Golf

Ólafía Þórunn leiðir eftir fyrsta hring

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ólafía Þórunn leiðir eftir fyrsta hring Íslandsmótsins.
Ólafía Þórunn leiðir eftir fyrsta hring Íslandsmótsins. Jorge Lemus/Getty Images

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir leiðir á Íslandsmótinu í golfi eftir fyrsta hring mótsins. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari síðustu tveggja ára, situr sem stendur í þriðja sæti.

Leikið er á Hlíðavelli í Mosfellsbæ að þessu sinni en þar hóf Ólafía Þórunn feril sinn.

Ólafía Þórunn átti góðan hring þó hún sé eflaust ósátt með fjölda skolla sem hún fékk á hringnum. Hún lék átta holur á pari, fékk fimm fugla, einn örn og fjóra skolla. Það þýðir að alls lék hún hringinn á 69 höggum eða þremur höggum undir pari.

Ragnhildur Kristinsdóttir kemur þar á eftir en hún fór hring dagsins á 70 höggum og því munar aðeins einu höggi á þeim. Þá er Íslandsmeistari síðustu tveggja ára – Guðrún Brá Björgvinsdóttir – á einu höggi undir pari, líkt og Saga Traustadóttir.

Það stefnir því í hörkukeppni í kvennaflokki en skoða má stöðu mótsins á vefsíðu Golfsambandsins.


Tengdar fréttir

Enginn atvinnukylfingur í efstu þremur sætunum

Atvinnukylfingarnir Axel Bóasson, Andri Þór Björnsson og Haraldur Franklín Magnús eru ekki meðal efstu þriggja kylfinga eftir fyrsta hringinn á Íslandsmótinu í golfi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.