Því miður, þjóðgarður lofar ekki góðu Þórir Garðarsson skrifar 13. janúar 2020 12:00 Í umræðunni um þjóðgarð á miðhálendinu er talað um hvað hann geti skapað miklar tekjur, jafnt innan sem utan svæðisins. Þessu er ekki síst haldið fram til að réttlæta háan áætlaðan rekstrarkostnað þjóðgarðsins. Ef þjóðgarðurinn á að geta skapað tekjur, þá er algjört lágmark að einhver starfsemi yfirleitt komist á laggirnar innan eða utan hans og hafi rekstrargrundvöll. Sá sem þetta ritar þekkir af eigin raun í gegnum Hveravallafélagið ehf að í þeim efnum fer hljóð og mynd ekki saman. Aðkallandi þörf fyrir endurbætur á Hveravöllum Hveravallafélagið hefur í tvo áratugi rekið aðstöðu fyrir ferðamenn á Hveravöllum. Kjarni hennar er tveir lúnir gistiskálar sem áður voru í eigu Ferðafélags Íslands, salernisgámar og geymslugámar. Þessi starfsemi ásamt bílastæðum er innan friðlýsta hverasvæðisins. Rökin með og á móti þjóðgarði á miðhálendinu eru margvísleg. Það kom samt á óvart að heyra í útvarpsviðtali í morgun að rökin fyrir þjóðgarði séu m.a. þau að illa hafi tekist til á Hveravöllum vegna þess að þar væri boðið upp á salernisaðstöðu í gámum. Þetta er í besta falli útúrsnúningur eða vanþekking til að afvegaleiða umræðuna. Ég ætla ekki að réttlæta salernisaðstöðu í gámum. Við hjá Hveravallafélaginu viljum gera betur og höfum lengi haft áhuga á að flytja þessa starfsemi alla í nýjan skála utan friðlýsta hverasvæðisins. Öll mannvirki nema gamli skáli Ferðafélagsins yrðu fjarlægð af friðlýsta svæðinu. Þetta yrði mikið framfaraspor og myndi stórbæta ásýnd og vernd þess einstaka hverasvæðis sem Hveravellir eru þekktir fyrir. Að ekki sé talað um bætta aðstöðu fyrir ferðamenn. Lamandi hönd stofnana og félagasamtaka En þá komu opinberar stofnanir og aðilar sem kenna sig við umhverfisvernd og þvælast svo hressilega fyrir að þessi áform eru nánast sjálfdauð. Þar á meðal má nefna Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun, Veðurstofuna, Skipulagsstofnun, Landvarðafélag Íslands, Ferðamálastofu og Landvernd. Þeim fannst nýi skálinn of stór og með of mörgum salernum. Þeim fannst óhæfa að þar ættu einnig að vera nokkur tveggja manna herbergi með salerni – jafnvel þó ferðamenn vilji þannig möguleika. Til að þvælast sem mest fyrir þessum áformum var þess krafist að bygging hins nýja skála og niðurrif á eldri skála færi í nýtt umhverfismat, þó svo að eldra umhverfismat á sambærilegri uppbyggingu hafi þegar átt sér stað tveimur áratugum áður. Kostnaður við umhverfismat hleypur á tugum milljóna króna og tefur framkvæmdir árum saman. Samt hefur ekkert breyst í þessum áformum eða umhverfi Hveravalla sem kallar á nýtt umhverfismat – nema að Hveravellir fóru af hinum rauða válista Umhverfisstofnunar fyrir um 6 árum síðan. Áhugi á uppbyggingu Rekstur núverandi starfsemi á Hveravöllum er á mörkum þess að bera sig. Eigendur Hveravallafélagsins hafa lagt í rúmlega 100 milljón króna framkvæmdir undanfarin ár m.a. við endurbætur á kaldavatnslögn svæðisins og nýja afkastamikla rotþró í samvinnu við Umhverfisstofnun. Sömuleiðis tekur Hveravallafélagið fjárhagslegan þátt með um 27 mkr framlagi til lagningar jarðstrengs fyrir rafmagn til að hætta rafmagnsframleiðslu með díselolíurafstöð. Nú er sá strengur kominn og var slökkt á dísilrafstöðinni í desember 2019. Með góðu og hreinu rafmagni verður nú mögulegt að hlaða rafbíla á miðju hálendi Íslands. Enginn þarf að efast um áhuga Hveravallafélagsins á því að vernda friðlýsta hverasvæðið með því að flytja alla starfsemi útfyrir það í nýjan skála. Sá skáli þarf hins vegar að standa undir sér fjárhagslega og þarf að vera af lágmarks stærð til að geta mætt breyttum kröfum og ferðavenjum og fjölgun ferðamanna sem svæðið laðar að. Holur hljómur í fullyrðingum Afstaða opinberra stofnana og félagasamtaka til umbóta á Hveravöllum sýnir að það er holur hljómur í fullyrðingum um ávinninginn af uppbyggingu þjóðgarðs á miðhálendinu. Þessir aðilar virðast helst vilja halda í óbreytta rómantík olíukyntra fjallaskála með útikamri og hrotukór á 20 manna svefnlofti. Þetta dæmi af fyrirstöðunni gegn uppbyggingu á Hveravöllum á miðhálendinu ætti að hringja aðvörunarbjöllum. Ef það má ekki bæta aðstöðuna þar og tryggja að hún standi undir sér, hvaðan eiga tekjur af þjóðgarðinum þá að koma og hver á að byggja þar upp? Og heldur einhver að fyrirstaðan og þvergirðingshátturinn minnki þegar komin verður opinber valdastofnun yfir öllu sem hreyfist innan þessa þjóðgarðs?Höfundur er stjórnarformaður Hveravallafélagsins ehf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðgarðar Þórir Garðarsson Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í umræðunni um þjóðgarð á miðhálendinu er talað um hvað hann geti skapað miklar tekjur, jafnt innan sem utan svæðisins. Þessu er ekki síst haldið fram til að réttlæta háan áætlaðan rekstrarkostnað þjóðgarðsins. Ef þjóðgarðurinn á að geta skapað tekjur, þá er algjört lágmark að einhver starfsemi yfirleitt komist á laggirnar innan eða utan hans og hafi rekstrargrundvöll. Sá sem þetta ritar þekkir af eigin raun í gegnum Hveravallafélagið ehf að í þeim efnum fer hljóð og mynd ekki saman. Aðkallandi þörf fyrir endurbætur á Hveravöllum Hveravallafélagið hefur í tvo áratugi rekið aðstöðu fyrir ferðamenn á Hveravöllum. Kjarni hennar er tveir lúnir gistiskálar sem áður voru í eigu Ferðafélags Íslands, salernisgámar og geymslugámar. Þessi starfsemi ásamt bílastæðum er innan friðlýsta hverasvæðisins. Rökin með og á móti þjóðgarði á miðhálendinu eru margvísleg. Það kom samt á óvart að heyra í útvarpsviðtali í morgun að rökin fyrir þjóðgarði séu m.a. þau að illa hafi tekist til á Hveravöllum vegna þess að þar væri boðið upp á salernisaðstöðu í gámum. Þetta er í besta falli útúrsnúningur eða vanþekking til að afvegaleiða umræðuna. Ég ætla ekki að réttlæta salernisaðstöðu í gámum. Við hjá Hveravallafélaginu viljum gera betur og höfum lengi haft áhuga á að flytja þessa starfsemi alla í nýjan skála utan friðlýsta hverasvæðisins. Öll mannvirki nema gamli skáli Ferðafélagsins yrðu fjarlægð af friðlýsta svæðinu. Þetta yrði mikið framfaraspor og myndi stórbæta ásýnd og vernd þess einstaka hverasvæðis sem Hveravellir eru þekktir fyrir. Að ekki sé talað um bætta aðstöðu fyrir ferðamenn. Lamandi hönd stofnana og félagasamtaka En þá komu opinberar stofnanir og aðilar sem kenna sig við umhverfisvernd og þvælast svo hressilega fyrir að þessi áform eru nánast sjálfdauð. Þar á meðal má nefna Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun, Veðurstofuna, Skipulagsstofnun, Landvarðafélag Íslands, Ferðamálastofu og Landvernd. Þeim fannst nýi skálinn of stór og með of mörgum salernum. Þeim fannst óhæfa að þar ættu einnig að vera nokkur tveggja manna herbergi með salerni – jafnvel þó ferðamenn vilji þannig möguleika. Til að þvælast sem mest fyrir þessum áformum var þess krafist að bygging hins nýja skála og niðurrif á eldri skála færi í nýtt umhverfismat, þó svo að eldra umhverfismat á sambærilegri uppbyggingu hafi þegar átt sér stað tveimur áratugum áður. Kostnaður við umhverfismat hleypur á tugum milljóna króna og tefur framkvæmdir árum saman. Samt hefur ekkert breyst í þessum áformum eða umhverfi Hveravalla sem kallar á nýtt umhverfismat – nema að Hveravellir fóru af hinum rauða válista Umhverfisstofnunar fyrir um 6 árum síðan. Áhugi á uppbyggingu Rekstur núverandi starfsemi á Hveravöllum er á mörkum þess að bera sig. Eigendur Hveravallafélagsins hafa lagt í rúmlega 100 milljón króna framkvæmdir undanfarin ár m.a. við endurbætur á kaldavatnslögn svæðisins og nýja afkastamikla rotþró í samvinnu við Umhverfisstofnun. Sömuleiðis tekur Hveravallafélagið fjárhagslegan þátt með um 27 mkr framlagi til lagningar jarðstrengs fyrir rafmagn til að hætta rafmagnsframleiðslu með díselolíurafstöð. Nú er sá strengur kominn og var slökkt á dísilrafstöðinni í desember 2019. Með góðu og hreinu rafmagni verður nú mögulegt að hlaða rafbíla á miðju hálendi Íslands. Enginn þarf að efast um áhuga Hveravallafélagsins á því að vernda friðlýsta hverasvæðið með því að flytja alla starfsemi útfyrir það í nýjan skála. Sá skáli þarf hins vegar að standa undir sér fjárhagslega og þarf að vera af lágmarks stærð til að geta mætt breyttum kröfum og ferðavenjum og fjölgun ferðamanna sem svæðið laðar að. Holur hljómur í fullyrðingum Afstaða opinberra stofnana og félagasamtaka til umbóta á Hveravöllum sýnir að það er holur hljómur í fullyrðingum um ávinninginn af uppbyggingu þjóðgarðs á miðhálendinu. Þessir aðilar virðast helst vilja halda í óbreytta rómantík olíukyntra fjallaskála með útikamri og hrotukór á 20 manna svefnlofti. Þetta dæmi af fyrirstöðunni gegn uppbyggingu á Hveravöllum á miðhálendinu ætti að hringja aðvörunarbjöllum. Ef það má ekki bæta aðstöðuna þar og tryggja að hún standi undir sér, hvaðan eiga tekjur af þjóðgarðinum þá að koma og hver á að byggja þar upp? Og heldur einhver að fyrirstaðan og þvergirðingshátturinn minnki þegar komin verður opinber valdastofnun yfir öllu sem hreyfist innan þessa þjóðgarðs?Höfundur er stjórnarformaður Hveravallafélagsins ehf
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun