Körfubolti

Kuzma fór á kostum í fjarveru ofurstjarnanna

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Kyle Kuzma og Alex Caruso ræða málin í nótt.
Kyle Kuzma og Alex Caruso ræða málin í nótt. vísir/getty

Sjö leikir fóru fram í NBA körfuboltanum vestanhafs í nótt og var lítið um óvænt úrslit þar sem toppliðin unnu sína leiki nokkuð örugglega ef frá er talið Denver Nuggets sem tapaði mjög óvænt á heimavelli fyrir Cleveland Cavaliers.

Los Angeles Lakers styrkti stöðu sína á toppi Vesturdeildarinnar með öruggum 15 stiga útisigri á Oklahoma City Thunder og það þrátt fyrir að leika án sinna skærustu stjarna þar sem LeBron James og Anthony Davis voru báðir fjarri góðu gamni. 

Kyle Kuzma steig upp í kjölfarið og skilaði 36 stigum en Rajon Rondo átti sömuleiðis góðan leik með 21 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar.

Giannis Antetokounmpo fór mikinn að venju þegar Milwaukee Bucks styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar í Austrinu þar sem gríska undrið skoraði 32 stig og tók 17 fráköst í öruggum útisigri á Portland Trail Blazers, 101-122.

Khris Middleton skoraði 30 stig og Eric Bledsoe 29 en Damian Lillard var atkvæðamestur í liði heimamanna með 26 stig.

Í Boston setti Jayson Tatum upp sýningu þar sem New Orleans Pelicans var í heimsókn en leiknum lauk með 35 stiga sigri Boston, 105-140.

Tatum skoraði 41 stig og Enes Kanter skilaði 22 stigum og 19 fráköstum af bekknum. 26. sigur Celtics á tímabilinu og sitja þeir í 3.sæti Austurdeildarinnar.

Úrslit næturinnar

Houston Rockets 139-109 Minnesota Timberwolves
Boston Celtics 140-105 New Orleans Pelicans
Detroit Pistons 99-108 Chicago Bulls 
Oklahoma City Thunder 110-125 Los Angeles Lakers
Dallas Mavericks 109-91 Philadelphia 76ers
Denver Nuggets 103-111 Cleveland Cavaliers
Portland Trail Blazers 101-122 Milwaukee Bucks

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.