Körfubolti

LeBron í nýju Liver­pool treyjunni í Dis­n­ey World

Anton Ingi Leifsson skrifar
LeBron myndaður á leið í leik næturinnar.
LeBron myndaður á leið í leik næturinnar. mynd/nbalakers/twitter

LeBron James er mikill stuðningsmaður nýkrýndra Englandsmeistara Liverpool og það sást á fatavali hans í gær.

LeBron er ásamt öðrum NBA-leikmönnum nú í Disney World en NBA deildin klárast þar. Liðin eru þar á hóteli og spila innan veggja Disney World vegna kórónuveirunnar.

LeBron og félagar í LA Lakers hafa verið í miklu stuði það sem af er leiktíðinni og hafa tryggt sér efsta sætið í vesturdeildinni en þetta er í fyrsta skipti sem það gerist í áratug.

Körfuboltamaðurinn magnaði hefur ekki farið leynt með aðdáun sína á Liverpool. Hann á einnig smá hlut í félaginu.

Hann var mættur í nýja treyju Liverpool er hann var myndaður í Disney World í gær á leið í leik Lakers gegn Oklahoma sem tapaðist.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.