Fótbolti

Guð­mundur í MLS-deildina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðmundur var tilkynntur í dag.
Guðmundur var tilkynntur í dag. mynd/heimasíða new york

Guðmundur Þórarinsson hefur skrifað undir samning við New York City í MLS-deildinni.

Guðmundur ákvað að skrifa ekki undir nýjan samning við Norrköping þar sem hann hafði leikið frá árinu 2017 en áður var hann í Danmörku og Noregi.

Hann spilaði 84 deildarleiki fyrir Norrköping og skoraði í þeim leikjum fjögur mörk auk þess að legja upp fimmtan mörk.

„Að ganga í raðir New York City er stór ákvörðun á mínum ferli. Ég hef bara heyrt góða hluti um félagið og mig hlakakr til að byrja og spila fótbolta aftur,“ sagði hann við heimasíðu félagsins.







„Ég hef séð hvernig Ronny vinnur og hvernig hann vill spila fótbolta svo það spilaði stóran þátt í ákvörðuninni. Hann vill halda boltanum innan lðsins og það er eitthvað sem ég elska.“

Ronny Deila er þjálfarinn sem Guðmundur talar um en hann tók við liðinu í byrjun ársins. Áður hafði hann þjálfað Celtic og Vålerenga til að mynda.

„Guðmundur er hæfileikaríkur og klókur leikmaður. Hann er atvinnumaður og ég hef ekki heyrt neitt nema góða hluti um hann. Ég er spenntur að sjá hann í okkar liði á komandi leiktíð.“

Nánari viðtal við þjálfarann og yfirmann knattspyrnumála hjá New York City má lesa hér en liðið er ansi þekkt í Bandaríkjunum.

Patrick Viera þjálfaði liðið fyrir ekki svo löngu og stórstjörnur eins og Frank Lampard og David Villa hafa leikið með liðinu.

Selfyssingurinn er ekki að fara í neitt miðlungslið í Bandaríkjunum. Liðið endaði í efsta sæti austurdeildarinnar á síðustu leiktíð en datt út fyrir Seattle Sounders í undanúrslitunum í MLS-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×