Hvar eru konurnar? Kristjana Björk Barðdal skrifar 11. ágúst 2020 13:00 Mér svelgdist heldur betur á kaffibollanum í morgun þegar ég fór yfir skráningar í gagnaþon fyrir umhverfið. Kynjahlutföllin á skráðum þátttakendum voru virkilega skökk. Þrátt fyrir að ég sé ótrúlega ánægð með þann hóp sem hefur skráð sig og ég geti ekki beði eftir að sjá þær hugmyndir sem þau hafa fram að varpa, kom það mér talsvert á óvart hve fáar konur hafa skráð sig. Samanborið við aðrar keppnir og hraðla í nýsköpun er niðurstöðurnar svipaðar. Hvernig fáum við enn fjölbreyttari hóp af fólki til þess að taka þátt í nýsköpun og þá sérstaklega þegar kemur að gögnum og gervigreind? Þá sérstaklega fólk af öllum kynjum og bakgrunnum. Stór partur af því að vinna úr gögnum er gervigreind sem er einfaldlega gert með því að kenna forriti eða reikniriti ákveðið mynstur og mata það með gögnum. Niðurstöður eru síðan samþykktar eða ekki af einstaklingi sem þróar viðkomandi lausn. Því er mikilvægt að hópurinn sem komi að þróun gervigreindar sé fjölbreyttur til þess að niðurstöður hafi ekki innbyggða hlutdrægni sem gæti hampað öðrum hópi umfram annan. Dæmi eru um að Snjallúr sýni ekki réttan fjölda brenndra kaloría hjá barnshafandi konum þar sem formúlan sem reiknar hve miklu þær brenna taka ekki tillit til breyttrar brennslu. Annað dæmi er forrit sem búið var til af Amazon til þess að fara yfir ferilskrár og velja hæfasta einstaklinginn í starfið. Þar sem forritið var búið til að körlum varð til innbyggð hlutdrægni sem gerði það að verkum að karlar voru valdir í störfin umfram jafnhæfar konur. Þegar kemur að hlutfalli í námi virðist það mun skárra en á vinnumarkaði og nýsköpunarsenunni. Kynjahlutföllin þegar ég var í grunnámi í iðnaðarverkfærði voru ansi jöfn og áhugi á áföngum tengdum nýsköpun jafnvel meiri meðal kvenna. Því spyr ég hvers vegna það sé ekki að skila sér sviði nýsköpunar? Sama gildir um hlutfall kvenkyns samnemenda minna í tölvunarfræði, afhverju eru þær ekki að skila sér út í tæknigeirann? Það er mikilvægt að fjölbreytt fólk komi að bæði gerð og vinnslu gagna þar sem það hefur bein áhrif á líf okkar allra. Ég hvet því alla til þess að taka þátt í Gagnaþoni fyrir umhverfið sem fer fram 12.-19.ágúst n.k. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Kristjana Björk Barðdal Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
Mér svelgdist heldur betur á kaffibollanum í morgun þegar ég fór yfir skráningar í gagnaþon fyrir umhverfið. Kynjahlutföllin á skráðum þátttakendum voru virkilega skökk. Þrátt fyrir að ég sé ótrúlega ánægð með þann hóp sem hefur skráð sig og ég geti ekki beði eftir að sjá þær hugmyndir sem þau hafa fram að varpa, kom það mér talsvert á óvart hve fáar konur hafa skráð sig. Samanborið við aðrar keppnir og hraðla í nýsköpun er niðurstöðurnar svipaðar. Hvernig fáum við enn fjölbreyttari hóp af fólki til þess að taka þátt í nýsköpun og þá sérstaklega þegar kemur að gögnum og gervigreind? Þá sérstaklega fólk af öllum kynjum og bakgrunnum. Stór partur af því að vinna úr gögnum er gervigreind sem er einfaldlega gert með því að kenna forriti eða reikniriti ákveðið mynstur og mata það með gögnum. Niðurstöður eru síðan samþykktar eða ekki af einstaklingi sem þróar viðkomandi lausn. Því er mikilvægt að hópurinn sem komi að þróun gervigreindar sé fjölbreyttur til þess að niðurstöður hafi ekki innbyggða hlutdrægni sem gæti hampað öðrum hópi umfram annan. Dæmi eru um að Snjallúr sýni ekki réttan fjölda brenndra kaloría hjá barnshafandi konum þar sem formúlan sem reiknar hve miklu þær brenna taka ekki tillit til breyttrar brennslu. Annað dæmi er forrit sem búið var til af Amazon til þess að fara yfir ferilskrár og velja hæfasta einstaklinginn í starfið. Þar sem forritið var búið til að körlum varð til innbyggð hlutdrægni sem gerði það að verkum að karlar voru valdir í störfin umfram jafnhæfar konur. Þegar kemur að hlutfalli í námi virðist það mun skárra en á vinnumarkaði og nýsköpunarsenunni. Kynjahlutföllin þegar ég var í grunnámi í iðnaðarverkfærði voru ansi jöfn og áhugi á áföngum tengdum nýsköpun jafnvel meiri meðal kvenna. Því spyr ég hvers vegna það sé ekki að skila sér sviði nýsköpunar? Sama gildir um hlutfall kvenkyns samnemenda minna í tölvunarfræði, afhverju eru þær ekki að skila sér út í tæknigeirann? Það er mikilvægt að fjölbreytt fólk komi að bæði gerð og vinnslu gagna þar sem það hefur bein áhrif á líf okkar allra. Ég hvet því alla til þess að taka þátt í Gagnaþoni fyrir umhverfið sem fer fram 12.-19.ágúst n.k. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun