EM í dag: Íslendingar með flauturnar í Vín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2020 13:30 Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma saman í Vín. Hér eru þeir á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Getty/ MARIJAN MURAT Annar dagur Evrópumótsins í handbolta fer fram í dag þar sem verða sex leikir verða spilaðir. Þetta eru fyrstu leikirnir í B-, D- og F-riðli. Íslenska landsliðið spilar ekki fyrsta leikinn sinn fyrr en á morgun en líkt og í gær þá verða Íslendingar samt í sviðsljósinu. íslenska dómaraparið Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma sinn fyrsta leik í dag. Anton og Jónas dæma leik Austurríkismanna og Tékka sem fer fram í Vínarborg og hefst klukkan 17.15. Þetta er fyrsti leikurinn í A-riðlinum. Þetta er í fyrsta sinn Anton og Jónas dæma saman í lokakeppni EM. Anton hefur tekið þátt tvisvar áður og þá með Hlyni Leifssyni. Þeir dæmdu saman á EM kvenna í Makedóníu 2008 og fjórum árum síðar á EM karla í Serbíu. Tékkar unnu sinn riðil í undankeppninni en lið Hvíta Rússlands og Bosníu fylgdu þeim á EM upp úr riðlinum þar sem sá riðill var einn af þeim sem þrjú lið fengu farseðil í úrslitakeppnina. Austurríkismenn fengu sæti á EM sem gestgjafar. Leikurinn í dag verður fyrsti leikur austurríska landsliðsins á stórmóti síðan að Patrekur Jóhannesson hætti sem þjálfari liðsins eftir rúmlega átta ára starf. Patrekur fór með austurríska landsliðið á fjögur stórmót eða EM 2014, HM 2015, EM 2018 og HM 2019. Þjálfari austurríska landsliðsins í dag er Slóveninn Ales Pajovic en hann er fæddur á sama ári og Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins. Pajovic var spilandi þjálfari HSG Graz í mörg ár áður en hann tók við austurríska landsliðinu. Kristján Andrésson stýrir síðan liði Svia sem mætir Sviss í fyrsta leik sínum í F-riðilinum. Sá leikur fer fram í Gautaborg í Svíþjóð. Frakkar og Norðmenn hefja líka keppni á mótinu í dag en riðill þeirra er spilaður í Þrándheimi í Noregi. Frakkar mæta Portúgölum í fyrsta leik en Norðmanna bíður leikur á móti Bosníu.Leikir dagsins á EM 2020:B-riðill Kl. 17.15 Tékkland - Austurríki Kl. 19.30 Norður Makadónía - ÚkraínaD-riðill Kl. 17.15 Frakkland - Portúgal Kl. 19.30 Noregur - BosníaF-riðill Kl. 17.15 Slóvenía - Póllands Kl. 19.30 Svíþjóð - Sviss EM 2020 í handbolta Mest lesið Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira
Annar dagur Evrópumótsins í handbolta fer fram í dag þar sem verða sex leikir verða spilaðir. Þetta eru fyrstu leikirnir í B-, D- og F-riðli. Íslenska landsliðið spilar ekki fyrsta leikinn sinn fyrr en á morgun en líkt og í gær þá verða Íslendingar samt í sviðsljósinu. íslenska dómaraparið Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma sinn fyrsta leik í dag. Anton og Jónas dæma leik Austurríkismanna og Tékka sem fer fram í Vínarborg og hefst klukkan 17.15. Þetta er fyrsti leikurinn í A-riðlinum. Þetta er í fyrsta sinn Anton og Jónas dæma saman í lokakeppni EM. Anton hefur tekið þátt tvisvar áður og þá með Hlyni Leifssyni. Þeir dæmdu saman á EM kvenna í Makedóníu 2008 og fjórum árum síðar á EM karla í Serbíu. Tékkar unnu sinn riðil í undankeppninni en lið Hvíta Rússlands og Bosníu fylgdu þeim á EM upp úr riðlinum þar sem sá riðill var einn af þeim sem þrjú lið fengu farseðil í úrslitakeppnina. Austurríkismenn fengu sæti á EM sem gestgjafar. Leikurinn í dag verður fyrsti leikur austurríska landsliðsins á stórmóti síðan að Patrekur Jóhannesson hætti sem þjálfari liðsins eftir rúmlega átta ára starf. Patrekur fór með austurríska landsliðið á fjögur stórmót eða EM 2014, HM 2015, EM 2018 og HM 2019. Þjálfari austurríska landsliðsins í dag er Slóveninn Ales Pajovic en hann er fæddur á sama ári og Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins. Pajovic var spilandi þjálfari HSG Graz í mörg ár áður en hann tók við austurríska landsliðinu. Kristján Andrésson stýrir síðan liði Svia sem mætir Sviss í fyrsta leik sínum í F-riðilinum. Sá leikur fer fram í Gautaborg í Svíþjóð. Frakkar og Norðmenn hefja líka keppni á mótinu í dag en riðill þeirra er spilaður í Þrándheimi í Noregi. Frakkar mæta Portúgölum í fyrsta leik en Norðmanna bíður leikur á móti Bosníu.Leikir dagsins á EM 2020:B-riðill Kl. 17.15 Tékkland - Austurríki Kl. 19.30 Norður Makadónía - ÚkraínaD-riðill Kl. 17.15 Frakkland - Portúgal Kl. 19.30 Noregur - BosníaF-riðill Kl. 17.15 Slóvenía - Póllands Kl. 19.30 Svíþjóð - Sviss
EM 2020 í handbolta Mest lesið Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira