Lífið

Lygilegt körfuboltaskot

Stefán Árni Pálsson skrifar
Með hreinum ólíkindum að ná þessu.
Með hreinum ólíkindum að ná þessu.

Bandaríkjamaðurinn Larry Moreno er að vekja heldur mikla athygli fyrir körfuboltaskot sem hann náði á myndband.

The Sun sýnir myndbandið á Twitter-síðu miðilsins en drengurinn hleypur að steinsteyptum vegg, hoppar á vegginn og setur boltann í gegnum klofið á sér. Því næst snýr hann sér við og kastar boltanum aftur fyrir sig, og beint ofan í.

Viðbrögð hans eftir skotið eru einnig merkilega. Það er eins og hann hafi gert þetta hundrað sinnum áður.

Hér að neðan má sjá þetta ótrúlega skot.

 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.