Lífið

Vökubíll sótti Vökubíl sem sótti skutbíl

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tveir á palli.
Tveir á palli. helga lind mar

Bíll frá dráttarbílafyrirtækinu Vöku þurfti að sækja annað bíl frá dráttarbílafyrirtækinu Vöku í gær, en sá var að sækja bíl sem var ekki á vegum dráttarbílafyrirtækisins Vöku. Fyrir vikið myndaðist þriggja bíla turn í port JL-hússins í Vesturbæ Reykjavíkur, eins og myndin hér að ofan ber með sér.

Valdimar Haraldsson, deildarstjóri hjá akstursdeild Vöku, segir í samtali við vef Morgunblaðisins að loftpúði hafi sprungið í minni Vökubílnum. Hann hafi verið „bremsulaus og allslaus“ eins og hann kemst að orði. Þetta sé ekki í fyrsta sinn sem þessi staða kemur upp hjá Vöku að sögn Valdimars sem bætir við að sambærileg atvik þekkist jafnframt meðal keppinautanna.

Helga Lind Mar segir í samtali við Vísi að móðir hennar hafi tekið umrædda mynd, sem vakið hefur mikla athygli á samfélagsmiðlum. Helga Lind deildi mynd móður sinnar af bílasamlokunni sem hún segir hafa myndast síðdegis í gær í Vesturbænum sem fyrr segir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.