Handbolti

Jóhann Birgir: Það ættu allir að prófa að spila með Einari og Ása

Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar
Jóhann er spenntur fyrir næstu viðureign gegn Haukum
Jóhann er spenntur fyrir næstu viðureign gegn Haukum

„Það er alltaf gott að koma heim,“ sagði Jóhann Birgir Ingvarsson, leikmaður FH, eftir fjögurra marka sigur liðsins á Aftureldingu í kvöld. Jóhann Birgir var á láni hjá HK fyrir áramót en hefur nú verið kallaður aftur heim í Kaplakrika honum til mikillar ánægju 

„Þótt það hafi verið gaman hjá HK þá er alltaf gott að vera kominn heim.“ 

Jóhann Birgir var að spila sinn fyrsta leik fyrir FH á tímabilinu, hann átti góða innkomu og skoraði 5 mörk fyrir FH sem átti erfitt uppdráttar í leiknum. Jóhann tekur undir það að fyrri hálfleikurinn hafi verið slakur að þeirra hálfu og segir að leikmenn hafi enn verið í pásu, en þetta var fyrsti leikur ársins eftir 6 vikna landsliðspásu.

„Við vorum bara ennþá í pásu í fyrri hálfleik, það var bara þannig. Enn við náðum að bjarga rassgatinu á okkur á síðustu mínútum fyrri hálfleiks og héldum því svo bara áfram.“ 

„Það er nátturlega auðvelt að spila með þessu liði, það ættu allir að prófa að spila með Einari og Ása,“ sagði Jóhann Birgir sem sýnir þar aðdáun sína á þeim Einari Rafni Eiðssyni og Ásbirni Friðrikssyni, en báðir voru þeir ógna sterkir í leiknum.

Það er stórleikur í næstu umferð hjá FH þegar liðið mætir nágrönnum sínum og erkifjendum í Haukum. Jóhann segist vera spenntur fyrir laugardeginum.

„Ég elska að mæta Haukum, það eru lang skemmtilegustu leikirnir,“ sagði Jóhann Birgir að lokum


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.