Hefnd er ekki sjúkdómur og fyrirgefning engin allsherjar lækning Kristín I. Pálsdóttir og Guðrún Ebba Ólafsdóttir skrifa 11. ágúst 2020 14:02 „Hefndin er sæt“ gefur til kynna að tilfinningin sem fylgir því að hefna sín sé eftirsóknarverð. Samkvæmt orðabókinni merkir að hefna að gjalda illt með illu og að ná sér niðri á einhverjum en einnig að refsa eða hegna. Það hefur því jafnan verið talið til dyggða að vera ekki hefnigjörn og að þeim farnist illa sem leita hefnda, sérstaklega á það við um konur. Hallgerður langbrók, ein þekktasta kvenhetja Íslendingasagnanna, er sögð hafa verið glæsileg kona, hávaxin og fögur en ákaflega skapmikil og hefnigjörn og hafa staðið í stöðugum deilum. Bæði hjónabönd hennar enduðu illa og hún flæktist inn í fleiri deilur og átök eftir að Gunnar var fallinn. „Rétt“ skilgreining á fyrirgefningunni Reitt fólk sem leitar hefnda fær ekki oft jákvæðar viðtökur. Og í þessu sambandi er stundum sagt óheilbrigt að ala með sér hefndarþorsta og gremju út í gerendur ofbeldis og til að losna undan þessu þurfi einstaklingurinn að fyrirgefa. Hefnd er ekki sjúkdómur sem þarf að lækna einhvern af og þar af leiðandi er fyrirgefningin engin lækning. Hefndin getur vissulega verið vandamál en hún getur líka falið í sér lausn og á sama hátt getur fyrirgefningin verið hjálpleg en jafnframt valdið skaða. Þegar ýjað er að því að viðkomandi eigi að fyrirgefa er stundum sagt að fyrirgefningin sé fyrir brotaþolann en ekki gerandann eða að fyrirgefningin sé gríðarlega mikilvæg ef réttur skilningur er lagður í hana. Þegar reynt er að þrýsta á þolandann að upplifa hina „réttu“ skilgreiningu á fyrirgefningunni getur falist í því gaslýsing eða tilfinningaleg kúgun. Þolandi ofbeldis þarf ekki að afsaka eða gleyma ofbeldinu Samkvæmt orðabókinni merkir sögnin að fyrirgefa að afsaka, forláta eða gleyma mótgerð. Með öðrum orðum felst í fyrirgefningunni að þolandi afsaki, fyrirgefi og gleymi því sem gert er á móti henni. Það er bæði særandi og alvarlegt að hvetja þolendur til að fyrirgefa þeim sem beittu þær ofbeldi og varpar ábyrgðinni frá geranda til þolanda. En mörg gera það samt, sérstaklega þau sem finnst óþægilegt að þolendur séu reiðar, vilji ná fram réttlátri hefnd og að ekki sé hægt að stjórna þeim. Fyrirgefa sjálfri þér – fyrir hvað? Sumir segja að eina nauðsynlega fyrirgefningin sé sú að við fyrirgefum okkur sjálfum. En þá er mikilvægt að taka ekki á sig sök annarra og vera vel meðvitaðar um fyrir hvað við ættum að fyrirgefa okkur. Látum gerendur bera ábyrgðina Sú menning að ýta á þolendur að fyrirgefa og þar með bera byrðarnar af ofbeldinu sem þær hafa verið beittar er ekki bara skaðleg fyrir þær sjálfar heldur er hún líka skaðleg fyrir samfélagið sem hlífir gerendum við ábyrgð gjörða sinna og viðheldur þannig gerendavænni menningu. Höfundar eru ráðskonur í Rótinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
„Hefndin er sæt“ gefur til kynna að tilfinningin sem fylgir því að hefna sín sé eftirsóknarverð. Samkvæmt orðabókinni merkir að hefna að gjalda illt með illu og að ná sér niðri á einhverjum en einnig að refsa eða hegna. Það hefur því jafnan verið talið til dyggða að vera ekki hefnigjörn og að þeim farnist illa sem leita hefnda, sérstaklega á það við um konur. Hallgerður langbrók, ein þekktasta kvenhetja Íslendingasagnanna, er sögð hafa verið glæsileg kona, hávaxin og fögur en ákaflega skapmikil og hefnigjörn og hafa staðið í stöðugum deilum. Bæði hjónabönd hennar enduðu illa og hún flæktist inn í fleiri deilur og átök eftir að Gunnar var fallinn. „Rétt“ skilgreining á fyrirgefningunni Reitt fólk sem leitar hefnda fær ekki oft jákvæðar viðtökur. Og í þessu sambandi er stundum sagt óheilbrigt að ala með sér hefndarþorsta og gremju út í gerendur ofbeldis og til að losna undan þessu þurfi einstaklingurinn að fyrirgefa. Hefnd er ekki sjúkdómur sem þarf að lækna einhvern af og þar af leiðandi er fyrirgefningin engin lækning. Hefndin getur vissulega verið vandamál en hún getur líka falið í sér lausn og á sama hátt getur fyrirgefningin verið hjálpleg en jafnframt valdið skaða. Þegar ýjað er að því að viðkomandi eigi að fyrirgefa er stundum sagt að fyrirgefningin sé fyrir brotaþolann en ekki gerandann eða að fyrirgefningin sé gríðarlega mikilvæg ef réttur skilningur er lagður í hana. Þegar reynt er að þrýsta á þolandann að upplifa hina „réttu“ skilgreiningu á fyrirgefningunni getur falist í því gaslýsing eða tilfinningaleg kúgun. Þolandi ofbeldis þarf ekki að afsaka eða gleyma ofbeldinu Samkvæmt orðabókinni merkir sögnin að fyrirgefa að afsaka, forláta eða gleyma mótgerð. Með öðrum orðum felst í fyrirgefningunni að þolandi afsaki, fyrirgefi og gleymi því sem gert er á móti henni. Það er bæði særandi og alvarlegt að hvetja þolendur til að fyrirgefa þeim sem beittu þær ofbeldi og varpar ábyrgðinni frá geranda til þolanda. En mörg gera það samt, sérstaklega þau sem finnst óþægilegt að þolendur séu reiðar, vilji ná fram réttlátri hefnd og að ekki sé hægt að stjórna þeim. Fyrirgefa sjálfri þér – fyrir hvað? Sumir segja að eina nauðsynlega fyrirgefningin sé sú að við fyrirgefum okkur sjálfum. En þá er mikilvægt að taka ekki á sig sök annarra og vera vel meðvitaðar um fyrir hvað við ættum að fyrirgefa okkur. Látum gerendur bera ábyrgðina Sú menning að ýta á þolendur að fyrirgefa og þar með bera byrðarnar af ofbeldinu sem þær hafa verið beittar er ekki bara skaðleg fyrir þær sjálfar heldur er hún líka skaðleg fyrir samfélagið sem hlífir gerendum við ábyrgð gjörða sinna og viðheldur þannig gerendavænni menningu. Höfundar eru ráðskonur í Rótinni.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun