Körfubolti

Lakers og Milwaukee með sigra í æfingaleikjum

Ísak Hallmundarson skrifar
LeBron skoraði 20 stig í æfingaleik gegn Orlando í dag.
LeBron skoraði 20 stig í æfingaleik gegn Orlando í dag. getty/Jayne Kamin-Oncea

Los Angeles Lakers sigraði Orlando Magic í Orlando-búbblunni í Disneylandi í dag. Leikurinn er einn af þremur æfingaleikjum sem liðin fá áður en keppni hefst aftur í NBA þann 30. júlí.

Kyle Kuzma var stigahæstur með 25 stig í sigri Lakers en LeBron James skoraði 20 stig og gaf sjö stoðsendingar í leiknum, sem lauk með 119-112 sigri Lakers.

Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks unnu átta stiga sigur á Sacramento Kings, 131-123. Giannis var með 15 stig, níu fráköst og sex stoðsendingar á rétt rúmlega 15 mínútum. Kyle Korver var stigahæstur með 22 stig.

 Hér má síðan sjá leikjadagskránna í NBA. 

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.