Körfubolti

Gríska undrið skilaði tröllatölum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Giannis í nótt.
Giannis í nótt. vísirgetty

Sex leikir fóru fram í NBA-körfuboltanum í nótt. Utah vann sinn tíunda leik í röð og ekkert fékk Giannis Antetokounmpo stöðvað.Giannis Antetokounmpo gerði sér lítið fyrir og skoraði 37 stig og tók níu fráköst er Milwaukee vann 128-102 sigur á New York á heimavelli.Þetta var fjórði sigur Milwaukee í röð og jafnframt 36 sigurinn í 42 leikjum. Liðið með tæplega 86% sigurhlutfall í vetur.Utah er á rosalegu skriði. Þeir unnu tíunda sigurinn í röð í nótt er liðið vann 118-107 sigur á Brooklyn á útivelli. Joe Ingles stigahæstur með 27 stig.James Harden skoraði 41 stig er Houston tapaði 110-121 fyrir Memphis og Kawhi Leonard gerði 43 er LA Clippers hafði betur gegn Cleveland, 128-103.Úrslit næturinnar:

Phoenix - Atlanta 110-123

Utah - Brooklyn 118-107

New York - Milwaukee 102-128

Houston - Memphis 110-121

Dallas - Golden State 124-97

Cleveland - LA Clippers 103-128

Tengd skjöl

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.