Öflugur málsvari í 75 ár villist af leið Þröstur Friðfinnsson skrifar 10. júlí 2020 08:45 Í nýliðnum mánuði varð okkar kæra Samband íslenskra sveitarfélaga 75 ára. Formaður okkar, Aldís Hafsteinsdóttir, ritaði af því tilefni ágæta grein á heimasíðu sambandsins. Þar ræðir hún m.a. mikilvægi þess að sveitarfélögin eigi sér sameiginlegan málsvara. Málsvara sem komið geti fram fyrir hönd allra sveitarfélaga. Þetta er hárrétt hjá formanninum, það er sveitarfélögunum gríðarlega mikils virði að eiga öflugan sameiginlegan málsvara. Af þessu tilefni er ágætt að velta aðeins fyrir sér hlutverki og störfum sambandsins. Því miður hefur núverandi stjórn undir dyggri forystu Aldísar, villst nokkuð af leið í hagsmunagæslunni. Samband íslenskra sveitarfélaga er félag með frjálsri aðild. Því ber að gæta hagsmuna aðildarfélaga sinna og þá þeirra allra, eins og kemur fram í grein formannsins. Sambandið er ekki stjórnsýslustofnun og ekki stjórnsýslustig, en nokkuð hefur borið á að menn teldu sambandið hafa slíka stjórnsýslulega stöðu. Það er afar mikilvægt að stjórnarmenn séu meðvitaðir um þessi atriði og vinni samkvæmt þeim, vinni samkvæmt samþykktum þess félags sem þeir eru kjörnir til að stýra. Stjórn sambandsins skipa nú eingögnu fulltrúar frá 20 stærstu sveitarfélögunum. Nokkuð hefur borið á gagnrýni á aðferð við stjórnarkjör, einkum vegna þess að fulltrúar gömlu stjórnmálaflokkanna eigi einir aðgang að stjórn. Ekki síður er það bagalegt að rödd minni sveitarfélaga heyrist ekki þar inni. Þau telja þó meira en helming aðildarfélaga að fjölda til. Þegar stjórn fellur síðan í þá gryfju að fara harkalega fram gegn hagsmunum og vilja verulegs hluta aðildarfélaga sinna, er illa fyrir henni og sambandinu komið. Það stenst engan veginn að fulltrúar stærri sveitarfélaga vinni opinberlega í nafni sambandsins að því að leggja niður eða innlima minni sveitarfélög. Og það þvert gegn vilja íbúa þeirra og kjörinna fulltrúa. Þegar stjórnin og sambandið tekur sér þannig stöðu við hlið ráðherra gegn verulegum hluta sinna aðildarfélaga, er farið þvert gegn samþykktum sambandsins og því góða starfi til 75 ára sem formaðurinn fjallar svo fjálglega um. Minni sveitarfélög eiga hér engar varnir, enga kæruleið, engan málsvara í stjórn. Í raun er merkilegt að þau hafi ekki þegar yfirgefið sambandið í hóp. Sýnir það vel góðan hug þeirra til sambandsins og nokkra bjartsýni þeirra á breytingar. En ef ekkert breytist hlýtur þó að koma að því að það gerist. Ábyrgð stjórnarmanna sem vinna þannig gegn vilja og hagsmunum sinna félagsmanna er mikil. Sama gildir um fulltrúa stóru sveitarfélaganna sem greiddu atkvæði á aukalandsþingi s.l. haust. Þar var farið á svig við eðlileg vinnubrögð í frjálsu félagi. Til frekari útskýringa mætti taka tvö dæmi; Það má vel færa rök fyrir því að hagkvæmt gæti verið að sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu í eitt. Ef fulltrúar landsbyggðar og Reykjavíkur samþykktu í skjóli meirihlutavalds á landsþingi tillögu um slíkt, myndu þá fulltrúar Garðabæjar sætta sig við það og að stjórn fylgdi slíkri tillögu fast eftir? Þrátt fyrir eindregna andstöðu íbúa Garðabæjar sem yrðu sviptir sínum lýðræðislega rétti til að ráða sínum ráðum sjálfir? Einnig má alveg færa rök fyrir því að mesta ójafnvægi á sveitarstjórnarstiginu sé stærð Reykjavíkur. Segjum að fulltrúar annarra sveitarfélaga samþykktu á landsþingi, gegn harðri andstöðu fulltrúa Reykjavíkur, tillögu um að Reykjavík skyldi skipt upp í 5 sveitarfélög. Eða jafnvel í fleiri hluta sem yrðu þá sameinaðir nágrannasveitarfélögum. Myndu fulltrúar Reykjavíkur telja það eðlileg vinnubrögð og sætta sig við að stjórn fylgdi slíkum tillögum fast eftir sem stefnu sambandsins? Auðvitað vita íbúarnir sjálfir hvað er þeim fyrir bestu, lýðræðið endar ekki við einhverja tölu. Lýðræði, íbúalýðræði og sjálfstjórnarréttur eru grunnstef í stefnu sambandsins. Að vanvirða þann rétt íbúa stórs hluta aðildarfélaga þess er engum til sóma. Um leið og ég óska Sambandi íslenskra sveitarfélaga til hamingu með árin 75, leyfi ég mér að ala þá von í brjósti að það beri gæfu til að komast aftur á sína fyrri braut. Að vera öflugur málsvari allra sveitarfélaga í landinu, stórra sem smárra. Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýliðnum mánuði varð okkar kæra Samband íslenskra sveitarfélaga 75 ára. Formaður okkar, Aldís Hafsteinsdóttir, ritaði af því tilefni ágæta grein á heimasíðu sambandsins. Þar ræðir hún m.a. mikilvægi þess að sveitarfélögin eigi sér sameiginlegan málsvara. Málsvara sem komið geti fram fyrir hönd allra sveitarfélaga. Þetta er hárrétt hjá formanninum, það er sveitarfélögunum gríðarlega mikils virði að eiga öflugan sameiginlegan málsvara. Af þessu tilefni er ágætt að velta aðeins fyrir sér hlutverki og störfum sambandsins. Því miður hefur núverandi stjórn undir dyggri forystu Aldísar, villst nokkuð af leið í hagsmunagæslunni. Samband íslenskra sveitarfélaga er félag með frjálsri aðild. Því ber að gæta hagsmuna aðildarfélaga sinna og þá þeirra allra, eins og kemur fram í grein formannsins. Sambandið er ekki stjórnsýslustofnun og ekki stjórnsýslustig, en nokkuð hefur borið á að menn teldu sambandið hafa slíka stjórnsýslulega stöðu. Það er afar mikilvægt að stjórnarmenn séu meðvitaðir um þessi atriði og vinni samkvæmt þeim, vinni samkvæmt samþykktum þess félags sem þeir eru kjörnir til að stýra. Stjórn sambandsins skipa nú eingögnu fulltrúar frá 20 stærstu sveitarfélögunum. Nokkuð hefur borið á gagnrýni á aðferð við stjórnarkjör, einkum vegna þess að fulltrúar gömlu stjórnmálaflokkanna eigi einir aðgang að stjórn. Ekki síður er það bagalegt að rödd minni sveitarfélaga heyrist ekki þar inni. Þau telja þó meira en helming aðildarfélaga að fjölda til. Þegar stjórn fellur síðan í þá gryfju að fara harkalega fram gegn hagsmunum og vilja verulegs hluta aðildarfélaga sinna, er illa fyrir henni og sambandinu komið. Það stenst engan veginn að fulltrúar stærri sveitarfélaga vinni opinberlega í nafni sambandsins að því að leggja niður eða innlima minni sveitarfélög. Og það þvert gegn vilja íbúa þeirra og kjörinna fulltrúa. Þegar stjórnin og sambandið tekur sér þannig stöðu við hlið ráðherra gegn verulegum hluta sinna aðildarfélaga, er farið þvert gegn samþykktum sambandsins og því góða starfi til 75 ára sem formaðurinn fjallar svo fjálglega um. Minni sveitarfélög eiga hér engar varnir, enga kæruleið, engan málsvara í stjórn. Í raun er merkilegt að þau hafi ekki þegar yfirgefið sambandið í hóp. Sýnir það vel góðan hug þeirra til sambandsins og nokkra bjartsýni þeirra á breytingar. En ef ekkert breytist hlýtur þó að koma að því að það gerist. Ábyrgð stjórnarmanna sem vinna þannig gegn vilja og hagsmunum sinna félagsmanna er mikil. Sama gildir um fulltrúa stóru sveitarfélaganna sem greiddu atkvæði á aukalandsþingi s.l. haust. Þar var farið á svig við eðlileg vinnubrögð í frjálsu félagi. Til frekari útskýringa mætti taka tvö dæmi; Það má vel færa rök fyrir því að hagkvæmt gæti verið að sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu í eitt. Ef fulltrúar landsbyggðar og Reykjavíkur samþykktu í skjóli meirihlutavalds á landsþingi tillögu um slíkt, myndu þá fulltrúar Garðabæjar sætta sig við það og að stjórn fylgdi slíkri tillögu fast eftir? Þrátt fyrir eindregna andstöðu íbúa Garðabæjar sem yrðu sviptir sínum lýðræðislega rétti til að ráða sínum ráðum sjálfir? Einnig má alveg færa rök fyrir því að mesta ójafnvægi á sveitarstjórnarstiginu sé stærð Reykjavíkur. Segjum að fulltrúar annarra sveitarfélaga samþykktu á landsþingi, gegn harðri andstöðu fulltrúa Reykjavíkur, tillögu um að Reykjavík skyldi skipt upp í 5 sveitarfélög. Eða jafnvel í fleiri hluta sem yrðu þá sameinaðir nágrannasveitarfélögum. Myndu fulltrúar Reykjavíkur telja það eðlileg vinnubrögð og sætta sig við að stjórn fylgdi slíkum tillögum fast eftir sem stefnu sambandsins? Auðvitað vita íbúarnir sjálfir hvað er þeim fyrir bestu, lýðræðið endar ekki við einhverja tölu. Lýðræði, íbúalýðræði og sjálfstjórnarréttur eru grunnstef í stefnu sambandsins. Að vanvirða þann rétt íbúa stórs hluta aðildarfélaga þess er engum til sóma. Um leið og ég óska Sambandi íslenskra sveitarfélaga til hamingu með árin 75, leyfi ég mér að ala þá von í brjósti að það beri gæfu til að komast aftur á sína fyrri braut. Að vera öflugur málsvari allra sveitarfélaga í landinu, stórra sem smárra. Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun