Handbolti

Viggó færir sig um set í Þýskalandi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viggó Kristjánsson er enn á ný á faraldsfæti og mun leika með Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta á næstu leiktíð.
Viggó Kristjánsson er enn á ný á faraldsfæti og mun leika með Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta á næstu leiktíð. Mynd/Stöð 2 Sport

Landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson hefur fært sig um set í þýska handboltanum. Hann er nú orðinn leikmaður Stuttgart en það hefur legið í loftinu síðan síðla árs 2019.

Hinn 26 ára gamli Viggó lék með Wetzlar á nýafstöðnu tímabili sem var á endanum blásið af sökum kórónufaraldursins. Hann stoppaði stutt við hjá Wetzlar en hann var í Leipzig fyrir síðasta tímabil. 

Það var svo greint frá því í nóvember á síðasta ári að Viggó myndi ganga til liðs við Stuttgart þegar tímabilið væri á enda. Það yrði þá hans þriðja lið á þremur árum.

Félagið staðfesti loks í dag komu Viggós til félagsins.  Þar hittir hann Íslendinginn Elvar Ásgeirsson sem hefur leikið með liðinu frá því snemma árs 2019. Liðið endaði í 12. sæti af alls 18 liðum í þýsku úrvalsdeildinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.