Hvers vegna hljóðritaði ég Helga Seljan með leynd? Jón Óttar Ólafsson skrifar 11. ágúst 2020 12:00 Í dag birti Samherji heimildarþátt sem fjallar um aðdraganda og eftirmál svokallaðs Seðlabankamáls. Í þættinum er meðal annars spiluð leynileg upptaka af Helga Seljan þar sem hann viðurkennir að hafa sagt áhorfendum Ríkissjónvarpsins ósatt í þætti Kastljóss 27. mars 2012. Umrædd upptaka var hljóðrituð af mér þegar ég hitti Helga á skrifstofu lögmanns í Reykjavík á árinu 2014. Ég var sá eini sem bjó yfir vitneskju um umrædda hljóðritun. Mig langar með nokkrum orðum að útskýra hvers vegna ég taldi forsvaranlegt að taka upp samtal mitt við Helga og hvers vegna upptakan hefur nú verið birt. Þáttur Kastljóss 27. mars 2012 markaði upphaf Seðlabankamálsins en í þættinum var sagt frá meintri sölu Samherja á karfa á undirverði til dótturfélaga erlendis. Allur þátturinn og fullyrðingar Helga Seljan í honum byggðu á „skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs“ eins og áhorfendum var ítrekað sagt í þættinum. Þannig var umrædd skýrsla aðal heimild Kastljóss við vinnslu þáttarins. Nú er komið í ljós að skýrslan var aldrei unnin af Verðlagsstofu skiptaverðs sem hefur staðfest það í bréfi til Samherja. „Ég er búin að renna yfir öll gögn þess máls sem á sínum tíma laut að karfarannsókn Verðlagsstofu og hafði samband við fyrrum starfsmann Verðlagsstofu sem kom með mér að rannsókn þessa máls. Engin skýrsla var samin,“ segir í tölvupósti frá deildarstjóra stofnunarinnar til Samherja hinn 4. apríl 2020. Á upptökunni leynilegu viðurkennir Helgi Seljan að hafa ekki fengið neinn hjá Verðlagsstofu skiptaverðs til að staðfesta á sínum tíma að skýrslan hefði verið unnin af stofnuninni. Engu að síður varði hann heilum Kastljósþætti í umfjöllun upp úr „skýrslunni.“ Þá viðurkennir Helgi á upptökunni að hafa átt við skýrsluna og þannig breytt henni áður en þátturinn fór í loftið. Hvers vegna gerði Helgi þetta? Hvers vegna setti hann ekki skjalið ofan í skúffu þegar hann fékk engan til að staðfesta tilurð þess og áreiðanleika? Ég hef engin svör við þessum spurningum en þessi vinnubrögð var brýnt að afhjúpa. Það sem Helgi gerði í þætti Kastljóss 27. mars 2012 er ekki aðeins birtingarmynd á óvandvirkni heldur gerðist hann sekur um óheiðarleg vinnubrögð, blekkingar og svik. Hann lét áhorfendur Ríkissjónvarpsins halda að það skjal sem hann byggði umfjöllun sína á væri opinbert skjal frá íslenskri ríkisstofnun þegar hann vissi sjálfur innst inni að hann gat ekki vitað það með vissu. Eins og hann orðaði það sjálfur, hann fékk engan hjá stofnuninni til að staðfesta að skýrslan „væri þarna.“ Allir heiðarlegir blaða- og fréttamenn hefðu stoppað og látið þar við sitja. Þegar ég hljóðritaði samtal okkar Helga á árinu 2014 vissi enginn hvernig „skýrslan“ varð til eða hvernig Seðlabankamálið hófst þarna tveimur árum fyrr. Stjórnendur Samherja vildu vita um tilurð þess og mér var falið það verkefni að afla upplýsinga sem gátu gagnast fyrirtækinu. Það var svo ekki fyrr en Kveiksþátturinn var sýndur í nóvember 2019, þar sem Helgi gerðist sekur um sömu óheiðarlegu vinnubrögðin, sem menn fóru að skoða vinnubrögð hans betur aftur í tímann og afla sér upplýsinga frá Verðlagsstofu skiptaverðs. Það var svo í reynd áfall en léttir á sama tíma þegar Verðlagsstofa skiptaverðs staðfesti endanlega í apríl síðastliðnum að skýrslan hefði ekki verið unnin hjá stofnuninni. Vinnubrögð Helga í Seðlabankamálinu virðast vera rauður þráður í störfum hans í gegnum tíðina og má týna til mörg dæmi yfir langt tímabil. Hér má nefna mál sem varðaði íslenskan ríkisborgararétt Luciu Celeste Molina Sierra. Hún höfðaði dómsmál gegn Helga og samstarfsfólki hans vegna umfjöllunar Kastljóss á árinu 2007. Kjarni umfjöllunar Kastljóss fjallaði um að meðferð umsóknar Luciu um ríkisborgararétt hefði verið óeðlileg og það hefði helgast af tengslum hennar við þáverandi umhverfisráðherra, sem var tengdamóðir hennar. Þótt sýknað hafi verið af bótakröfu í málinu sá Hæstiréttur Íslands engu að síður ástæðu til að gera alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð Helga Seljan og félaga en í dómi Hæstaréttar segir: „Umfjöllun stefndu um málið í Kastljósi og viðleitni þeirra til að sýna fram á að meðferð og afgreiðsla umsóknar áfrýjandans Luciu í stjórnsýslunni og hjá allsherjarnefnd Alþingis hefði verið óeðlileg, bar ofurliði vilja þeirra til að fara rétt með staðreyndir og til að leiðrétta rangfærslur og gera viðhlítandi grein fyrir lagagrundvelli málsins.” Þetta virðist líka hafa verið uppi á teningnum í Seðlabankamálinu. Viðleitni Helga til að sýna fram á spillingu hjá Samherja bar ofurliði vilja hans til að fara rétt með staðreyndir. Eins og kom á daginn kom ekkert út úr Seðlabankamálinu og vann Samherji fullnaðarsigur í því með dómi Hæstaréttar 8. nóvember 2018. Eins og betur verður farið yfir á næstu vikum stundaði Helgi þessi sömu vinnubrögð í þætti Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu. Einbeittur vilji hans til að finna spillingu varð til þess að hann byggði heilan sjónvarpsþátt á frásögn eins manns sem var rekinn frá Samherja og hefur síðan reynt að koma óorði á fyrirtækið með öllum tiltækum ráðum. Vinnubrögð Helga Seljan hafa haft víðtækar afleiðingar í för með sér fyrir venjulegt fólk. Fyrrverandi fjármálastjóri Samherja varð óvinnufær í Seðlabankamálinu og er ennþá að bíta úr nálinni með heilsubrest sem hann glímdi við í kjölfar þess. Helgi Seljan getur ekki borið ábyrgð á því hvernig Seðlabankinn brást við ábendingum hans. En Helgi hafði gengið á milli ríkisstofnana með skjal sem hann vissi að það væri vafasamt. Hann hafði ekki fengið neinn hjá Verðlagsstofu skiptaverðs til að staðfest áreiðanleika þess. Hann vissi betur. Því miður bendir margt til þess að fjölmiðlastjarna Helga Seljan hafi risið á grunni óheiðarlegra vinnubragða og jafnvel blekkinga. Það er nauðsynlegt að almenningur viti hvernig hann starfar. Hvernig þessi trúnaðarmaður fólksins á RÚV fer með heimildir, breytir þeim og lagar fréttaflutning að eigin geðþótta og það sem er alvarlegast, fer vísvitandi með ósannindi. Hér er um að ræða upplýsingar sem eiga brýnt erindi við almenning. Þess vegna var forsvaranlegt og rétt að birta upptöku af samtali okkar. Höfundur er doktor í afbrotafræði frá Cambridge-háskóla og fyrrverandi lögreglumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Samherjaskjölin