Þess vegna vil ég engan andskotans þjóðgarð Jón Hjalti Eiríksson skrifar 15. janúar 2020 08:00 Okkur Biskupstungnamönnum þykir vænt um afréttinn okkar. Stór hluti af samfélagi okkar, menningu og sveitarbrag tengist afréttinum. Þar komum við saman og vinnum saman sem samfélag, í sjálfboðaliðastarfi við landgræðslu, uppbyggingu innviða og umhverfisvernd. Þaðan kemur féð fyrir stærstu sveitarhátíð ársins, réttirnar. Þangað fór maður sem krakki í bíltúr með ömmu og afa og hlustaði á sögur, sögur af kindum og eftirleitum, sögurnar af Reynistaðabræðrum og af Dúfunefsskeiði. Þar eiga sér sögusvið, sögurnar sem við segjum hvert öðru, af hetjuskap og hrakförum forfeðra okkar og okkar sjálfra. Söguna af því þegar afi og félagar biðu í marga klukkutíma eftir að þokunni létti, þokunni sem var hvergi annarstaðar en í dældinni þar sem þeir biðu. Söguna af því þegar við stórfjölskyldan fórum fyrst með umfram hey í barðið inni í Tjarnheiðarbrún til að stöðva uppblásturinn, ég var þar yngstur 7 mánaða gamall og Þórunn amma elst á áttræðisaldri. Um Móruferðirnar haustið sem við lentum í bylnum, og við frænka mín eltum Móru frá Heiði og Fögruhlíðar-Frökk innan frá jökli, upp í Sandfell, komum þeim austur yfir Fúlukvísl, þá upp á Þverfell og alla leið upp á toppinn á Rauðkolli og þar niður í skriðu. Afrétturinn togar okkur til sín, í fjallferðir og eftirleitir, í gönguferðir, í hestaferðir, í jeppaferðir. Við sveitungarnir sinnum málefnum afréttarins á ýmsum vettvangi, í sveitarstjórn og fjallskilanefnd, í Landgræðslufélaginu og veiðifélaginu, sem fjallkóngar og fyrirliðar og svo bara sem við sjálf án nokkurs embættis. Afrétturinn er óaðskiljanlegur hluti af sveitinni okkar, hluti sem við eigum öll saman. Afrétturinn okkar verður að stærstum hluta inni í boðuðum miðhálendisþjóðgarði. Í þjóðgarði verður afrétturinn hluti af stærra rekstrarsvæði með afréttum annarra sveita. Um málefni þess vélar umdæmisráð, með fulltrúa sveitarfélagsins, fulltrúum annarra sveitarfélaga, hagsmunaaðila og félagasamtaka. Umdæmisráðið fær verkefni eins og að „Hafa umsjón með gerð tillögu...“, „Veita umsögn um drög...“ „Gera tillögu til stjórnar..“, „Fjalla um umsóknir um leyfi...“ „Koma að undirbúningi samninga...“ o.s.frv. svo tekin séu dæmi úr drögum að frumvarpi um þjóðgarðinn. Svo verða þjóðgarðsverðir og þjóðgarðsstjórn með fulltrúum þessa og fulltrúum hins og þjóðgarðastofnun með forstjóra og svo heyrir þetta allt undir ráðherra. Svo verður stjórnar og verndaráætlun, atvinnustefna og ársáætlun, fjárhagsrammi og rekstraráætlun og samstarfsamningar. Allt mjög skilvirkt semsagt. Einhvernveginn sé ég ekki staðinn fyrir okkur þarna. Sé ekki staðinn fyrir fjallferðamenninguna, fyrir sögurnar okkar og tengsl kynslóðanna við landið, fyrir frumkvæðið og ástríðuna til að sinna því sem okkur er kært, til að sinna afréttinum okkar. Ég er hræddur um að strengurinn sem tengir okkur Tungnamenn við svæðið, við afréttinn okkar, geti slitnað, í öllum ráðunum og áætlununum, skriffinnskunni og ferlunum. Hræddur um að næsta kynslóð Tungnamanna fái ekki að fara á fjall, fara í landgræðsluferðir, hlusta á sögurnar af landinu og hetjudáðum forfeðranna, vinna að framfaramálum á afréttinum af áhuga. Fái það ekki og vilji það ekki þegar skriffinnskan hefur drepið allan áhuga. Þess vegna vil ég engan andskotans þjóðgarð. Það er ekki af eintómri tilfinningasemi sem mér líst illa á þessi áform. Svona batterí kostar líka heil ósköp og það verður enginn annar en ríkissjóður sem fær að blæða. Ríkissjóður, sem hefur nóg annað til að verja sínum peningum í. Talsmenn stofnunar þjóðgarðs vísa nokkuð til skýrslu hagfræðistofnunar Háskóla Íslands: „Áhrif friðlýstra svæða á framleiðslu og atvinnu í næsta umhverfi“. Þeir láta að því liggja að hún sýni það að friðlýsing skapi einhver ósköp verðmæta vegna aukinnar ferðamennsku. Það gerir skýrslan alls ekki. Hún sýnir bara það að ferðamenn sem skoða friðlýst svæði kaupa vörur og þjónustu þar í kring, sem hefur jákvæð efnahagsleg áhrif. Það er ekkert sem segir að þeir geri það ekki að sama skapi þó engin hefði verið friðlýsingin. Sú hugmynd að ágóði af ferðamönnum aukist eitthvað við stofnun þjóðgarðs er óskhyggja. Það þarf ekki þjóðgarð til að ákveða að skemma ekki okkar fallega land, það þarf ekki þjóðgarð til að sýna ferðamönnum okkar fallega land. Ef að ríkisvaldið langar þessi reiðinnar býsn að verja peningum skattborgaranna í uppbyggingu ferðamannastaða á miðhálendinu er það svosem gott og blessað. En ég fæ ekki séð að stofnun þjóðgarðs sé forsenda þess. Geti jafnvel dregið úr því sem fæst fyrir peninginn, því eitthvað kostar yfirbyggingin. Þess vegna vil ég engan andskotans þjóðgarð.Höfundur er Tungnamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bláskógabyggð Þjóðgarðar Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Sjá meira
Okkur Biskupstungnamönnum þykir vænt um afréttinn okkar. Stór hluti af samfélagi okkar, menningu og sveitarbrag tengist afréttinum. Þar komum við saman og vinnum saman sem samfélag, í sjálfboðaliðastarfi við landgræðslu, uppbyggingu innviða og umhverfisvernd. Þaðan kemur féð fyrir stærstu sveitarhátíð ársins, réttirnar. Þangað fór maður sem krakki í bíltúr með ömmu og afa og hlustaði á sögur, sögur af kindum og eftirleitum, sögurnar af Reynistaðabræðrum og af Dúfunefsskeiði. Þar eiga sér sögusvið, sögurnar sem við segjum hvert öðru, af hetjuskap og hrakförum forfeðra okkar og okkar sjálfra. Söguna af því þegar afi og félagar biðu í marga klukkutíma eftir að þokunni létti, þokunni sem var hvergi annarstaðar en í dældinni þar sem þeir biðu. Söguna af því þegar við stórfjölskyldan fórum fyrst með umfram hey í barðið inni í Tjarnheiðarbrún til að stöðva uppblásturinn, ég var þar yngstur 7 mánaða gamall og Þórunn amma elst á áttræðisaldri. Um Móruferðirnar haustið sem við lentum í bylnum, og við frænka mín eltum Móru frá Heiði og Fögruhlíðar-Frökk innan frá jökli, upp í Sandfell, komum þeim austur yfir Fúlukvísl, þá upp á Þverfell og alla leið upp á toppinn á Rauðkolli og þar niður í skriðu. Afrétturinn togar okkur til sín, í fjallferðir og eftirleitir, í gönguferðir, í hestaferðir, í jeppaferðir. Við sveitungarnir sinnum málefnum afréttarins á ýmsum vettvangi, í sveitarstjórn og fjallskilanefnd, í Landgræðslufélaginu og veiðifélaginu, sem fjallkóngar og fyrirliðar og svo bara sem við sjálf án nokkurs embættis. Afrétturinn er óaðskiljanlegur hluti af sveitinni okkar, hluti sem við eigum öll saman. Afrétturinn okkar verður að stærstum hluta inni í boðuðum miðhálendisþjóðgarði. Í þjóðgarði verður afrétturinn hluti af stærra rekstrarsvæði með afréttum annarra sveita. Um málefni þess vélar umdæmisráð, með fulltrúa sveitarfélagsins, fulltrúum annarra sveitarfélaga, hagsmunaaðila og félagasamtaka. Umdæmisráðið fær verkefni eins og að „Hafa umsjón með gerð tillögu...“, „Veita umsögn um drög...“ „Gera tillögu til stjórnar..“, „Fjalla um umsóknir um leyfi...“ „Koma að undirbúningi samninga...“ o.s.frv. svo tekin séu dæmi úr drögum að frumvarpi um þjóðgarðinn. Svo verða þjóðgarðsverðir og þjóðgarðsstjórn með fulltrúum þessa og fulltrúum hins og þjóðgarðastofnun með forstjóra og svo heyrir þetta allt undir ráðherra. Svo verður stjórnar og verndaráætlun, atvinnustefna og ársáætlun, fjárhagsrammi og rekstraráætlun og samstarfsamningar. Allt mjög skilvirkt semsagt. Einhvernveginn sé ég ekki staðinn fyrir okkur þarna. Sé ekki staðinn fyrir fjallferðamenninguna, fyrir sögurnar okkar og tengsl kynslóðanna við landið, fyrir frumkvæðið og ástríðuna til að sinna því sem okkur er kært, til að sinna afréttinum okkar. Ég er hræddur um að strengurinn sem tengir okkur Tungnamenn við svæðið, við afréttinn okkar, geti slitnað, í öllum ráðunum og áætlununum, skriffinnskunni og ferlunum. Hræddur um að næsta kynslóð Tungnamanna fái ekki að fara á fjall, fara í landgræðsluferðir, hlusta á sögurnar af landinu og hetjudáðum forfeðranna, vinna að framfaramálum á afréttinum af áhuga. Fái það ekki og vilji það ekki þegar skriffinnskan hefur drepið allan áhuga. Þess vegna vil ég engan andskotans þjóðgarð. Það er ekki af eintómri tilfinningasemi sem mér líst illa á þessi áform. Svona batterí kostar líka heil ósköp og það verður enginn annar en ríkissjóður sem fær að blæða. Ríkissjóður, sem hefur nóg annað til að verja sínum peningum í. Talsmenn stofnunar þjóðgarðs vísa nokkuð til skýrslu hagfræðistofnunar Háskóla Íslands: „Áhrif friðlýstra svæða á framleiðslu og atvinnu í næsta umhverfi“. Þeir láta að því liggja að hún sýni það að friðlýsing skapi einhver ósköp verðmæta vegna aukinnar ferðamennsku. Það gerir skýrslan alls ekki. Hún sýnir bara það að ferðamenn sem skoða friðlýst svæði kaupa vörur og þjónustu þar í kring, sem hefur jákvæð efnahagsleg áhrif. Það er ekkert sem segir að þeir geri það ekki að sama skapi þó engin hefði verið friðlýsingin. Sú hugmynd að ágóði af ferðamönnum aukist eitthvað við stofnun þjóðgarðs er óskhyggja. Það þarf ekki þjóðgarð til að ákveða að skemma ekki okkar fallega land, það þarf ekki þjóðgarð til að sýna ferðamönnum okkar fallega land. Ef að ríkisvaldið langar þessi reiðinnar býsn að verja peningum skattborgaranna í uppbyggingu ferðamannastaða á miðhálendinu er það svosem gott og blessað. En ég fæ ekki séð að stofnun þjóðgarðs sé forsenda þess. Geti jafnvel dregið úr því sem fæst fyrir peninginn, því eitthvað kostar yfirbyggingin. Þess vegna vil ég engan andskotans þjóðgarð.Höfundur er Tungnamaður.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun