„Ég hata þessa veiru!“ Íris Róbertsdóttir skrifar 11. ágúst 2020 13:30 Litli frændi minn greip um höfuðið og sagði: „Nei, ekki aftur! Ég hata þessa veiru“. Ég held að við getum öll tekið undir með frænda mínum, en veiran herjar nú samt sem áður á okkur aftur með endurnýjuðum krafti. Við hér í Eyjum tökum það mjög alvarlega og höfum brugðist hart við. Aðgerðastjórn almannavarna hefur verið virkjuð og sömuleiðis viðbragðsstjórn hjá Vestmannaeyjabæ. Sendar hafa verið út samræmdar leiðbeiningar fyrir leikskóla og frístundaver og heimsóknareglur hafa verið hertar á Hraunbúðum og Sambýlinu. Síðasta laugardag voru allir þeir sem komnir voru í sóttkví boðaðir í skimun á vegum HSU og í gær, mánudag, fóru rúmlega 500 manns til viðbótar í skimun á vegum Íslenskrar erfðagreiningar og HSU í Vestmannaeyjum. Með þessum tveimur stóru skimunum og hefðbundinni einkennaskimun hjá HSU hafa vel yfir 600 manns verið skimaðir á nokkrum dögum. Þetta eru um 14 % íbúa í Eyjum. Þetta skiptir máli! Það var ekki síst mjög víðtæk skimun sem hjálpaði okkur út úr þeim vanda sem var hér í vetur. Við bregðumst eins við núna. Svekkjandi endurtekning Já, það er meira en lítið svekkjandi að við, Íslendingar allir, séum aftur komin í þá stöðu að veiran hefur tekið stjórnina á svo ótrúlega mörgu í okkar daglega lífi. Þrátt fyrir að hafa lagt mikið á okkur í vetur og vor til að halda henni í skefjum í okkar samfélagi. En þetta er staðan og við þurfum að takast á við hana. Við getum bara fylgt þeim tilmælum sem við fáum frá okkar færasta fólki og sérfræðingum. Það skiptir miklu máli að fylgja þeim í þessu ferli eins og við gerðum svo vel í vetur. Það ætlar sér engin að veikjast eða smita aðra. Við vorum komin í sumargírinn, en nú er alvaran tekin við aftur. En það virkar ekki ef bara sumir fylgja fyrirmælum; við þurfum öll að gera það. Við getum þetta saman, við hjálpumst að, leiðbeinum hvert öðru og styðjum hvert annað. Símtal til vina og ættingja í sóttkví er góð hugmynd og hvatning, sömuleiðis að aðstoða þá sem eru einir. Upplýsingaflæði mikilvægt Það er afar mikilvægt að veita íbúum skjótar og greinargóðar upplýsingar um stöðu faraldursins. Það hefur verið gert hér í Eyjum og reyndist okkur mjög vel í vetur. Fólk er þá alltaf vel upplýst um stöðu mála í sínu nærumhverfi auk þess sem gott upplýsingaflæði heldur fólki á tánum varðandi eigin smitvarnir og ábyrgð í þeim efnum. Ég held að það færi vel á því að fleiri sveitarfélög gerðu þetta með sama hætti, þótt þau tilheyri stórum lögregluumdæmum með mörgum sveitarfélögum. Staðbundnar upplýsingar geta hjálpað til í baráttunni og aukið vitund fólks um eigin ábyrgð. Kæru Eyjamenn! Ég veit að þetta er fúlt og við „nennum þessu ekki aftur''. En við eigum ekkert val og við erum þekkt fyrir að sýna samstöðu þegar takast þarf á við sameiginleg og erfið verkefni. Þetta er eitt af þeim og það er risastórt. Þetta hlýtur að taka enda en á meðan verðum við að læra að lifa með veirunni. Það erum bara við sjálf, hvert og eitt, sem getum snúið þessu við. Það gerum við með þvi að taka þetta alvarlega og fara að fyrirmælum. Það eru lífsgæði að geta sótt vinnu og skóla, heimsótt og faðmað vini okkar, farið á tónleika og horft á íþróttaleiki. Við viljum öll hafa þessi lífsgæði. Við „hötum“ veiruna en við þurfum samt að takast á við lífið með henni. Í bili! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íris Róbertsdóttir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Litli frændi minn greip um höfuðið og sagði: „Nei, ekki aftur! Ég hata þessa veiru“. Ég held að við getum öll tekið undir með frænda mínum, en veiran herjar nú samt sem áður á okkur aftur með endurnýjuðum krafti. Við hér í Eyjum tökum það mjög alvarlega og höfum brugðist hart við. Aðgerðastjórn almannavarna hefur verið virkjuð og sömuleiðis viðbragðsstjórn hjá Vestmannaeyjabæ. Sendar hafa verið út samræmdar leiðbeiningar fyrir leikskóla og frístundaver og heimsóknareglur hafa verið hertar á Hraunbúðum og Sambýlinu. Síðasta laugardag voru allir þeir sem komnir voru í sóttkví boðaðir í skimun á vegum HSU og í gær, mánudag, fóru rúmlega 500 manns til viðbótar í skimun á vegum Íslenskrar erfðagreiningar og HSU í Vestmannaeyjum. Með þessum tveimur stóru skimunum og hefðbundinni einkennaskimun hjá HSU hafa vel yfir 600 manns verið skimaðir á nokkrum dögum. Þetta eru um 14 % íbúa í Eyjum. Þetta skiptir máli! Það var ekki síst mjög víðtæk skimun sem hjálpaði okkur út úr þeim vanda sem var hér í vetur. Við bregðumst eins við núna. Svekkjandi endurtekning Já, það er meira en lítið svekkjandi að við, Íslendingar allir, séum aftur komin í þá stöðu að veiran hefur tekið stjórnina á svo ótrúlega mörgu í okkar daglega lífi. Þrátt fyrir að hafa lagt mikið á okkur í vetur og vor til að halda henni í skefjum í okkar samfélagi. En þetta er staðan og við þurfum að takast á við hana. Við getum bara fylgt þeim tilmælum sem við fáum frá okkar færasta fólki og sérfræðingum. Það skiptir miklu máli að fylgja þeim í þessu ferli eins og við gerðum svo vel í vetur. Það ætlar sér engin að veikjast eða smita aðra. Við vorum komin í sumargírinn, en nú er alvaran tekin við aftur. En það virkar ekki ef bara sumir fylgja fyrirmælum; við þurfum öll að gera það. Við getum þetta saman, við hjálpumst að, leiðbeinum hvert öðru og styðjum hvert annað. Símtal til vina og ættingja í sóttkví er góð hugmynd og hvatning, sömuleiðis að aðstoða þá sem eru einir. Upplýsingaflæði mikilvægt Það er afar mikilvægt að veita íbúum skjótar og greinargóðar upplýsingar um stöðu faraldursins. Það hefur verið gert hér í Eyjum og reyndist okkur mjög vel í vetur. Fólk er þá alltaf vel upplýst um stöðu mála í sínu nærumhverfi auk þess sem gott upplýsingaflæði heldur fólki á tánum varðandi eigin smitvarnir og ábyrgð í þeim efnum. Ég held að það færi vel á því að fleiri sveitarfélög gerðu þetta með sama hætti, þótt þau tilheyri stórum lögregluumdæmum með mörgum sveitarfélögum. Staðbundnar upplýsingar geta hjálpað til í baráttunni og aukið vitund fólks um eigin ábyrgð. Kæru Eyjamenn! Ég veit að þetta er fúlt og við „nennum þessu ekki aftur''. En við eigum ekkert val og við erum þekkt fyrir að sýna samstöðu þegar takast þarf á við sameiginleg og erfið verkefni. Þetta er eitt af þeim og það er risastórt. Þetta hlýtur að taka enda en á meðan verðum við að læra að lifa með veirunni. Það erum bara við sjálf, hvert og eitt, sem getum snúið þessu við. Það gerum við með þvi að taka þetta alvarlega og fara að fyrirmælum. Það eru lífsgæði að geta sótt vinnu og skóla, heimsótt og faðmað vini okkar, farið á tónleika og horft á íþróttaleiki. Við viljum öll hafa þessi lífsgæði. Við „hötum“ veiruna en við þurfum samt að takast á við lífið með henni. Í bili! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun