Körfubolti

Þrumu­leik­hlé Baldurs og trölla­troðsla Willi­ams | Mynd­bönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Brjálaður Baldur.
Brjálaður Baldur. vísir/skjáskot

Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, lét sína menn heldur betur heyra það í leik liðsins gegn Keflavík í Dominos-deild karla í körfubolta.

Tindastóll var átján stigum undir, 78-60, fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Baldur ætlaði svo sannarlega að vekja sína menn til lífsins og hélt þrumuræðu yfir þeim til að reyna vekja þá á nýjan leik.

Klippa: Leikhlé Baldurs





Tindastóll skoraði sjö fyrstu stig fjórða leikhlutans en nær komust þeir síðan ekki og Keflvíkingar unnu Tindastól í annað skiptið í vetur. Þeir sitja því einir í 2. sætinu.

Leikhlé Baldurs var ekki einu tilþrif því Deane Williams átit rosalega troðslu í leiknum sem má sjá hér að neðan.

Sjón er sögu ríkari; bæði ræða Baldurs og troðsla Williams.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×