Hinsegin allsstaðar allt árið um kring—líka í sundi Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2020 13:26 Hinsegin dagar hafa nú aftur gengið í garð og eru vitaskuld með breyttu samkomulagi í ár. Í stað viðburða og göngu verða Hinsegin dagar nú eingöngu í netheimum eða í hátíðardagskrá Hinsegin daga á RÚV. Hinsegin dagar eru fastur sessur í íslensku samfélagi og munum við alltaf halda Hinsegin daga, sama þó svo að það verði heima þetta árið.Hinsegin dagar eru nefnilega tími þar sem við minnum fólk á að fagna fjölbreytileikanum í hvítvetna. Við beinum sjónum okkar að því hversu langt við höfum komist en einnig hversu langt við eigum enn í land. Þó svo að miklar framfarir hafi átt sér stað á undanförnum áratugum, eins og má sjá í þáttunum Svona fólk eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur, þá er það langt því frá að baráttunni sé lokið. Fordómafullar raddir rísa enn upp á ári hverju í kringum Hinsegin daga og grassera fordómar í kommentakerfum landsins að vanda, sem og þegar önnur hinsegin málefni ber á góma í þjóðfélagsumræðunni. Þrátt fyrir að við sem samfélag gefum okkur út fyrir að vera svo opin og fordómalaus, þá upplifir hinsegin fólk ennþá fordóma í sínu daglega lífi á Íslandi, hvort sem það er í netheimum, út á götu, á vinnustað, innan fjölskyldu, þegar það leitar sér þjónustu eða þegar það gerir hversdagslega hluti eins og að fara í sund. Á síðasta ári komst það í fréttir að kvartað hefði verið undan því að tvær konur hefðu sakleysislega kysst í sundi og þær teknar á tal af sundlaugarverði. Þetta dæmi er því miður ekkert einsdæmi og lendir hinsegin fólk ítrekað í því að hinseginleiki þeirra er sagður óviðeigandi á opinberum vettvangi. Það er óþarfi að segja að slíkar kvartanir hefðu varla borist hefði verið um karl og konu að ræða, en sambönd milli karla og kvenna eru nær allstaðar sýnileg, bæði meðal fólks á almannafæri, í sjónvarpi og á samfélagsmiðlum án kvartana. Trans fólk upplifir einnig oft fordóma þegar það sækir sér sundstaði landsins, en undanfarin ár hafa komið upp all nokkur dæmi þar sem trans fólk hefur verið tekið á tal fyrir að nota klefa í samræmi við kynvitund. Þar má nefna að trans karli hefur verið vísað upp úr laug fyrir að nota karlaklefa og tvær trans konur teknar á tal af starfsfólki fyrir að nota kvennaklefa, og sagt að þær ættu að nota kynlausu klefa sem finna má í helstu sundlaugum í Reykjarvíkurborg. Þó svo að kynhlutlausir klefar á sundstöðum borgarinnar séu mikilvægt skref til að tryggja aðgengi kynsegin fólks og þeirra sem skilgreina sig ekki sem karla eða konur, þá verður að passa að slíkir klefar verði ekki til þess að aðgreina allt trans fólk, enda eiga trans konur og trans karlar rétt á því að nota klefa í samræmi við kynvitund og kynskráningu. Í Mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og nýlegum lög um kynrænt sjálfræði 80/2019 er kveðið skýrt á um að fólk hljóti sömu réttindi og aðrir af sama kyni þegar kynskráningum er breytt. Ég vona því að yfirvöld sjái sóma sinn í að leysa úr ágreiningsmálum með mannréttindi og aðgengi efst í huga og sýni í verki að mannréttindi hinsegin fólks séu virt að vettugi þegar á hólminn er komið. Það er einfaldlega lýðheilsumál að trans fólk hafi aðgengi að sundlaugum, líkamsrækt og íþróttaiðkun hérlendis og er mikilvægt að sveitarfélög og yfirvöld fari að lögum og sé skýrt í sinni afstöðu gagnvart aðgengi trans fólks af þeirri þjónustu. Trans fólk eins og annað fólk þarf að hafa óheft aðgengi að slíku, einfaldlega til að tryggja líkamlega og andlega velferð þeirra, og að þau geti æft þær íþróttir sem þau kjósa að æfa. Rannsóknir sýna að aðgengi að líkamsrækt getur aukið andlega líðan fólks til muna, og er slíkt því sérstaklega mikilvægt fyrir þjóðfélagshópa líkt og trans fólks, þar sem andleg líðan þeirra er oft verri af sökum fordóma og útskúfunar í samfélaginu.Langstærstur hluti trans fólk hefur flest allt hrökklast frá því að nýta sér sundlaugar, líkamsræktar stöðvar eða að iðka íþróttir af ótta við fordóma, útskúfun og að aðgengi þeirra sé heft. Það gerir það að verkum að trans fólk forðast hversdagslega hluti eins og að kíkja í sund með vinum og vandamönnum og hefur lang flest trans fólk ekki farið í sund í mörg ár ef ekki áratugi. Þetta er vandamál sem við eigum öll að láta okkur varða og vinna í því að búa til samfélag þar sem við getum öll notið okkar, hvort sem það er að skreppa í sund eða iðka íþrótt sem við brennum fyrir. Á þessum Hinsegin dögum hvet ég því fólk til þess að standa við bakið á því hinsegin fólki í hvítvetna—ekki bara þessa vikuna heldur allt árið um kring. Standið varðberg um fólkið í kringum ykkur og standið gegn fordómum og fáfræði á vinnustaðnum ykkar, heima hjá ykkur, á opinberum vettvangi, og jafnvel í jólahlaðborði með fjölskyldunni. Hinseginleiki á aldrei að vera feimnismál og hinsegin fólk á skilið pláss, virðingu og ást líkt og við öll. Gleðilega Hinsegin daga, nú sem alltaf. Höfundur er formaður Trans Íslands - félags trans fólks á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Hinsegin dagar hafa nú aftur gengið í garð og eru vitaskuld með breyttu samkomulagi í ár. Í stað viðburða og göngu verða Hinsegin dagar nú eingöngu í netheimum eða í hátíðardagskrá Hinsegin daga á RÚV. Hinsegin dagar eru fastur sessur í íslensku samfélagi og munum við alltaf halda Hinsegin daga, sama þó svo að það verði heima þetta árið.Hinsegin dagar eru nefnilega tími þar sem við minnum fólk á að fagna fjölbreytileikanum í hvítvetna. Við beinum sjónum okkar að því hversu langt við höfum komist en einnig hversu langt við eigum enn í land. Þó svo að miklar framfarir hafi átt sér stað á undanförnum áratugum, eins og má sjá í þáttunum Svona fólk eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur, þá er það langt því frá að baráttunni sé lokið. Fordómafullar raddir rísa enn upp á ári hverju í kringum Hinsegin daga og grassera fordómar í kommentakerfum landsins að vanda, sem og þegar önnur hinsegin málefni ber á góma í þjóðfélagsumræðunni. Þrátt fyrir að við sem samfélag gefum okkur út fyrir að vera svo opin og fordómalaus, þá upplifir hinsegin fólk ennþá fordóma í sínu daglega lífi á Íslandi, hvort sem það er í netheimum, út á götu, á vinnustað, innan fjölskyldu, þegar það leitar sér þjónustu eða þegar það gerir hversdagslega hluti eins og að fara í sund. Á síðasta ári komst það í fréttir að kvartað hefði verið undan því að tvær konur hefðu sakleysislega kysst í sundi og þær teknar á tal af sundlaugarverði. Þetta dæmi er því miður ekkert einsdæmi og lendir hinsegin fólk ítrekað í því að hinseginleiki þeirra er sagður óviðeigandi á opinberum vettvangi. Það er óþarfi að segja að