Samherji og Seðlabankinn Sjávarútvegur Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í dag birti Samherji heimildarþátt sem fjallar um aðdraganda og eftirmál svokallaðs Seðlabankamáls. Í þættinum er meðal annars spiluð leynileg upptaka af Helga Seljan þar sem hann viðurkennir að hafa sagt áhorfendum Ríkissjónvarpsins ósatt í þætti Kastljóss 27. mars 2012. Umrædd upptaka var hljóðrituð af mér þegar ég hitti Helga á skrifstofu lögmanns í Reykjavík á árinu 2014. Ég var sá eini sem bjó yfir vitneskju um umrædda hljóðritun. Mig langar með nokkrum orðum að útskýra hvers vegna ég taldi forsvaranlegt að taka upp samtal mitt við Helga og hvers vegna upptakan hefur nú verið birt. Þáttur Kastljóss 27. mars 2012 markaði upphaf Seðlabankamálsins en í þættinum var sagt frá meintri sölu Samherja á karfa á undirverði til dótturfélaga erlendis. Allur þátturinn og fullyrðingar Helga Seljan í honum byggðu á „skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs“ eins og áhorfendum var ítrekað sagt í þættinum. Þannig var umrædd skýrsla aðal heimild Kastljóss við vinnslu þáttarins. Nú er komið í ljós að skýrslan var aldrei unnin af Verðlagsstofu skiptaverðs sem hefur staðfest það í bréfi til Samherja. „Ég er búin að renna yfir öll gögn þess máls sem á sínum tíma laut að karfarannsókn Verðlagsstofu og hafði samband við fyrrum starfsmann Verðlagsstofu sem kom með mér að rannsókn þessa máls. Engin skýrsla var samin,“ segir í tölvupósti frá deildarstjóra stofnunarinnar til Samherja hinn 4. apríl 2020. Á upptökunni leynilegu viðurkennir Helgi Seljan að hafa ekki fengið neinn hjá Verðlagsstofu skiptaverðs til að staðfesta á sínum tíma að skýrslan hefði verið unnin af stofnuninni. Engu að síður varði hann heilum Kastljósþætti í umfjöllun upp úr „skýrslunni.“ Þá viðurkennir Helgi á upptökunni að hafa átt við skýrsluna og þannig breytt henni áður en þátturinn fór í loftið. Hvers vegna gerði Helgi þetta? Hvers vegna setti hann ekki skjalið ofan í skúffu þegar hann fékk engan til að staðfesta tilurð þess og áreiðanleika? Ég hef engin svör við þessum spurningum en þessi vinnubrögð var brýnt að afhjúpa. Það sem Helgi gerði í þætti Kastljóss 27. mars 2012 er ekki aðeins birtingarmynd á óvandvirkni heldur gerðist hann sekur um óheiðarleg vinnubrögð, blekkingar og svik. Hann lét áhorfendur Ríkissjónvarpsins halda að það skjal sem hann byggði umfjöllun sína á væri opinbert skjal frá íslenskri ríkisstofnun þegar hann vissi sjálfur innst inni að hann gat ekki vitað það með vissu. Eins og hann orðaði það sjálfur, hann fékk engan hjá stofnuninni til að staðfesta að skýrslan „væri þarna.“ Allir heiðarlegir blaða- og fréttamenn hefðu stoppað og látið þar við sitja. Þegar ég hljóðritaði samtal okkar Helga á árinu 2014 vissi enginn hvernig „skýrslan“ varð til eða hvernig Seðlabankamálið hófst þarna tveimur árum fyrr. Stjórnendur Samherja vildu vita um tilurð þess og mér var falið það verkefni að afla upplýsinga sem gátu gagnast fyrirtækinu. Það var svo ekki fyrr en Kveiksþátturinn var sýndur í nóvember 2019, þar sem Helgi gerðist sekur um sömu óheiðarlegu vinnubrögðin, sem menn fóru að skoða vinnubrögð hans betur aftur í tímann og afla sér