Viðskipti innlent

Borgarverk átti lægsta boð í nýjan veg við Seljalandsfoss

Kristján Már Unnarsson skrifar
Frá núverandi vegi við Seljalandsfoss. Myndin var tekin sumarið 2015. Nýi vegurinn verður lagður vestar og fjær fossinum.
Frá núverandi vegi við Seljalandsfoss. Myndin var tekin sumarið 2015. Nýi vegurinn verður lagður vestar og fjær fossinum. visir/egill

Borgarverk í Borgarnesi bauð lægst í gerð nýs vegar að Seljalandsfossi en tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni í gær. Leggja á nýja veginn mun vestar en núverandi vegur liggur, með gatnamótum við Suðurlandsveg fjær brekkurótunum en nær Markarfljótsbrú, samkvæmt breyttu aðalskipulagi, sem sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti fyrir ári.

Deiliskipulagstillagan í kynningargögnum sveitarfélagsins. Seljalandsfoss neðst til hægri.Mynd/Rangárþing eystra.

Nýi vegurinn verður um 1,1 kílómetra langur. Hann mun liggja frá hringveginum og tengjast núverandi Þórsmerkurvegi við Gljúfurá en þar eru tjaldsvæðið á Hamragörðum og fossinn Gljúfrabúi. Verkið á vinna hratt og á því að vera að fullu lokið fyrir 1. júlí í sumar. 

Núverandi vegur verður þó áfram aðkomuleið að skógræktarsvæði við Kverkarhelli. Jafnframt er legu göngu- og reiðleiða á svæðinu breytt. 

Tilboð Borgarverks hljóðaði upp á tæpar 48,8 milljónir króna og var nánast á pari við áætlaðan verktakakostnað, sem var upp á 48,7 milljónir króna. Næstlægsta boð átti Þjótandi á Hellu, 52,2 milljónir króna, sem var sjö prósent yfir kostnaðaráætlun. 

Alls bárust sjö tilboð í verkið, það hæsta frá Snóki verktökum á Akranesi upp á 146,6 milljónir króna, sem er þreföld kostnaðaráætlun. 

Seljalandsfoss er einn fjölsóttasti áningarstaður ferðamanna á Íslandi.Vísir/Egill.

Hér má sjá athyglisvert myndband sem vegfarandi tók sumarið 2017 af ástandinu við Seljalandsfoss:


Tengdar fréttir

Stofna félag um rekstur við Seljalandsfoss

Rangárþing eystra og Landeigendafélag Seljalandsfoss undirbúa stofnun sameiginlegs rekstrarfélags um framkvæmdir og rekstur við Seljalandsfoss og Hamragarðasvæðið.

Mikill fjöldi ferðamanna leggur með fram veginum til að forðast gjaldskyld stæði við Seljalandsfoss

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að lögreglan hafi haft afskipti af bílum núna sem leggja þarna fyrir helgi og sé með þetta í skoðun. "Það er staðreynd að þarna eru ökutæki sem trufla og tefja umferð en ég veit ekki hvort ástæðan sé að menn tími ekki að borga eða að stæðin séu full. Ég þori ekki að fullyrða um það.“


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,9
82
106.936
ICESEA
0,41
2
6.086
VIS
0,32
9
191.838
ORIGO
0,24
3
1.239
BRIM
0
5
2.969

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-1,57
32
267.439
ARION
-1,24
25
511.397
HAGA
-1,24
10
421.666
SIMINN
-1,19
5
124.815
EIK
-1,13
3
4.919
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.