Körfubolti

Magnaður LeBron í sjöunda sigri Lakers í röð

Anton Ingi Leifsson skrifar
LeBron var frábær. Hér er hann í leiknum í nótt.
LeBron var frábær. Hér er hann í leiknum í nótt. vísir/getty

LeBron James átti frábæran leik í nótt er Lakers vann fimmtán stiga sigur á Dallas, 129-114, í NBA-körfuboltanum.LeBron gerði sér lítið fyrir og skoraði 35 stig í leiknum og var stigahæsti maður vallarins. Þar að auki tók hann sextán fráköst og gaf sjö stoðsendingar.Luka Doncic skoraði 25 stig og gaf sjö stoðsendingar í liði Dallas en þetta var sjöundi sigur Lakers í röð. Dallas hefur hins vegar tapað tveimur leikjum í röð.

Grannar Lakers í röð í LA Clippers unnu níu stiga sigur á Golden State í nótt, 109-100. Kawhi Leonard var stigahæstur með 36 stig.Ekkert lið hefur unnið fleiri leiki síðustu vikur en Utah. Þeir unnu sinn áttunda sigur í röð í nótt er þeir unnu 109-92 sigur á Charlotte á heimavelli.Chicago er í tómum vandræðum. Þeir töpuðu sjötta leiknum í röð í nótt er Indiana kom í heimsókn. Lokatölur 116-105 sigur Chicago þrátt fyrir 43 stig frá Zach LaVine.

Úrslit næturinnar:

Atlanta - Washington 101-111

New Orleans - New York 123-111

Miami - Brooklyn 113-117

Indiana - Chicago 116-105

San Antonio - Memphis 121-134

Orlando - Phoenix 94-98

Charlotte - Utah 92-109

LA Lakers - Dallas 129-114

Milwaukee - Sacramento 127-106

Golden State - LA Clippers

Tengd skjöl

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.