Körfubolti

Gríska undrið skilaði tröllatölum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Giannis í nótt.
Giannis í nótt. vísirgetty

Sex leikir fóru fram í NBA-körfuboltanum í nótt. Utah vann sinn tíunda leik í röð og ekkert fékk Giannis Antetokounmpo stöðvað.

Giannis Antetokounmpo gerði sér lítið fyrir og skoraði 37 stig og tók níu fráköst er Milwaukee vann 128-102 sigur á New York á heimavelli.

Þetta var fjórði sigur Milwaukee í röð og jafnframt 36 sigurinn í 42 leikjum. Liðið með tæplega 86% sigurhlutfall í vetur.

Utah er á rosalegu skriði. Þeir unnu tíunda sigurinn í röð í nótt er liðið vann 118-107 sigur á Brooklyn á útivelli. Joe Ingles stigahæstur með 27 stig.

James Harden skoraði 41 stig er Houston tapaði 110-121 fyrir Memphis og Kawhi Leonard gerði 43 er LA Clippers hafði betur gegn Cleveland, 128-103.

Úrslit næturinnar:
Phoenix - Atlanta 110-123
Utah - Brooklyn 118-107
New York - Milwaukee 102-128
Houston - Memphis 110-121
Dallas - Golden State 124-97
Cleveland - LA Clippers 103-128

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.