EM í dag: Íslendingar með flauturnar í Vín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2020 13:30 Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma saman í Vín. Hér eru þeir á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Getty/ MARIJAN MURAT Annar dagur Evrópumótsins í handbolta fer fram í dag þar sem verða sex leikir verða spilaðir. Þetta eru fyrstu leikirnir í B-, D- og F-riðli. Íslenska landsliðið spilar ekki fyrsta leikinn sinn fyrr en á morgun en líkt og í gær þá verða Íslendingar samt í sviðsljósinu. íslenska dómaraparið Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma sinn fyrsta leik í dag. Anton og Jónas dæma leik Austurríkismanna og Tékka sem fer fram í Vínarborg og hefst klukkan 17.15. Þetta er fyrsti leikurinn í A-riðlinum. Þetta er í fyrsta sinn Anton og Jónas dæma saman í lokakeppni EM. Anton hefur tekið þátt tvisvar áður og þá með Hlyni Leifssyni. Þeir dæmdu saman á EM kvenna í Makedóníu 2008 og fjórum árum síðar á EM karla í Serbíu. Tékkar unnu sinn riðil í undankeppninni en lið Hvíta Rússlands og Bosníu fylgdu þeim á EM upp úr riðlinum þar sem sá riðill var einn af þeim sem þrjú lið fengu farseðil í úrslitakeppnina. Austurríkismenn fengu sæti á EM sem gestgjafar. Leikurinn í dag verður fyrsti leikur austurríska landsliðsins á stórmóti síðan að Patrekur Jóhannesson hætti sem þjálfari liðsins eftir rúmlega átta ára starf. Patrekur fór með austurríska landsliðið á fjögur stórmót eða EM 2014, HM 2015, EM 2018 og HM 2019. Þjálfari austurríska landsliðsins í dag er Slóveninn Ales Pajovic en hann er fæddur á sama ári og Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins. Pajovic var spilandi þjálfari HSG Graz í mörg ár áður en hann tók við austurríska landsliðinu. Kristján Andrésson stýrir síðan liði Svia sem mætir Sviss í fyrsta leik sínum í F-riðilinum. Sá leikur fer fram í Gautaborg í Svíþjóð. Frakkar og Norðmenn hefja líka keppni á mótinu í dag en riðill þeirra er spilaður í Þrándheimi í Noregi. Frakkar mæta Portúgölum í fyrsta leik en Norðmanna bíður leikur á móti Bosníu.Leikir dagsins á EM 2020:B-riðill Kl. 17.15 Tékkland - Austurríki Kl. 19.30 Norður Makadónía - ÚkraínaD-riðill Kl. 17.15 Frakkland - Portúgal Kl. 19.30 Noregur - BosníaF-riðill Kl. 17.15 Slóvenía - Póllands Kl. 19.30 Svíþjóð - Sviss EM 2020 í handbolta Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
Annar dagur Evrópumótsins í handbolta fer fram í dag þar sem verða sex leikir verða spilaðir. Þetta eru fyrstu leikirnir í B-, D- og F-riðli. Íslenska landsliðið spilar ekki fyrsta leikinn sinn fyrr en á morgun en líkt og í gær þá verða Íslendingar samt í sviðsljósinu. íslenska dómaraparið Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma sinn fyrsta leik í dag. Anton og Jónas dæma leik Austurríkismanna og Tékka sem fer fram í Vínarborg og hefst klukkan 17.15. Þetta er fyrsti leikurinn í A-riðlinum. Þetta er í fyrsta sinn Anton og Jónas dæma saman í lokakeppni EM. Anton hefur tekið þátt tvisvar áður og þá með Hlyni Leifssyni. Þeir dæmdu saman á EM kvenna í Makedóníu 2008 og fjórum árum síðar á EM karla í Serbíu. Tékkar unnu sinn riðil í undankeppninni en lið Hvíta Rússlands og Bosníu fylgdu þeim á EM upp úr riðlinum þar sem sá riðill var einn af þeim sem þrjú lið fengu farseðil í úrslitakeppnina. Austurríkismenn fengu sæti á EM sem gestgjafar. Leikurinn í dag verður fyrsti leikur austurríska landsliðsins á stórmóti síðan að Patrekur Jóhannesson hætti sem þjálfari liðsins eftir rúmlega átta ára starf. Patrekur fór með austurríska landsliðið á fjögur stórmót eða EM 2014, HM 2015, EM 2018 og HM 2019. Þjálfari austurríska landsliðsins í dag er Slóveninn Ales Pajovic en hann er fæddur á sama ári og Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins. Pajovic var spilandi þjálfari HSG Graz í mörg ár áður en hann tók við austurríska landsliðinu. Kristján Andrésson stýrir síðan liði Svia sem mætir Sviss í fyrsta leik sínum í F-riðilinum. Sá leikur fer fram í Gautaborg í Svíþjóð. Frakkar og Norðmenn hefja líka keppni á mótinu í dag en riðill þeirra er spilaður í Þrándheimi í Noregi. Frakkar mæta Portúgölum í fyrsta leik en Norðmanna bíður leikur á móti Bosníu.Leikir dagsins á EM 2020:B-riðill Kl. 17.15 Tékkland - Austurríki Kl. 19.30 Norður Makadónía - ÚkraínaD-riðill Kl. 17.15 Frakkland - Portúgal Kl. 19.30 Noregur - BosníaF-riðill Kl. 17.15 Slóvenía - Póllands Kl. 19.30 Svíþjóð - Sviss
EM 2020 í handbolta Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira