Súperman ætlar að snúa aftur í troðslukeppni Stjörnuhelgar NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2020 13:30 Dwight Howard vann troðslukeppnina fyrir tólf árum síðan og hér sést hann í einni tilraun sinni þá. Getty/Greg Nelson Það muna örugglega margir eftir troðslukeppni NBA-deildarinnar árið 2008 en nú ætlar sigurvegarinn að snúa aftur tólf árum síðar. Dwight Howard fékk tækifæri sem liðsfélagi LeBron James í vetur og líkar lífið vel sem varamiðherji Los Angeles Lakers liðsins. Dwight Howard er nú orðinn 34 ára gamall og hefur flakkað mikið í NBA-deildinni undanfarin ár auk þess að vera glíma mikið við meiðsli. Hann er heill í dag og er að skila mikilvægum mínútum hjá efsta liði Vesturdeildarinnar. Superman is back: Lakers center Dwight Howard will participate in the NBA Slam Dunk contest at All-Star Weekend in Chicago, per sources. Story on @TheAthleticNBA: https://t.co/tox8RX7n3x— Shams Charania (@ShamsCharania) January 6, 2020 Shams Charania hjá The Athletic sagði fyrstur frá því að Dwight Howard ætli að taka aftur þátt í troðslukeppni Stjörnuleiks NBA-deildarinnar í ár. Dwight Howard vann troðslukeppnina með miklum tilþrifum árið 2008 en hann var þá á hápunkti ferils síns með Orlando Magic. Hann vakti þá athygli þegar hann mætti með súperman skikkjuna og flaug síðan eins og súperman í keppninni sjálfri. Howard var valinn varnarmaður ársins þrjú ár í röð og komst í lokaúrslitin um NBA-titilinn árið 2009. Dwight Howard tók þátt í troðslukeppninni árin 2007 til 2009 en hefur ekki tekið þátt síðan. Forráðamenn Los Angeles Lakers hafa vissulega smá áhyggjur af þessum fyrirætlunum miðherja síns og hann mun því fara að öllu með gát. Hann er með 7,1 stig, 6,8 fráköst og 1,4 varið skot á 19,5 mínútum af bekknum með Lakers í vetur. Troðslukeppnin fer fram 15. febrúar eða kvöldið áður en sjálfur leikurinn fer fram. Stjörnuhelgin verður að þessu sinni haldin í Chicago. When Dwight Howard's 'Superman' dunk had everyone shook. #TeamDay | @OrlandoMagicpic.twitter.com/FRYMzOXedS— NBA TV (@NBATV) August 16, 2019 NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Það muna örugglega margir eftir troðslukeppni NBA-deildarinnar árið 2008 en nú ætlar sigurvegarinn að snúa aftur tólf árum síðar. Dwight Howard fékk tækifæri sem liðsfélagi LeBron James í vetur og líkar lífið vel sem varamiðherji Los Angeles Lakers liðsins. Dwight Howard er nú orðinn 34 ára gamall og hefur flakkað mikið í NBA-deildinni undanfarin ár auk þess að vera glíma mikið við meiðsli. Hann er heill í dag og er að skila mikilvægum mínútum hjá efsta liði Vesturdeildarinnar. Superman is back: Lakers center Dwight Howard will participate in the NBA Slam Dunk contest at All-Star Weekend in Chicago, per sources. Story on @TheAthleticNBA: https://t.co/tox8RX7n3x— Shams Charania (@ShamsCharania) January 6, 2020 Shams Charania hjá The Athletic sagði fyrstur frá því að Dwight Howard ætli að taka aftur þátt í troðslukeppni Stjörnuleiks NBA-deildarinnar í ár. Dwight Howard vann troðslukeppnina með miklum tilþrifum árið 2008 en hann var þá á hápunkti ferils síns með Orlando Magic. Hann vakti þá athygli þegar hann mætti með súperman skikkjuna og flaug síðan eins og súperman í keppninni sjálfri. Howard var valinn varnarmaður ársins þrjú ár í röð og komst í lokaúrslitin um NBA-titilinn árið 2009. Dwight Howard tók þátt í troðslukeppninni árin 2007 til 2009 en hefur ekki tekið þátt síðan. Forráðamenn Los Angeles Lakers hafa vissulega smá áhyggjur af þessum fyrirætlunum miðherja síns og hann mun því fara að öllu með gát. Hann er með 7,1 stig, 6,8 fráköst og 1,4 varið skot á 19,5 mínútum af bekknum með Lakers í vetur. Troðslukeppnin fer fram 15. febrúar eða kvöldið áður en sjálfur leikurinn fer fram. Stjörnuhelgin verður að þessu sinni haldin í Chicago. When Dwight Howard's 'Superman' dunk had everyone shook. #TeamDay | @OrlandoMagicpic.twitter.com/FRYMzOXedS— NBA TV (@NBATV) August 16, 2019
NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira