Elvar fyrsti íslenski körfuboltamaðurinn sem nemur land í Litháen: „Þetta var auðveld ákvörðun“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2020 10:00 Elvar Már Friðriksson leikur í Litháen næstu tvö árin. vísir/bára Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, segist vera að taka skref upp á við á sínum ferli með því að fara til Siauliai í Litháen. Að sögn Njarðvíkingsins áttu félagaskiptin sér ekki langan aðdraganda. Hann var búinn að semja við félag í öðru landi en svo kom Siauliai inn í myndina. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við litháíska félagið. „Þetta kom í síðustu viku og gerðist mjög fljótt. Ég var eiginlega búinn að semja við annað lið en það datt upp fyrir. Svo kom þetta upp fljótlega eftir það og gekk hratt fyrir sig. Þetta er flottur kostur fyrir mig því þetta er mjög góð deild,“ sagði Elvar í samtali við Vísi. Á síðasta tímabili lék Elvar með Borås Basket í sænsku úrvalsdeildinni. Liðið varð meistari og Elvar valinn besti bakvörður deildarinnar. Hann var með 16,7 stig, 2,9 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Enginn leikmaður í sænsku deildinni gaf fleiri stoðsendingar en Elvar og þá var hann stiga- og framlagshæsti leikmaður Borås. Elvar lék með Njarðvík tímabilið 2018-19.vísir/bára Elvar segist hafa haft nokkra kosti í stöðunni eftir síðasta tímabil þótt þeir hafi eflaust verið færri en í venjulegu árferði. „Þeir voru ekkert rosalega margir en ástandið spilar inn í. Félögin eru seinni til en áður að semja við leikmenn. Þetta hefur verið svolítill rússíbani. Ég hafði nokkra möguleika en fannst þetta það besta í stöðunni,“ sagði Elvar. Siauliai er sannkallað bronslið en ekkert lið hefur endað oftar í 3. sæti litháísku deildarinnar. Síðustu ár hefur leiðin þó legið niður á við hjá Siauliai og í fyrra varð liðið í 8. sæti deildarinnar af tíu liðum. „Í gegnum tíðina hefur liðið verið í 3.-4. sæti á eftir risunum tveimur, Zalgiris og Rytas. Undanfarið hafa þeir aðeins dalað en þeir eru með mjög góðan þjálfara [Antanas Sireika] sem var með litháíska landsliðið,“ sagði Elvar sem heldur út til Litháens um miðjan ágúst. Antanas Sireika, þjálfari Siauliai, gerði Litháen að Evrópumeisturum 2003.getty/Tony Hernandez Hann segist vera á leið í sterkari deild en sú sænska er. „Ég hef heyrt að þetta sé mjög góð deild. Litháar eru mjög framarlega í körfubolta og eru með marga góða leikmenn. Þetta er gott skref upp á við fyrir mig. Það er meiri og betri körfuboltamenning þarna en í Svíþjóð. Ef ég geri vel þarna á ég eftir að fá fleiri tækifæri.“ Líkt og Elvar segir er Litháen mikil körfuboltaþjóð, hefur búið til marga framúrskarandi leikmenn og landsliðið náð langt á stórmótum. Eftir því sem næst verður komist er Elvar fyrsti íslenski körfuboltamaðurinn sem reynir fyrir sér í þessu mikla körfuboltalandi. „Þetta er mjög spennandi og var auðveld ákvörðun. Ég gerði tveggja ára samning og þetta lítur allt mjög vel út,“ sagði Elvar að endingu. Körfubolti Litháen Tengdar fréttir Elvar í Litháen næstu tvö árin Elvar Már Friðriksson, sem varð Svíþjóðarmeistari í körfubolta með Borås á síðustu leiktíð, er orðinn leikmaður Siauliai í Litháen. 26. júlí 2020 09:30 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Fleiri fréttir Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Sjá meira
Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, segist vera að taka skref upp á við á sínum ferli með því að fara til Siauliai í Litháen. Að sögn Njarðvíkingsins áttu félagaskiptin sér ekki langan aðdraganda. Hann var búinn að semja við félag í öðru landi en svo kom Siauliai inn í myndina. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við litháíska félagið. „Þetta kom í síðustu viku og gerðist mjög fljótt. Ég var eiginlega búinn að semja við annað lið en það datt upp fyrir. Svo kom þetta upp fljótlega eftir það og gekk hratt fyrir sig. Þetta er flottur kostur fyrir mig því þetta er mjög góð deild,“ sagði Elvar í samtali við Vísi. Á síðasta tímabili lék Elvar með Borås Basket í sænsku úrvalsdeildinni. Liðið varð meistari og Elvar valinn besti bakvörður deildarinnar. Hann var með 16,7 stig, 2,9 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Enginn leikmaður í sænsku deildinni gaf fleiri stoðsendingar en Elvar og þá var hann stiga- og framlagshæsti leikmaður Borås. Elvar lék með Njarðvík tímabilið 2018-19.vísir/bára Elvar segist hafa haft nokkra kosti í stöðunni eftir síðasta tímabil þótt þeir hafi eflaust verið færri en í venjulegu árferði. „Þeir voru ekkert rosalega margir en ástandið spilar inn í. Félögin eru seinni til en áður að semja við leikmenn. Þetta hefur verið svolítill rússíbani. Ég hafði nokkra möguleika en fannst þetta það besta í stöðunni,“ sagði Elvar. Siauliai er sannkallað bronslið en ekkert lið hefur endað oftar í 3. sæti litháísku deildarinnar. Síðustu ár hefur leiðin þó legið niður á við hjá Siauliai og í fyrra varð liðið í 8. sæti deildarinnar af tíu liðum. „Í gegnum tíðina hefur liðið verið í 3.-4. sæti á eftir risunum tveimur, Zalgiris og Rytas. Undanfarið hafa þeir aðeins dalað en þeir eru með mjög góðan þjálfara [Antanas Sireika] sem var með litháíska landsliðið,“ sagði Elvar sem heldur út til Litháens um miðjan ágúst. Antanas Sireika, þjálfari Siauliai, gerði Litháen að Evrópumeisturum 2003.getty/Tony Hernandez Hann segist vera á leið í sterkari deild en sú sænska er. „Ég hef heyrt að þetta sé mjög góð deild. Litháar eru mjög framarlega í körfubolta og eru með marga góða leikmenn. Þetta er gott skref upp á við fyrir mig. Það er meiri og betri körfuboltamenning þarna en í Svíþjóð. Ef ég geri vel þarna á ég eftir að fá fleiri tækifæri.“ Líkt og Elvar segir er Litháen mikil körfuboltaþjóð, hefur búið til marga framúrskarandi leikmenn og landsliðið náð langt á stórmótum. Eftir því sem næst verður komist er Elvar fyrsti íslenski körfuboltamaðurinn sem reynir fyrir sér í þessu mikla körfuboltalandi. „Þetta er mjög spennandi og var auðveld ákvörðun. Ég gerði tveggja ára samning og þetta lítur allt mjög vel út,“ sagði Elvar að endingu.
Körfubolti Litháen Tengdar fréttir Elvar í Litháen næstu tvö árin Elvar Már Friðriksson, sem varð Svíþjóðarmeistari í körfubolta með Borås á síðustu leiktíð, er orðinn leikmaður Siauliai í Litháen. 26. júlí 2020 09:30 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Fleiri fréttir Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Sjá meira
Elvar í Litháen næstu tvö árin Elvar Már Friðriksson, sem varð Svíþjóðarmeistari í körfubolta með Borås á síðustu leiktíð, er orðinn leikmaður Siauliai í Litháen. 26. júlí 2020 09:30