upplýsinga frá Verðlagsstofu skiptaverðs. Það var svo í reynd áfall en léttir á sama tíma þegar Verðlagsstofa skiptaverðs staðfesti endanlega í apríl síðastliðnum að skýrslan hefði ekki verið unnin hjá stofnuninni. Vinnubrögð Helga í Seðlabankamálinu virðast vera rauður þráður í störfum hans í gegnum tíðina og má týna til mörg dæmi yfir langt tímabil. Hér má nefna mál sem varðaði íslenskan ríkisborgararétt Luciu Celeste Molina Sierra. Hún höfðaði dómsmál gegn Helga og samstarfsfólki hans vegna umfjöllunar Kastljóss á árinu 2007. Kjarni umfjöllunar Kastljóss fjallaði um að meðferð umsóknar Luciu um ríkisborgararétt hefði verið óeðlileg og það hefði helgast af tengslum hennar við þáverandi umhverfisráðherra, sem var tengdamóðir hennar. Þótt sýknað hafi verið af bótakröfu í málinu sá Hæstiréttur Íslands engu að síður ástæðu til að gera alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð Helga Seljan og félaga en í dómi Hæstaréttar segir: „Umfjöllun stefndu um málið í Kastljósi og viðleitni þeirra til að sýna fram á að meðferð og afgreiðsla umsóknar áfrýjandans Luciu í stjórnsýslunni og hjá allsherjarnefnd Alþingis hefði verið óeðlileg, bar ofurliði vilja þeirra til að fara rétt með staðreyndir og til að leiðrétta rangfærslur og gera viðhlítandi grein fyrir lagagrundvelli málsins.” Þetta virðist líka hafa verið uppi á teningnum í Seðlabankamálinu. Viðleitni Helga til að sýna fram á spillingu hjá Samherja bar ofurliði vilja hans til að fara rétt með staðreyndir. Eins og kom á daginn kom ekkert út úr Seðlabankamálinu og vann Samherji fullnaðarsigur í því með dómi Hæstaréttar 8. nóvember 2018. Eins og betur verður farið yfir á næstu vikum stundaði Helgi þessi sömu vinnubrögð í þætti Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu. Einbeittur vilji hans til að finna spillingu varð til þess að hann byggði heilan sjónvarpsþátt á frásögn eins manns sem var rekinn frá Samherja og hefur síðan reynt að koma óorði á fyrirtækið með öllum tiltækum ráðum. Vinnubrögð Helga Seljan hafa haft víðtækar afleiðingar í för með sér fyrir venjulegt fólk. Fyrrverandi fjármálastjóri Samherja varð óvinnufær í Seðlabankamálinu og er ennþá að bíta úr nálinni með heilsubrest sem hann glímdi við í kjölfar þess. Helgi Seljan getur ekki borið ábyrgð á því hvernig Seðlabankinn brást við ábendingum hans. En Helgi hafði gengið á milli ríkisstofnana með skjal sem hann vissi að það væri vafasamt. Hann hafði ekki fengið neinn hjá Verðlagsstofu skiptaverðs til að staðfest áreiðanleika þess. Hann vissi betur. Því miður bendir margt til þess að fjölmiðlastjarna Helga Seljan hafi risið á grunni óheiðarlegra vinnubragða og jafnvel blekkinga. Það er nauðsynlegt að almenningur viti hvernig hann starfar. Hvernig þessi trúnaðarmaður fólksins á RÚV fer með heimildir, breytir þeim og lagar fréttaflutning að eigin geðþótta og það sem er alvarlegast, fer vísvitandi með ósannindi. Hér er um að ræða upplýsingar sem eiga brýnt erindi við almenning. Þess vegna var forsvaranlegt og rétt að birta upptöku af samtali okkar. Höfundur er doktor í afbrotafræði frá Cambridge-háskóla og fyrrverandi lögreglumaður.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar