Körfubolti

Bestu lið NBA-deildarinnar byrja árið af krafti

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
LeBron James var í miklu stuði í nótt.
LeBron James var í miklu stuði í nótt. vísir/getty

LA Lakers og Milwaukee Bucks leiða í NBA-deildinni og miðað við byrjun ársins lítur ekkert út fyrir að þau séu að fara að slaka á.

LeBron James skoraði 31 stig, tók 13 fráköst og gaf 12 stoðsendingar í sigri Lakers á Phoenix í nótt. Þetta var áttunda þrefalda tvennan hjá James í vetur.

Lakers náði mest 36 stiga forskoti í leiknum en Phoenix kom til baka í lokafjórðungnum en það dugði ekki til.

Anthony Davis bætti við 26 stigum og 11 fráköstum og Kyle Kuzma skoraði 19 stig. Kelly Oubre Jr. atkvæðamestur í liði Suns með 26 stig.

Giannis Antentokounmpo fór venju samkvæmt á kostum með Bucks í nágrannaslagnum gegn Minnesota sem Bucks vann með tveggja stiga mun. Fjórði sigur liðsins í röð.

Gríska fríkið skorað 32 stig og tók 17 fráköst. Khris Middleton skoraði 13 stig. Shabazz Napier bestur í liði Minnesota með 22 stig.

Úrslit:

Washington-Orlando  101-122

NY Knicks-Portland  117-93

Milwaukee-Minnesota  106-104

LA Lakers-Phoenix  117-107

Staðan í NBA-deildinni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×