Handbolti

Einn besti hand­­bolta­­maður heims orðinn stúdent

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hansen kominn með húfuna á loft.
Hansen kominn með húfuna á loft. mynd/vestskoven albertslund skólinn á facebook

Handboltastjarnan Mikkel Hansen, leikmaður PSG í Frakklandi og danska landsliðsins, er orðinn stúdent en hann fékk hvítu húfuna um helgina.

Mikkel kláraði verslunarpróf við Vestskoven-skólann í Albertslund en hann fékk húfuna á höfuðið um helgina er hann var í fríi í Danmörku.

„Þá er það möguleiki að setja húfuna á síðasta stúdentinn frá Vestskoven í Albertslund. Til hamingju Mikkel Hansen. Mjög öflugt að ráða við fjölskylduna, handboltann og prófin,“ skrifaði skólann á samfélagsmiðla sína.

Eftir að húfan fór á loft keyrði Hansen frá skólanum í hvítum jeppa sem var skreyttur með bæði fánum og greni en stúdentar í Danmörku keyra þannig um götur bæjarins í rútu eftir að húfan fari á loft.

„Þetta er svo sætt. Þetta er svo vel gert. Hann fær þetta sérstaklega í dag. Hann var í skólanum hjá okkur en þegar hann flutti hefur þetta verið á netinu,“ sagði Trine Ladekarl Nelleman, skólastjóri skólans.

Að verða stúdent er ekki það eina góða sem hefur komið fyrir Danann á árinu því hann gifti sig unnustu sinni, Stephanie Gundelach, í maí.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.