Körfubolti

Magnaður LeBron í sjöunda sigri Lakers í röð

Anton Ingi Leifsson skrifar
LeBron var frábær. Hér er hann í leiknum í nótt.
LeBron var frábær. Hér er hann í leiknum í nótt. vísir/getty

LeBron James átti frábæran leik í nótt er Lakers vann fimmtán stiga sigur á Dallas, 129-114, í NBA-körfuboltanum.

LeBron gerði sér lítið fyrir og skoraði 35 stig í leiknum og var stigahæsti maður vallarins. Þar að auki tók hann sextán fráköst og gaf sjö stoðsendingar.

Luka Doncic skoraði 25 stig og gaf sjö stoðsendingar í liði Dallas en þetta var sjöundi sigur Lakers í röð. Dallas hefur hins vegar tapað tveimur leikjum í röð.
Grannar Lakers í röð í LA Clippers unnu níu stiga sigur á Golden State í nótt, 109-100. Kawhi Leonard var stigahæstur með 36 stig.

Ekkert lið hefur unnið fleiri leiki síðustu vikur en Utah. Þeir unnu sinn áttunda sigur í röð í nótt er þeir unnu 109-92 sigur á Charlotte á heimavelli.

Chicago er í tómum vandræðum. Þeir töpuðu sjötta leiknum í röð í nótt er Indiana kom í heimsókn. Lokatölur 116-105 sigur Chicago þrátt fyrir 43 stig frá Zach LaVine.
Úrslit næturinnar:
Atlanta - Washington 101-111
New Orleans - New York 123-111
Miami - Brooklyn 113-117
Indiana - Chicago 116-105
San Antonio - Memphis 121-134
Orlando - Phoenix 94-98
Charlotte - Utah 92-109
LA Lakers - Dallas 129-114
Milwaukee - Sacramento 127-106
Golden State - LA Clippers


NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.