Innlent

Þriggja bíla árekstur við Stóru-Laxá

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Frá slysstað við Stóru-Laxá skammt frá Flúðum.
Frá slysstað við Stóru-Laxá skammt frá Flúðum. Vísir/Magnús Hlynur

Þrír slösuðust í þriggja bíla árekstri sem varð við Stóru-Laxá skammt frá Flúðum á fjórða tímanum í dag. Töluverðar skemmdir urðu á bílnunum en áverkar tveggja ökumannanna voru minniháttar en einn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur til aðhlynningar. 

Veginum hefur verið lokað á þeim kafla sem slysið varð. Umferðin er þung að sögn lögreglunnar og eru töluverðar tafir á umferð. Fólki er bent á að hægt sé að beygja inn Skálholtsafleggjarann til að komast á Flúðir. 

Útkall barst klukkan 15:36 og voru sjúkrabílar, lögreglulið og slökkvilið sent á vettvang. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar við gæslustörf þegar útkallið barst og var hún kölluð út. Þyrlan lenti á Landspítalanum klukkan hálf fimm. 

Fréttin var uppfærð klukkan 17:10.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.