Handbolti

Haukar sáu til þess að Afturelding er enn án stiga

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðrún Erla fór mikinn í liði Hauka í kvöld og skoraði sex mörk.
Guðrún Erla fór mikinn í liði Hauka í kvöld og skoraði sex mörk. Vísir/Vilhelm

Haukar lönduðu sínum fimmta sigri í Olís deild kvenna í kvöld er liðið heimsótti Aftureldingu að Varmá í Mosfellsbæ í 13. umferð deildarinnar. Eftir að staðan var jöfn 11-11 í hálfleik þá unnu Haukar fjögurra marka sigur, lokatölur 25-21.

Eftir jafnan fyrri hálfleik þá náði Afturelding óvæntri tveggja marka forystu eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik, staðan þá 15-13. Haukastúlkur létu það ekki á sig fá, jöfnuðu metin og voru komnar þremur mörkum yfir þegar tíu mínútur voru til leiksloka.

Gestirnir lönduðu svo á endanum stigunum tveimur eftir fjögurra marka sigur, lokatölur 25-21. Þar með fara Haukar upp í 12 stig og jafna HK að stigum en Kópavogsliðið er sem stendur í 4. sæti deildarinnar. Mosfellingar reka hins vegar lestina, án stiga.

Guðrún Erla Bjarnadóttir og Sara Odden voru markahæstar í liði Hauka með sex mörk hvor. Hjá Aftureldingu var Ragnhildur Hjartardóttir markahæst, einnig með sex mörk.

 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.