Körfubolti

Lakers og Milwaukee með sigra í æfingaleikjum

Ísak Hallmundarson skrifar
LeBron skoraði 20 stig í æfingaleik gegn Orlando í dag.
LeBron skoraði 20 stig í æfingaleik gegn Orlando í dag. getty/Jayne Kamin-Oncea

Los Angeles Lakers sigraði Orlando Magic í Orlando-búbblunni í Disneylandi í dag. Leikurinn er einn af þremur æfingaleikjum sem liðin fá áður en keppni hefst aftur í NBA þann 30. júlí.

Kyle Kuzma var stigahæstur með 25 stig í sigri Lakers en LeBron James skoraði 20 stig og gaf sjö stoðsendingar í leiknum, sem lauk með 119-112 sigri Lakers.

Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks unnu átta stiga sigur á Sacramento Kings, 131-123. Giannis var með 15 stig, níu fráköst og sex stoðsendingar á rétt rúmlega 15 mínútum. Kyle Korver var stigahæstur með 22 stig.

 Hér má síðan sjá leikjadagskránna í NBA. 

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.