Handbolti

Valur framlengir við Snorra Stein og Ágúst

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Snorri Steinn er á sínu þriðja tímabili með Val.
Snorri Steinn er á sínu þriðja tímabili með Val. vísir/daníel

Handknattleiksdeild Vals hefur framlengt samninga þeirra Snorra Steins Guðjónssonar og Ágústs Jóhannssonar til þriggja ára. Þeir þjálfa meistaraflokka Vals.

„Þjálfararnir eru klárlega í hópi hæfustu þjálfara landsins og þó víðar væri leitað,“ segir Gísli H. Gunnlaugsson, formaður handknattleiksdeildar Vals, í fréttatilkynningu frá félaginu.

Snorri Steinn kom aftur heim eftir mörg ár í atvinnumennsku og tók við karlaliði Vals 2017. Fyrstu tvö árin stýrði hann liðinu með Guðlaugi Arnarssyni en hefur verið einn með það á þessu tímabili.

Ágúst kom einnig í Val sumarið 2017 og tók við kvennaliði félagsins. Á fyrsta tímabili Ágústs með liðið varð það deildarmeistari og komst í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Þar laut Valur í lægra haldi fyrir Fram, 3-1.

Á síðasta tímabili vann Valur alla titlana sem í boði voru; varð Íslands-, bikar- og deildarmeistari. Í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn vann Valur Fram, 3-0.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.