slíkar kvartanir hefðu varla borist hefði verið um karl og konu að ræða, en sambönd milli karla og kvenna eru nær allstaðar sýnileg, bæði meðal fólks á almannafæri, í sjónvarpi og á samfélagsmiðlum án kvartana. Trans fólk upplifir einnig oft fordóma þegar það sækir sér sundstaði landsins, en undanfarin ár hafa komið upp all nokkur dæmi þar sem trans fólk hefur verið tekið á tal fyrir að nota klefa í samræmi við kynvitund. Þar má nefna að trans karli hefur verið vísað upp úr laug fyrir að nota karlaklefa og tvær trans konur teknar á tal af starfsfólki fyrir að nota kvennaklefa, og sagt að þær ættu að nota kynlausu klefa sem finna má í helstu sundlaugum í Reykjarvíkurborg. Þó svo að kynhlutlausir klefar á sundstöðum borgarinnar séu mikilvægt skref til að tryggja aðgengi kynsegin fólks og þeirra sem skilgreina sig ekki sem karla eða konur, þá verður að passa að slíkir klefar verði ekki til þess að aðgreina allt trans fólk, enda eiga trans konur og trans karlar rétt á því að nota klefa í samræmi við kynvitund og kynskráningu. Í Mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og nýlegum lög um kynrænt sjálfræði 80/2019 er kveðið skýrt á um að fólk hljóti sömu réttindi og aðrir af sama kyni þegar kynskráningum er breytt. Ég vona því að yfirvöld sjái sóma sinn í að leysa úr ágreiningsmálum með mannréttindi og aðgengi efst í huga og sýni í verki að mannréttindi hinsegin fólks séu virt að vettugi þegar á hólminn er komið. Það er einfaldlega lýðheilsumál að trans fólk hafi aðgengi að sundlaugum, líkamsrækt og íþróttaiðkun hérlendis og er mikilvægt að sveitarfélög og yfirvöld fari að lögum og sé skýrt í sinni afstöðu gagnvart aðgengi trans fólks af þeirri þjónustu. Trans fólk eins og annað fólk þarf að hafa óheft aðgengi að slíku, einfaldlega til að tryggja líkamlega og andlega velferð þeirra, og að þau geti æft þær íþróttir sem þau kjósa að æfa. Rannsóknir sýna að aðgengi að líkamsrækt getur aukið andlega líðan fólks til muna, og er slíkt því sérstaklega mikilvægt fyrir þjóðfélagshópa líkt og trans fólks, þar sem andleg líðan þeirra er oft verri af sökum fordóma og útskúfunar í samfélaginu.Langstærstur hluti trans fólk hefur flest allt hrökklast frá því að nýta sér sundlaugar, líkamsræktar stöðvar eða að iðka íþróttir af ótta við fordóma, útskúfun og að aðgengi þeirra sé heft. Það gerir það að verkum að trans fólk forðast hversdagslega hluti eins og að kíkja í sund með vinum og vandamönnum og hefur lang flest trans fólk ekki farið í sund í mörg ár ef ekki áratugi. Þetta er vandamál sem við eigum öll að láta okkur varða og vinna í því að búa til samfélag þar sem við getum öll notið okkar, hvort sem það er að skreppa í sund eða iðka íþrótt sem við brennum fyrir. Á þessum Hinsegin dögum hvet ég því fólk til þess að standa við bakið á því hinsegin fólki í hvítvetna—ekki bara þessa vikuna heldur allt árið um kring. Standið varðberg um fólkið í kringum ykkur og standið gegn fordómum og fáfræði á vinnustaðnum ykkar, heima hjá ykkur, á opinberum vettvangi, og jafnvel í jólahlaðborði með fjölskyldunni. Hinseginleiki á aldrei að vera feimnismál og hinsegin fólk á skilið pláss, virðingu og ást líkt og við öll. Gleðilega Hinsegin daga, nú sem alltaf. Höfundur er formaður Trans Íslands - félags trans fólks á Íslandi.
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar