Þetta er leikskólinn Hagaborg Ólafur Brynjar Bjarkason skrifar 23. janúar 2020 14:00 Þetta er leikskólinn Hagaborg. Hér starfa ég dags daglega við að stýra leikskólastarfi fyrir Reykjavíkurborg. Starfið er skemmtilegt og ég vil gjarnan halda því áfram. Mér rennur blóð til skyldunnar að sinna þessu starfi vel, hafandi verið tengdur Hagaborg í bráðum 20 ár. Ég hef sinnt flestum störfum innan leikskólans, tvö af börnunum mínum voru þar, konan mín hefur starfað þar og margir núverandi og fyrrverandi Hagaborgarar eru vinir mínir. Mér finnst því mikilvægt að vel sé staðið að starfinu í Hagaborg. Ég veit ekki hvort að fólk átti sig á því hvernig er að vera leikskólakennari í dag. Það er að vissu leyti eins og að standa upp á dekki á risastóru skipi sem siglir rétt fyrir utan höfnina og allt samfélagið stendur á bryggjunni og horfir á. Og við erum hægt og rólega að sökkva. En fáir kippa sér upp við það. Ég veit að starfið í Hagaborg er gott, einfaldlega vegna þess að ég er með frábæran hóp af starfsfólki og stjórnendum sem eru hluti af sterkum kjarna sem hafa starfað í Hagaborg í mörg ár og ætla flestir að gera svo áfram. Síðar á árinu verður Hagaborgin 60 ára og munum við fagna því eins og vera ber. En ég velti því stundum fyrir mér hvernig staðan verður í Hagaborg þegar hún verður 70 ára eða 80 ára. Þá verða flestir úr þessum sterka kjarna farnir á eftirlaun og í dag eru ekki margir sem standa í röð til að fylla í skarðið. Þeir eru reyndar örfáir. Staðan er eitthvað á þessa leið. Álagið við að starfa í leikskóla er töluvert og t.a.m. hafa margir leikskólakennara farið til starfa á öðrum vettvangi. Sumir eftir að hafa verið í veikindaleyfi frá leikskólastarfinu. Álagið stafar meðal annars út af því að það eru of mörg börn, í of litlu rými, í of langan tíma á dag. Allt of margir leikskólar eru í húsnæði sem hentar ekki starfseminni – deildir eru litlar, lítil sem engin aðstaða er fyrir starfsfólk og lóðir eru úr sér gengnar. Svo eru fáir að fara í námið, sem þýðir að hópurinn sem ætti að koma til að taka við keflinu er ekki til staðar. Hagaborg.Hagaborg. En! En! En! Málið er! Að í leikskólum þar sem starfar góður kjarni af starfsfólki og leikskólakennarar eru faglegir leiðtogar. Þar er ekki endilega svo mikið álag. Þar er starfið í föstum skorðum. Börnin og starfsfólkið finna fyrir öryggi og allir vita til hvers er ætlast = Öllum líður vel. Ég vil líka taka fram að Reykjavíkurborg (ég þekki ekki jafnvel önnur sveitarfélög) hefur tekið mörg góð skref í áttina að því að bæta vinnuaðstæður í leikskólum. Það má ekki gleyma því. Það er markvisst verið að fækka börnum á deildum, aukið fjármagn er að fara í húsnæði og lóðir og nú er nýtt og spennandi verkefni að fara af stað í Breiðholti sem ég held að gæti haft jákvæð áhrif fyrir leikskólastarf. Bær í borg. Þannig að það er verið að laga sökkvandi skipið og við erum rétt svo á floti. Það sem ég er að reyna að segja hérna er að ef heldur fram sem horfir verður starf í leikskóla mikið álagsstarf. Mikil starfsmannavelta og fáir fagaðilar að störfum = mikið álag = fáir haldast í starfinu = ekkert gæðastarf = engum líður vel. Ég veit að þetta er hættan vegna þess að þetta er þegar að gerast. Því miður. Ég vona bara að þegar mín kæra Hagaborg verður 80 ára verði leikskólastarf í gangi í leikskólanum sem hún á skilið. Höfundur er leikskólastjóri Hagaborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Þetta er leikskólinn Hagaborg. Hér starfa ég dags daglega við að stýra leikskólastarfi fyrir Reykjavíkurborg. Starfið er skemmtilegt og ég vil gjarnan halda því áfram. Mér rennur blóð til skyldunnar að sinna þessu starfi vel, hafandi verið tengdur Hagaborg í bráðum 20 ár. Ég hef sinnt flestum störfum innan leikskólans, tvö af börnunum mínum voru þar, konan mín hefur starfað þar og margir núverandi og fyrrverandi Hagaborgarar eru vinir mínir. Mér finnst því mikilvægt að vel sé staðið að starfinu í Hagaborg. Ég veit ekki hvort að fólk átti sig á því hvernig er að vera leikskólakennari í dag. Það er að vissu leyti eins og að standa upp á dekki á risastóru skipi sem siglir rétt fyrir utan höfnina og allt samfélagið stendur á bryggjunni og horfir á. Og við erum hægt og rólega að sökkva. En fáir kippa sér upp við það. Ég veit að starfið í Hagaborg er gott, einfaldlega vegna þess að ég er með frábæran hóp af starfsfólki og stjórnendum sem eru hluti af sterkum kjarna sem hafa starfað í Hagaborg í mörg ár og ætla flestir að gera svo áfram. Síðar á árinu verður Hagaborgin 60 ára og munum við fagna því eins og vera ber. En ég velti því stundum fyrir mér hvernig staðan verður í Hagaborg þegar hún verður 70 ára eða 80 ára. Þá verða flestir úr þessum sterka kjarna farnir á eftirlaun og í dag eru ekki margir sem standa í röð til að fylla í skarðið. Þeir eru reyndar örfáir. Staðan er eitthvað á þessa leið. Álagið við að starfa í leikskóla er töluvert og t.a.m. hafa margir leikskólakennara farið til starfa á öðrum vettvangi. Sumir eftir að hafa verið í veikindaleyfi frá leikskólastarfinu. Álagið stafar meðal annars út af því að það eru of mörg börn, í of litlu rými, í of langan tíma á dag. Allt of margir leikskólar eru í húsnæði sem hentar ekki starfseminni – deildir eru litlar, lítil sem engin aðstaða er fyrir starfsfólk og lóðir eru úr sér gengnar. Svo eru fáir að fara í námið, sem þýðir að hópurinn sem ætti að koma til að taka við keflinu er ekki til staðar. Hagaborg.Hagaborg. En! En! En! Málið er! Að í leikskólum þar sem starfar góður kjarni af starfsfólki og leikskólakennarar eru faglegir leiðtogar. Þar er ekki endilega svo mikið álag. Þar er starfið í föstum skorðum. Börnin og starfsfólkið finna fyrir öryggi og allir vita til hvers er ætlast = Öllum líður vel. Ég vil líka taka fram að Reykjavíkurborg (ég þekki ekki jafnvel önnur sveitarfélög) hefur tekið mörg góð skref í áttina að því að bæta vinnuaðstæður í leikskólum. Það má ekki gleyma því. Það er markvisst verið að fækka börnum á deildum, aukið fjármagn er að fara í húsnæði og lóðir og nú er nýtt og spennandi verkefni að fara af stað í Breiðholti sem ég held að gæti haft jákvæð áhrif fyrir leikskólastarf. Bær í borg. Þannig að það er verið að laga sökkvandi skipið og við erum rétt svo á floti. Það sem ég er að reyna að segja hérna er að ef heldur fram sem horfir verður starf í leikskóla mikið álagsstarf. Mikil starfsmannavelta og fáir fagaðilar að störfum = mikið álag = fáir haldast í starfinu = ekkert gæðastarf = engum líður vel. Ég veit að þetta er hættan vegna þess að þetta er þegar að gerast. Því miður. Ég vona bara að þegar mín kæra Hagaborg verður 80 ára verði leikskólastarf í gangi í leikskólanum sem hún á skilið. Höfundur er leikskólastjóri Hagaborgar.
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar