Þess vegna vil ég engan andskotans þjóðgarð Jón Hjalti Eiríksson skrifar 15. janúar 2020 08:00 Okkur Biskupstungnamönnum þykir vænt um afréttinn okkar. Stór hluti af samfélagi okkar, menningu og sveitarbrag tengist afréttinum. Þar komum við saman og vinnum saman sem samfélag, í sjálfboðaliðastarfi við landgræðslu, uppbyggingu innviða og umhverfisvernd. Þaðan kemur féð fyrir stærstu sveitarhátíð ársins, réttirnar. Þangað fór maður sem krakki í bíltúr með ömmu og afa og hlustaði á sögur, sögur af kindum og eftirleitum, sögurnar af Reynistaðabræðrum og af Dúfunefsskeiði. Þar eiga sér sögusvið, sögurnar sem við segjum hvert öðru, af hetjuskap og hrakförum forfeðra okkar og okkar sjálfra. Söguna af því þegar afi og félagar biðu í marga klukkutíma eftir að þokunni létti, þokunni sem var hvergi annarstaðar en í dældinni þar sem þeir biðu. Söguna af því þegar við stórfjölskyldan fórum fyrst með umfram hey í barðið inni í Tjarnheiðarbrún til að stöðva uppblásturinn, ég var þar yngstur 7 mánaða gamall og Þórunn amma elst á áttræðisaldri. Um Móruferðirnar haustið sem við lentum í bylnum, og við frænka mín eltum Móru frá Heiði og Fögruhlíðar-Frökk innan frá jökli, upp í Sandfell, komum þeim austur yfir Fúlukvísl, þá upp á Þverfell og alla leið upp á toppinn á Rauðkolli og þar niður í skriðu. Afrétturinn togar okkur til sín, í fjallferðir og eftirleitir, í gönguferðir, í hestaferðir, í jeppaferðir. Við sveitungarnir sinnum málefnum afréttarins á ýmsum vettvangi, í sveitarstjórn og fjallskilanefnd, í Landgræðslufélaginu og veiðifélaginu, sem fjallkóngar og fyrirliðar og svo bara sem við sjálf án nokkurs embættis. Afrétturinn er óaðskiljanlegur hluti af sveitinni okkar, hluti sem við eigum öll saman. Afrétturinn okkar verður að stærstum hluta inni í boðuðum miðhálendisþjóðgarði. Í þjóðgarði verður afrétturinn hluti af stærra rekstrarsvæði með afréttum annarra sveita. Um málefni þess vélar umdæmisráð, með fulltrúa sveitarfélagsins, fulltrúum annarra sveitarfélaga, hagsmunaaðila og félagasamtaka. Umdæmisráðið fær verkefni eins og að „Hafa umsjón með gerð tillögu...“, „Veita umsögn um drög...“ „Gera tillögu til stjórnar..“, „Fjalla um umsóknir um leyfi...“ „Koma að undirbúningi samninga...“ o.s.frv. svo tekin séu dæmi úr drögum að frumvarpi um þjóðgarðinn. Svo verða þjóðgarðsverðir og þjóðgarðsstjórn með fulltrúum þessa og fulltrúum hins og þjóðgarðastofnun með forstjóra og svo heyrir þetta allt undir ráðherra. Svo verður stjórnar og verndaráætlun, atvinnustefna og ársáætlun, fjárhagsrammi og rekstraráætlun og samstarfsamningar. Allt mjög skilvirkt semsagt. Einhvernveginn sé ég ekki staðinn fyrir okkur þarna. Sé ekki staðinn fyrir fjallferðamenninguna, fyrir sögurnar okkar og tengsl kynslóðanna við landið, fyrir frumkvæðið og ástríðuna til að sinna því sem okkur er kært, til að sinna afréttinum okkar. Ég er hræddur um að strengurinn sem tengir okkur Tungnamenn við svæðið, við afréttinn okkar, geti slitnað, í öllum ráðunum og áætlununum, skriffinnskunni og ferlunum. Hræddur um að næsta kynslóð Tungnamanna fái ekki að fara á fjall, fara í landgræðsluferðir, hlusta á sögurnar af landinu og hetjudáðum forfeðranna, vinna að framfaramálum á afréttinum af áhuga. Fái það ekki og vilji það ekki þegar skriffinnskan hefur drepið allan áhuga. Þess vegna vil ég engan andskotans þjóðgarð. Það er ekki af eintómri tilfinningasemi sem mér líst illa á þessi áform. Svona batterí kostar líka heil ósköp og það verður enginn annar en ríkissjóður sem fær að blæða. Ríkissjóður, sem hefur nóg annað til að verja sínum peningum í. Talsmenn stofnunar þjóðgarðs vísa nokkuð til skýrslu hagfræðistofnunar Háskóla Íslands: „Áhrif friðlýstra svæða á framleiðslu og atvinnu í næsta umhverfi“. Þeir láta að því liggja að hún sýni það að friðlýsing skapi einhver ósköp verðmæta vegna aukinnar ferðamennsku. Það gerir skýrslan alls ekki. Hún sýnir bara það að ferðamenn sem skoða friðlýst svæði kaupa vörur og þjónustu þar í kring, sem hefur jákvæð efnahagsleg áhrif. Það er ekkert sem segir að þeir geri það ekki að sama skapi þó engin hefði verið friðlýsingin. Sú hugmynd að ágóði af ferðamönnum aukist eitthvað við stofnun þjóðgarðs er óskhyggja. Það þarf ekki þjóðgarð til að ákveða að skemma ekki okkar fallega land, það þarf ekki þjóðgarð til að sýna ferðamönnum okkar fallega land. Ef að ríkisvaldið langar þessi reiðinnar býsn að verja peningum skattborgaranna í uppbyggingu ferðamannastaða á miðhálendinu er það svosem gott og blessað. En ég fæ ekki séð að stofnun þjóðgarðs sé forsenda þess. Geti jafnvel dregið úr því sem fæst fyrir peninginn, því eitthvað kostar yfirbyggingin. Þess vegna vil ég engan andskotans þjóðgarð.Höfundur er Tungnamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bláskógabyggð Þjóðgarðar Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Okkur Biskupstungnamönnum þykir vænt um afréttinn okkar. Stór hluti af samfélagi okkar, menningu og sveitarbrag tengist afréttinum. Þar komum við saman og vinnum saman sem samfélag, í sjálfboðaliðastarfi við landgræðslu, uppbyggingu innviða og umhverfisvernd. Þaðan kemur féð fyrir stærstu sveitarhátíð ársins, réttirnar. Þangað fór maður sem krakki í bíltúr með ömmu og afa og hlustaði á sögur, sögur af kindum og eftirleitum, sögurnar af Reynistaðabræðrum og af Dúfunefsskeiði. Þar eiga sér sögusvið, sögurnar sem við segjum hvert öðru, af hetjuskap og hrakförum forfeðra okkar og okkar sjálfra. Söguna af því þegar afi og félagar biðu í marga klukkutíma eftir að þokunni létti, þokunni sem var hvergi annarstaðar en í dældinni þar sem þeir biðu. Söguna af því þegar við stórfjölskyldan fórum fyrst með umfram hey í barðið inni í Tjarnheiðarbrún til að stöðva uppblásturinn, ég var þar yngstur 7 mánaða gamall og Þórunn amma elst á áttræðisaldri. Um Móruferðirnar haustið sem við lentum í bylnum, og við frænka mín eltum Móru frá Heiði og Fögruhlíðar-Frökk innan frá jökli, upp í Sandfell, komum þeim austur yfir Fúlukvísl, þá upp á Þverfell og alla leið upp á toppinn á Rauðkolli og þar niður í skriðu. Afrétturinn togar okkur til sín, í fjallferðir og eftirleitir, í gönguferðir, í hestaferðir, í jeppaferðir. Við sveitungarnir sinnum málefnum afréttarins á ýmsum vettvangi, í sveitarstjórn og fjallskilanefnd, í Landgræðslufélaginu og veiðifélaginu, sem fjallkóngar og fyrirliðar og svo bara sem við sjálf án nokkurs embættis. Afrétturinn er óaðskiljanlegur hluti af sveitinni okkar, hluti sem við eigum öll saman. Afrétturinn okkar verður að stærstum hluta inni í boðuðum miðhálendisþjóðgarði. Í þjóðgarði verður afrétturinn hluti af stærra rekstrarsvæði með afréttum annarra sveita. Um málefni þess vélar umdæmisráð, með fulltrúa sveitarfélagsins, fulltrúum annarra sveitarfélaga, hagsmunaaðila og félagasamtaka. Umdæmisráðið fær verkefni eins og að „Hafa umsjón með gerð tillögu...“, „Veita umsögn um drög...“ „Gera tillögu til stjórnar..“, „Fjalla um umsóknir um leyfi...“ „Koma að undirbúningi samninga...“ o.s.frv. svo tekin séu dæmi úr drögum að frumvarpi um þjóðgarðinn. Svo verða þjóðgarðsverðir og þjóðgarðsstjórn með fulltrúum þessa og fulltrúum hins og þjóðgarðastofnun með forstjóra og svo heyrir þetta allt undir ráðherra. Svo verður stjórnar og verndaráætlun, atvinnustefna og ársáætlun, fjárhagsrammi og rekstraráætlun og samstarfsamningar. Allt mjög skilvirkt semsagt. Einhvernveginn sé ég ekki staðinn fyrir okkur þarna. Sé ekki staðinn fyrir fjallferðamenninguna, fyrir sögurnar okkar og tengsl kynslóðanna við landið, fyrir frumkvæðið og ástríðuna til að sinna því sem okkur er kært, til að sinna afréttinum okkar. Ég er hræddur um að strengurinn sem tengir okkur Tungnamenn við svæðið, við afréttinn okkar, geti slitnað, í öllum ráðunum og áætlununum, skriffinnskunni og ferlunum. Hræddur um að næsta kynslóð Tungnamanna fái ekki að fara á fjall, fara í landgræðsluferðir, hlusta á sögurnar af landinu og hetjudáðum forfeðranna, vinna að framfaramálum á afréttinum af áhuga. Fái það ekki og vilji það ekki þegar skriffinnskan hefur drepið allan áhuga. Þess vegna vil ég engan andskotans þjóðgarð. Það er ekki af eintómri tilfinningasemi sem mér líst illa á þessi áform. Svona batterí kostar líka heil ósköp og það verður enginn annar en ríkissjóður sem fær að blæða. Ríkissjóður, sem hefur nóg annað til að verja sínum peningum í. Talsmenn stofnunar þjóðgarðs vísa nokkuð til skýrslu hagfræðistofnunar Háskóla Íslands: „Áhrif friðlýstra svæða á framleiðslu og atvinnu í næsta umhverfi“. Þeir láta að því liggja að hún sýni það að friðlýsing skapi einhver ósköp verðmæta vegna aukinnar ferðamennsku. Það gerir skýrslan alls ekki. Hún sýnir bara það að ferðamenn sem skoða friðlýst svæði kaupa vörur og þjónustu þar í kring, sem hefur jákvæð efnahagsleg áhrif. Það er ekkert sem segir að þeir geri það ekki að sama skapi þó engin hefði verið friðlýsingin. Sú hugmynd að ágóði af ferðamönnum aukist eitthvað við stofnun þjóðgarðs er óskhyggja. Það þarf ekki þjóðgarð til að ákveða að skemma ekki okkar fallega land, það þarf ekki þjóðgarð til að sýna ferðamönnum okkar fallega land. Ef að ríkisvaldið langar þessi reiðinnar býsn að verja peningum skattborgaranna í uppbyggingu ferðamannastaða á miðhálendinu er það svosem gott og blessað. En ég fæ ekki séð að stofnun þjóðgarðs sé forsenda þess. Geti jafnvel dregið úr því sem fæst fyrir peninginn, því eitthvað kostar yfirbyggingin. Þess vegna vil ég engan andskotans þjóðgarð.Höfundur er Tungnamaður.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun