Sport

Dagskráin í dag: Stórleikur í Vesturbænum, Pepsi Max Tilþrifin og Lionel Messi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Íslandsmeistarar KR fá Breiðablik í heimsókn í dag.
Íslandsmeistarar KR fá Breiðablik í heimsókn í dag. Vísir/HAG

Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Við sýnum stórleik Íslandsmeistara KR og Breiðabliks í beinni útstendingu í kvöld. Gestirnir úr Kópavogi eru á toppi Pepsi Max deildar karla en þeir hafa ekki enn tapað leik. Liðið hefur þó gert tvö jafntefli í röð og úthvíldir KR-ingar hugsa sér eflaust gott til glóðarinnar.

Eftir að leik lýkur verða Pepsi Max tilþrifin í beinni útsendingu en þar fer Kjartan Atli Kjartansson yfir öll helstu tilþrif 6. umferðar Pepsi Max deildarinnar.

Stöð 2 Sport 2

Við sýnum frá ástríðunni á Englandi en Oxford United og Wycombe Wanderers mætast í úrslitum umspilsins í ensku C-deildinni eða League 1 eins og hún kallast. Liðið sem landar sigri kemst upp í ensku B-deildina á næstu leiktíð. 

Stöð 2 Sport 3

Stórlið Real Madrid heimsækir Granda í spænsku úrvalsdeildinni. Madrid getur náð fjögurra stiga forystu en Barcelona lék á föstudaginn. Real færi þar af leiðandi langleiðina með að tryggja sér sigur í deildinni takist þeim að landa þremur stigum í dag.

Stöð 2 E-Sport

Öll mánudagskvöld koma þeir Óli Jóels, Kristján Einar, Tryggvi og Halldór Már og spila heitustu tölvuleikina hverju sinni. Léttleiki og hlátur einkenna mánudagskvöld GameTívi.

Dagskrá Stöðvar 2 Sport má finna hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.