skorðum. Börnin og starfsfólkið finna fyrir öryggi og allir vita til hvers er ætlast = Öllum líður vel. Ég vil líka taka fram að Reykjavíkurborg (ég þekki ekki jafnvel önnur sveitarfélög) hefur tekið mörg góð skref í áttina að því að bæta vinnuaðstæður í leikskólum. Það má ekki gleyma því. Það er markvisst verið að fækka börnum á deildum, aukið fjármagn er að fara í húsnæði og lóðir og nú er nýtt og spennandi verkefni að fara af stað í Breiðholti sem ég held að gæti haft jákvæð áhrif fyrir leikskólastarf. Bær í borg. Þannig að það er verið að laga sökkvandi skipið og við erum rétt svo á floti. Það sem ég er að reyna að segja hérna er að ef heldur fram sem horfir verður starf í leikskóla mikið álagsstarf. Mikil starfsmannavelta og fáir fagaðilar að störfum = mikið álag = fáir haldast í starfinu = ekkert gæðastarf = engum líður vel. Ég veit að þetta er hættan vegna þess að þetta er þegar að gerast. Því miður. Ég vona bara að þegar mín kæra Hagaborg verður 80 ára verði leikskólastarf í gangi í leikskólanum sem hún á skilið. Höfundur er leikskólastjóri Hagaborgar.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar