Enski boltinn

Tapaði 62 þúsund pundum á tveimur dögum en hætti ekki að veðja

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gillespie í leik með goðsagnaliði Manchester United en hann byrjaði ferilinn hjá United.
Gillespie í leik með goðsagnaliði Manchester United en hann byrjaði ferilinn hjá United. vísir/getty

Keith Gillespie, fyrrum leikmaður Man. United og Newcastle til að mynda, átti við mikil veðmálavandamál að stríða meðan á ferlinum stóð yfir.

Gillespie greinir frá þessu í pistli á Daily Mail en þar fer hann yfir veðmálafíkn sína.

„Það voru mörg augnablik yfir árin þar sem ég vissi að ég þyrfti að hætta. Árið 1995 tapaði ég 47 þúsund pundum eitt kvöldið í símanum,“ byrjaði Keith pistil sinn.

Árið 1995 var hann á mála hjá Newcastle þar sem hann lék yfir 100 leiki.

„Ég hefði átt að fatta þetta þá en ég lærði ekki að því og daginn eftir tapaði ég 15 þúsund pundum. Það skipti engu máli að ég var knattspyrnumaður. Ef þú ert háður getur þetta gerst við hvern sem er.“

Hann tapaði því 62 þúsund pundum á tveimur dögum en það eru rúmar tíu milljónir á núverandi gengi.

„Tengingin milli fótbolta og veðmála er án nokkurs vafa óheilbrigð. Þegar þú ert að horfa á sjónvarpið og fyrsta auglýsingin sem þú sérð í hálfleik er Ray Winstone að segja að stuðullinn á að þessi leikmaður skori sé þetta og hitt. Þetta er alltaf í andlitinu á þér.“







Gillespie segir að ástandið hafi versnað svo um munar eftir að veðmálasíðurnar hafi komið, það er að segja fólk hafi getað veðjað í gegnum netið.

„Tengingin milli enska knattspyrnusambandsins og BET365 lýsir vandamálinu. Það er enginn vafi á því. Sambandið ætti að endurskoða það samstarf því sambandið ætti að gera meira í vandamálinu en ekki vinna með þessum fyrirtækjum.“

Þennan áhugaverða pistil Gillespie má sjá hér en hann lék 86 landsleiki fyrir Norður-Írland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×