Hagar töpuðu 96 milljónum á Covid-lituðum ársfjórðungi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. júní 2020 18:35 Verslanir Bónus eru undir hatti Haga. Vísir/Vilhelm Hagar töpuðu 98 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. Tekjuvöxtur var í dagvöruhluta Hagasamstæðunnar en samdráttur var í olíu-, bensín- og veitingasölu hjá Olís og í sérvöruverslunum. Félagið og dótturfélög þess fóru ekki varhluta af áhrifum Covid-19 faraldursins. Í tilkynningu til Kauphallar segir að vörusala fyrstu þrjá mánuði ársins hafi numið 28.241 milljónum króna, samanborið við 28.590 milljónir króna árið áður. Söluminnkun tímabilsins milli ára er 1,2 prósent. Þar munar mikið um söluminnkun hjá Olós en hún var 26 prósent á milli tímabila. Þó varð söluhækkun í verslana- og vöruhúsahluta samstæðunnar um 11 prósent. Framlegð félagsins var 5.829 milljónir króna, samanborið við 6.432 milljónir króna árið áður eða 20,6 prósent framlegð samanborið við 22,5 prósent á fyrra ári. Gengisfall íslensku krónunnar og mikil lækkun á heimsmarkaðsverði olíu á tímabilinu, auk verðhækkana frá birgjum, höfðu mikil áhrif á framlegð, að því er segir í tilkynningunni. Tap tímabilsins eftir skatta nam 96 milljónum króna, sem jafngildir 0,3 prósent af veltu en hagnaður eftir skatta á fyrra ári var 665 milljónir króna eða 2,3 prósent af veltu. „Fyrstu þrír mánuðir rekstrarársins eru undir áætlunum enda fóru Hagar og dótturfélög þess ekki varhluta af áhrifum COVID-19 faraldursins. Áhrifa fór að gæta í mars en áhrifin á félög innan samstæðunnar eru ólík eftir starfsemi þeirra. Tekjuvöxtur var í dagvöruhluta samstæðunnar en samdráttur í olíu-, bensín- og veitingasölu hjá Olís og í sérvöruverslunum. Gengisfall íslensku krónunnar og sú lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu sem átti sér stað á tímabilinu hafði áhrif á framlegð og þá voru verðhækkanir birgja töluverðar,“ segir í tilkynningunni. Þrátt fyrir þetta sé félagið vel í stakk búið til að takast á við þær aðstæður sem skapast hafa vegna faraldursins, efnahags- og lausafjárstaða félagsins sé sterk. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Markaðir Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Hagar töpuðu 98 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. Tekjuvöxtur var í dagvöruhluta Hagasamstæðunnar en samdráttur var í olíu-, bensín- og veitingasölu hjá Olís og í sérvöruverslunum. Félagið og dótturfélög þess fóru ekki varhluta af áhrifum Covid-19 faraldursins. Í tilkynningu til Kauphallar segir að vörusala fyrstu þrjá mánuði ársins hafi numið 28.241 milljónum króna, samanborið við 28.590 milljónir króna árið áður. Söluminnkun tímabilsins milli ára er 1,2 prósent. Þar munar mikið um söluminnkun hjá Olós en hún var 26 prósent á milli tímabila. Þó varð söluhækkun í verslana- og vöruhúsahluta samstæðunnar um 11 prósent. Framlegð félagsins var 5.829 milljónir króna, samanborið við 6.432 milljónir króna árið áður eða 20,6 prósent framlegð samanborið við 22,5 prósent á fyrra ári. Gengisfall íslensku krónunnar og mikil lækkun á heimsmarkaðsverði olíu á tímabilinu, auk verðhækkana frá birgjum, höfðu mikil áhrif á framlegð, að því er segir í tilkynningunni. Tap tímabilsins eftir skatta nam 96 milljónum króna, sem jafngildir 0,3 prósent af veltu en hagnaður eftir skatta á fyrra ári var 665 milljónir króna eða 2,3 prósent af veltu. „Fyrstu þrír mánuðir rekstrarársins eru undir áætlunum enda fóru Hagar og dótturfélög þess ekki varhluta af áhrifum COVID-19 faraldursins. Áhrifa fór að gæta í mars en áhrifin á félög innan samstæðunnar eru ólík eftir starfsemi þeirra. Tekjuvöxtur var í dagvöruhluta samstæðunnar en samdráttur í olíu-, bensín- og veitingasölu hjá Olís og í sérvöruverslunum. Gengisfall íslensku krónunnar og sú lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu sem átti sér stað á tímabilinu hafði áhrif á framlegð og þá voru verðhækkanir birgja töluverðar,“ segir í tilkynningunni. Þrátt fyrir þetta sé félagið vel í stakk búið til að takast á við þær aðstæður sem skapast hafa vegna faraldursins, efnahags- og lausafjárstaða félagsins sé sterk.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Markaðir Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira