Er nóg ekki nóg? Hulda Ragnheiður Árnadóttir skrifar 20. janúar 2020 10:00 Á árum áður voru það karlarnir sem voru ráðandi á vinnumarkaði á meðan konur sáu um börnin og önnuðust heimilisverkin. Konur gerðu fátt sem ógnaði stöðu karlmanna og svo virtist sem þetta fyrirkomulag væri nokkurs konar lögmál sem ekki yrði breytt. Það tíðkaðist ekki að konur veldu að ganga menntaveginn enda áttu þær ekkert erindi þann veg, þar sem það lá ekki fyrir að það nýttist þeim svo nokkru næmi.Með tilkomu kvenskörungsins Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, sem árið 1907 stofnaði fyrsta kvenfélagið á Íslandi, byrjuðu konur að gera sig markvisst gildandi í samfélaginu, m.a. með þátttöku í stjórnmálum og á vinnumarkaði.Framan af voru stjórnunarstörf nær alfarið í höndum karlmanna og nærtækasta skýringin jafnan sú að þeir hefðu meiri menntun og reynslu til að sinna þeim störfum en konur.Það reyndist konum erfitt að skáka körlum í reynsluhlutanum, því á meðan þeir sátu einir að stjórnendastöðunum var erfitt fyrir konur að afla sér reynslu á því sviði.Þær sáu sér leik á borði í að sækja sér aukna menntun í því skyni að fjölga tækifærum á vinnumarkaði. Á síðari árum hefur mikill meirihluti háskólastúdenta verið konur, en eftir að hafa sótt sér grunnmenntun á háskólastigi hefur reynst mörgum konum þrándur í götu að fá aðgengi að stjórnunarstörfum þrátt fyrir menntunina – og jafnvel reynsluna. Hvorugt hefur verið nóg. Menntun og meiri menntun Í kjölfarið hafa konur haldið áfram að bæta við menntun sína og sótt sér framhaldsmenntun á háskólastigi og farið út á vinnumarkaðinn í leit að betri tækifærum. En oft á tíðum hefur framhaldsmenntun heldur ekki verið nóg. Það er því ekki óalgengt að hitta efnilegar konur sem eru jafnvel bæði með meistaragráðu, MBA gráðu og eina til tvær diplomur að auki.Þrátt fyrir að menntunarstig kvenna sé almennt orðið mun hærra en karlmanna er það ekki nóg. Konur neyðast þannig til að sætta sig við störf sem gera mun minni kröfur til þeirra en þekking þeirra leyfir í von um að eftir að hafa aflað sér nægilegrar reynslu á vinnumarkaði muni tækifærin birtast og þær muni keppa á málefnalegum jafnréttisgrundvelli við hitt kynið.En það dugar ekki til. Þegar kemur að ráðningu í stjórnunarstöður virðist sem mælikvarðar fyrir þekkingu og reynslu séu einhver önnur þekking en fæst með háskólanáminu og reynslan önnur en sú reynsla sem mögulegt er að afla sér á almennum vinnumarkaði.Við höfum allt of mörg dæmi úr íslenskum veruleika sem sanna að nóg er ekki nóg. Er ekki mál að linni? Verum breytingin og veljum á málefnalegum jafnréttisgrundvelli í stjórnunarstöður. Það er atvinnulífinu til heilla og framfara.Höfundur er framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, M.sc. í fjármálum, bankastjórnun og alþjóðaviðskiptum og formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hulda Ragnheiður Árnadóttir Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Á árum áður voru það karlarnir sem voru ráðandi á vinnumarkaði á meðan konur sáu um börnin og önnuðust heimilisverkin. Konur gerðu fátt sem ógnaði stöðu karlmanna og svo virtist sem þetta fyrirkomulag væri nokkurs konar lögmál sem ekki yrði breytt. Það tíðkaðist ekki að konur veldu að ganga menntaveginn enda áttu þær ekkert erindi þann veg, þar sem það lá ekki fyrir að það nýttist þeim svo nokkru næmi.Með tilkomu kvenskörungsins Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, sem árið 1907 stofnaði fyrsta kvenfélagið á Íslandi, byrjuðu konur að gera sig markvisst gildandi í samfélaginu, m.a. með þátttöku í stjórnmálum og á vinnumarkaði.Framan af voru stjórnunarstörf nær alfarið í höndum karlmanna og nærtækasta skýringin jafnan sú að þeir hefðu meiri menntun og reynslu til að sinna þeim störfum en konur.Það reyndist konum erfitt að skáka körlum í reynsluhlutanum, því á meðan þeir sátu einir að stjórnendastöðunum var erfitt fyrir konur að afla sér reynslu á því sviði.Þær sáu sér leik á borði í að sækja sér aukna menntun í því skyni að fjölga tækifærum á vinnumarkaði. Á síðari árum hefur mikill meirihluti háskólastúdenta verið konur, en eftir að hafa sótt sér grunnmenntun á háskólastigi hefur reynst mörgum konum þrándur í götu að fá aðgengi að stjórnunarstörfum þrátt fyrir menntunina – og jafnvel reynsluna. Hvorugt hefur verið nóg. Menntun og meiri menntun Í kjölfarið hafa konur haldið áfram að bæta við menntun sína og sótt sér framhaldsmenntun á háskólastigi og farið út á vinnumarkaðinn í leit að betri tækifærum. En oft á tíðum hefur framhaldsmenntun heldur ekki verið nóg. Það er því ekki óalgengt að hitta efnilegar konur sem eru jafnvel bæði með meistaragráðu, MBA gráðu og eina til tvær diplomur að auki.Þrátt fyrir að menntunarstig kvenna sé almennt orðið mun hærra en karlmanna er það ekki nóg. Konur neyðast þannig til að sætta sig við störf sem gera mun minni kröfur til þeirra en þekking þeirra leyfir í von um að eftir að hafa aflað sér nægilegrar reynslu á vinnumarkaði muni tækifærin birtast og þær muni keppa á málefnalegum jafnréttisgrundvelli við hitt kynið.En það dugar ekki til. Þegar kemur að ráðningu í stjórnunarstöður virðist sem mælikvarðar fyrir þekkingu og reynslu séu einhver önnur þekking en fæst með háskólanáminu og reynslan önnur en sú reynsla sem mögulegt er að afla sér á almennum vinnumarkaði.Við höfum allt of mörg dæmi úr íslenskum veruleika sem sanna að nóg er ekki nóg. Er ekki mál að linni? Verum breytingin og veljum á málefnalegum jafnréttisgrundvelli í stjórnunarstöður. Það er atvinnulífinu til heilla og framfara.Höfundur er framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, M.sc. í fjármálum, bankastjórnun og alþjóðaviðskiptum og formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA).
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun