Handbolti

Einn besti hand­­bolta­­maður heims orðinn stúdent

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hansen kominn með húfuna á loft.
Hansen kominn með húfuna á loft. mynd/vestskoven albertslund skólinn á facebook

Handboltastjarnan Mikkel Hansen, leikmaður PSG í Frakklandi og danska landsliðsins, er orðinn stúdent en hann fékk hvítu húfuna um helgina.

Mikkel kláraði verslunarpróf við Vestskoven-skólann í Albertslund en hann fékk húfuna á höfuðið um helgina er hann var í fríi í Danmörku.

„Þá er það möguleiki að setja húfuna á síðasta stúdentinn frá Vestskoven í Albertslund. Til hamingju Mikkel Hansen. Mjög öflugt að ráða við fjölskylduna, handboltann og prófin,“ skrifaði skólann á samfélagsmiðla sína.

Eftir að húfan fór á loft keyrði Hansen frá skólanum í hvítum jeppa sem var skreyttur með bæði fánum og greni en stúdentar í Danmörku keyra þannig um götur bæjarins í rútu eftir að húfan fari á loft.

„Þetta er svo sætt. Þetta er svo vel gert. Hann fær þetta sérstaklega í dag. Hann var í skólanum hjá okkur en þegar hann flutti hefur þetta verið á netinu,“ sagði Trine Ladekarl Nelleman, skólastjóri skólans.

Að verða stúdent er ekki það eina góða sem hefur komið fyrir Danann á árinu því hann gifti sig unnustu sinni, Stephanie Gundelach, í maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×