Enginn atvinnukylfingur í efstu þremur sætunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. ágúst 2020 18:25 Axel Bóasson er enn í fínum málum þó hann sé ekki meðal efstu þriggja kylfinga á mótinu. VÍSIR/GSIMYNDIR.NET Atvinnukylfingarnir Axel Bóasson, Andri Þór Björnsson og Haraldur Franklín Magnús eru ekki meðal efstu þriggja kylfinga eftir fyrsta hringinn á Íslandsmótinu í golfi. Mótið fer fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ að þessu sinni. Sem stendur eru þeir Tómas Eiríksson Hjaltested og Aron Snær Júlíusson jafnir í efsta sætinu en þeir léku hring dagsins á þremur höggum undir pari. Þar á eftir koma þeir Viktor Ingi Einarsson. Rúnar Arnórsson og Sverrir Haraldsson en þeir léku hring dagsins á tveimur höggum undir pari. Staða efstu kylfinga í karlaflokki á 1. degi Íslandsmótsins í golfi 2020. https://t.co/D9IP2YEXdm pic.twitter.com/2mUECwFYE2— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 6, 2020 Axel Bóasson, Golfklúbbnum Keili, átti ágætis hring í dag og er enn til alls líklegur. Axel fór hringinn á einu höggi undir pari en tvöfaldur skolli á á 4. holu kostaði hann í dag. Annars lék hann nokkuð stöðugt golf. Andri Þór Björnsson og Haraldur Franklín Magnús – sem var talinn einkar sigurstranglegur fyrir mót – áttu ekki góðan hring í dag. Báðir léku á þremur höggum yfir pari og þurfa því spýta í lófana ætli þeir sér að ná efstu mönnum. Kristófer Karl Karlsson, klúbbsmeistari Mosfellsbæjar, var í góðum málum framan af hring sínum í dag og stefndi í að hann yrði jafn efstu mönnum. Hann fékk hins vegar þrjá skolla á síðustu fjórum holum sínum og endaði hring dagsins því á pari. Stöðuna á mótinu – í karlaflokki – má sjá inn á vef Golfsambandsins. Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Atvinnukylfingarnir Axel Bóasson, Andri Þór Björnsson og Haraldur Franklín Magnús eru ekki meðal efstu þriggja kylfinga eftir fyrsta hringinn á Íslandsmótinu í golfi. Mótið fer fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ að þessu sinni. Sem stendur eru þeir Tómas Eiríksson Hjaltested og Aron Snær Júlíusson jafnir í efsta sætinu en þeir léku hring dagsins á þremur höggum undir pari. Þar á eftir koma þeir Viktor Ingi Einarsson. Rúnar Arnórsson og Sverrir Haraldsson en þeir léku hring dagsins á tveimur höggum undir pari. Staða efstu kylfinga í karlaflokki á 1. degi Íslandsmótsins í golfi 2020. https://t.co/D9IP2YEXdm pic.twitter.com/2mUECwFYE2— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 6, 2020 Axel Bóasson, Golfklúbbnum Keili, átti ágætis hring í dag og er enn til alls líklegur. Axel fór hringinn á einu höggi undir pari en tvöfaldur skolli á á 4. holu kostaði hann í dag. Annars lék hann nokkuð stöðugt golf. Andri Þór Björnsson og Haraldur Franklín Magnús – sem var talinn einkar sigurstranglegur fyrir mót – áttu ekki góðan hring í dag. Báðir léku á þremur höggum yfir pari og þurfa því spýta í lófana ætli þeir sér að ná efstu mönnum. Kristófer Karl Karlsson, klúbbsmeistari Mosfellsbæjar, var í góðum málum framan af hring sínum í dag og stefndi í að hann yrði jafn efstu mönnum. Hann fékk hins vegar þrjá skolla á síðustu fjórum holum sínum og endaði hring dagsins því á pari. Stöðuna á mótinu – í karlaflokki – má sjá inn á vef Golfsambandsins.
Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira