Innlent

Breyta vinnulagi á landamærunum eftir að smit greindust ekki í fyrstu skimun

Andri Eysteinsson skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm

Stefnt er að setja á laggirnar vinnulag til þess að koma í veg fyrir að fólk, nýsmitað af kórónuveirunni, geti komið til landsins og ekki greinst jákvætt fyrir kórónuveirusmiti á landamærunum.

Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra í dag.

Þórólfur sagði best að tekið yrði sýni við komuna til landsins, fólk sett í sóttkví og annað sýni tekið fjórum til fimm dögum seinna. „Þá ættu þeir sem eru smitaðir að vera komnir með jákvætt sýni,“ sagði Þórólfur en undanfarna daga hefur verið deilt um ágæti skimunarinnar á landamærunum eftir að smit greindist í einstaklingi sem hafði, við komuna frá Bandaríkjunum ekki greinst smituð, fjöldi fólks hefur verið skipað í sóttkví vegna málsins.

„Þetta eru fyrst og fremst Íslendingar og útlendingar sem búa hér. Þessa nálgun notuðum við í mars sem að gafst vel og ég mun í vikunni leggja til við ráðherra að þetta vinnulag verði tekið upp,“ sagði Þórólfur.

Vinnulag sem þetta krefst mikillar skipulagningar samkvæmt sóttvarnalækni og er nauðsynlegt að gera þetta sem fyrst. Viðræður við rétta aðila hefjast á næstu dögum og vonast Þórólfur að hægt verði að hrinda þessu í framkvæmd eins fljótt og auðið er.

Þangað til hafa verið gefnar út sérstakar leiðbeiningar um að fara farlega fyrstu fjórtán dagana eftir komuna. „Við erum ekki að krefjast sóttkvíar en nánast. Fólk fari mjög varlega,“ sagði Þórólfur.

Þórólfur sagði þá í spurningarhluta fundsins að vegna tengslanetsins hér á landi munu Íslendingar þurfa í seinni skimun en ekki erlendir ferðamenn. Ekki þurfi að greiða fyrir seinni skimun sem gerð er innan þrjátíu daga frá þeirri fyrstu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.