Hefnd er ekki sjúkdómur og fyrirgefning engin allsherjar lækning Kristín I. Pálsdóttir og Guðrún Ebba Ólafsdóttir skrifa 11. ágúst 2020 14:02 „Hefndin er sæt“ gefur til kynna að tilfinningin sem fylgir því að hefna sín sé eftirsóknarverð. Samkvæmt orðabókinni merkir að hefna að gjalda illt með illu og að ná sér niðri á einhverjum en einnig að refsa eða hegna. Það hefur því jafnan verið talið til dyggða að vera ekki hefnigjörn og að þeim farnist illa sem leita hefnda, sérstaklega á það við um konur. Hallgerður langbrók, ein þekktasta kvenhetja Íslendingasagnanna, er sögð hafa verið glæsileg kona, hávaxin og fögur en ákaflega skapmikil og hefnigjörn og hafa staðið í stöðugum deilum. Bæði hjónabönd hennar enduðu illa og hún flæktist inn í fleiri deilur og átök eftir að Gunnar var fallinn. „Rétt“ skilgreining á fyrirgefningunni Reitt fólk sem leitar hefnda fær ekki oft jákvæðar viðtökur. Og í þessu sambandi er stundum sagt óheilbrigt að ala með sér hefndarþorsta og gremju út í gerendur ofbeldis og til að losna undan þessu þurfi einstaklingurinn að fyrirgefa. Hefnd er ekki sjúkdómur sem þarf að lækna einhvern af og þar af leiðandi er fyrirgefningin engin lækning. Hefndin getur vissulega verið vandamál en hún getur líka falið í sér lausn og á sama hátt getur fyrirgefningin verið hjálpleg en jafnframt valdið skaða. Þegar ýjað er að því að viðkomandi eigi að fyrirgefa er stundum sagt að fyrirgefningin sé fyrir brotaþolann en ekki gerandann eða að fyrirgefningin sé gríðarlega mikilvæg ef réttur skilningur er lagður í hana. Þegar reynt er að þrýsta á þolandann að upplifa hina „réttu“ skilgreiningu á fyrirgefningunni getur falist í því gaslýsing eða tilfinningaleg kúgun. Þolandi ofbeldis þarf ekki að afsaka eða gleyma ofbeldinu Samkvæmt orðabókinni merkir sögnin að fyrirgefa að afsaka, forláta eða gleyma mótgerð. Með öðrum orðum felst í fyrirgefningunni að þolandi afsaki, fyrirgefi og gleymi því sem gert er á móti henni. Það er bæði særandi og alvarlegt að hvetja þolendur til að fyrirgefa þeim sem beittu þær ofbeldi og varpar ábyrgðinni frá geranda til þolanda. En mörg gera það samt, sérstaklega þau sem finnst óþægilegt að þolendur séu reiðar, vilji ná fram réttlátri hefnd og að ekki sé hægt að stjórna þeim. Fyrirgefa sjálfri þér – fyrir hvað? Sumir segja að eina nauðsynlega fyrirgefningin sé sú að við fyrirgefum okkur sjálfum. En þá er mikilvægt að taka ekki á sig sök annarra og vera vel meðvitaðar um fyrir hvað við ættum að fyrirgefa okkur. Látum gerendur bera ábyrgðina Sú menning að ýta á þolendur að fyrirgefa og þar með bera byrðarnar af ofbeldinu sem þær hafa verið beittar er ekki bara skaðleg fyrir þær sjálfar heldur er hún líka skaðleg fyrir samfélagið sem hlífir gerendum við ábyrgð gjörða sinna og viðheldur þannig gerendavænni menningu. Höfundar eru ráðskonur í Rótinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
„Hefndin er sæt“ gefur til kynna að tilfinningin sem fylgir því að hefna sín sé eftirsóknarverð. Samkvæmt orðabókinni merkir að hefna að gjalda illt með illu og að ná sér niðri á einhverjum en einnig að refsa eða hegna. Það hefur því jafnan verið talið til dyggða að vera ekki hefnigjörn og að þeim farnist illa sem leita hefnda, sérstaklega á það við um konur. Hallgerður langbrók, ein þekktasta kvenhetja Íslendingasagnanna, er sögð hafa verið glæsileg kona, hávaxin og fögur en ákaflega skapmikil og hefnigjörn og hafa staðið í stöðugum deilum. Bæði hjónabönd hennar enduðu illa og hún flæktist inn í fleiri deilur og átök eftir að Gunnar var fallinn. „Rétt“ skilgreining á fyrirgefningunni Reitt fólk sem leitar hefnda fær ekki oft jákvæðar viðtökur. Og í þessu sambandi er stundum sagt óheilbrigt að ala með sér hefndarþorsta og gremju út í gerendur ofbeldis og til að losna undan þessu þurfi einstaklingurinn að fyrirgefa. Hefnd er ekki sjúkdómur sem þarf að lækna einhvern af og þar af leiðandi er fyrirgefningin engin lækning. Hefndin getur vissulega verið vandamál en hún getur líka falið í sér lausn og á sama hátt getur fyrirgefningin verið hjálpleg en jafnframt valdið skaða. Þegar ýjað er að því að viðkomandi eigi að fyrirgefa er stundum sagt að fyrirgefningin sé fyrir brotaþolann en ekki gerandann eða að fyrirgefningin sé gríðarlega mikilvæg ef réttur skilningur er lagður í hana. Þegar reynt er að þrýsta á þolandann að upplifa hina „réttu“ skilgreiningu á fyrirgefningunni getur falist í því gaslýsing eða tilfinningaleg kúgun. Þolandi ofbeldis þarf ekki að afsaka eða gleyma ofbeldinu Samkvæmt orðabókinni merkir sögnin að fyrirgefa að afsaka, forláta eða gleyma mótgerð. Með öðrum orðum felst í fyrirgefningunni að þolandi afsaki, fyrirgefi og gleymi því sem gert er á móti henni. Það er bæði særandi og alvarlegt að hvetja þolendur til að fyrirgefa þeim sem beittu þær ofbeldi og varpar ábyrgðinni frá geranda til þolanda. En mörg gera það samt, sérstaklega þau sem finnst óþægilegt að þolendur séu reiðar, vilji ná fram réttlátri hefnd og að ekki sé hægt að stjórna þeim. Fyrirgefa sjálfri þér – fyrir hvað? Sumir segja að eina nauðsynlega fyrirgefningin sé sú að við fyrirgefum okkur sjálfum. En þá er mikilvægt að taka ekki á sig sök annarra og vera vel meðvitaðar um fyrir hvað við ættum að fyrirgefa okkur. Látum gerendur bera ábyrgðina Sú menning að ýta á þolendur að fyrirgefa og þar með bera byrðarnar af ofbeldinu sem þær hafa verið beittar er ekki bara skaðleg fyrir þær sjálfar heldur er hún líka skaðleg fyrir samfélagið sem hlífir gerendum við ábyrgð gjörða sinna og viðheldur þannig gerendavænni menningu. Höfundar eru ráðskonur í Rótinni.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun