Handbolti

Ágúst Elí fer til KIF Kolding í sumar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ágúst Elí fer til Danmerkur í sumar.
Ágúst Elí fer til Danmerkur í sumar. mynd/hsí

KIF Kolding hefur staðfest að Ágúst Elí Björgvinsson komi til liðsins frá Sävehof í sumar.

Ágúst Elí skrifaði undir tveggja ára samning við Kolding. Fyrir hjá liðinu eru tveir Íslendingar, Árni Bragi Eyjólfsson og Ólafur Gústafsson.

Ágúst Elí varð sænskur meistari með Sävehof á síðasta tímabili. Í vetur hefur hann leikið með liðinu í Meistaradeild Evrópu.

„Ég er spenntur fyrir nýjum áskorunum hjá KIF Kolding, félagi með langa og glæsilega sögu. Ég held að það sé rétt skref að færa mig yfir í dönsku úrvalsdeildina,“ segir Ágúst Elí á heimasíðu Kolding.

Hinn 24 ára Ágúst Elí lék ekki með Íslandi á EM í þessum mánuði. Hann hefur farið á tvö stórmót með íslenska liðinu, EM 2018 og HM 2019.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.