Hagar töpuðu 96 milljónum á Covid-lituðum ársfjórðungi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. júní 2020 18:35 Verslanir Bónus eru undir hatti Haga. Vísir/Vilhelm Hagar töpuðu 98 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. Tekjuvöxtur var í dagvöruhluta Hagasamstæðunnar en samdráttur var í olíu-, bensín- og veitingasölu hjá Olís og í sérvöruverslunum. Félagið og dótturfélög þess fóru ekki varhluta af áhrifum Covid-19 faraldursins. Í tilkynningu til Kauphallar segir að vörusala fyrstu þrjá mánuði ársins hafi numið 28.241 milljónum króna, samanborið við 28.590 milljónir króna árið áður. Söluminnkun tímabilsins milli ára er 1,2 prósent. Þar munar mikið um söluminnkun hjá Olós en hún var 26 prósent á milli tímabila. Þó varð söluhækkun í verslana- og vöruhúsahluta samstæðunnar um 11 prósent. Framlegð félagsins var 5.829 milljónir króna, samanborið við 6.432 milljónir króna árið áður eða 20,6 prósent framlegð samanborið við 22,5 prósent á fyrra ári. Gengisfall íslensku krónunnar og mikil lækkun á heimsmarkaðsverði olíu á tímabilinu, auk verðhækkana frá birgjum, höfðu mikil áhrif á framlegð, að því er segir í tilkynningunni. Tap tímabilsins eftir skatta nam 96 milljónum króna, sem jafngildir 0,3 prósent af veltu en hagnaður eftir skatta á fyrra ári var 665 milljónir króna eða 2,3 prósent af veltu. „Fyrstu þrír mánuðir rekstrarársins eru undir áætlunum enda fóru Hagar og dótturfélög þess ekki varhluta af áhrifum COVID-19 faraldursins. Áhrifa fór að gæta í mars en áhrifin á félög innan samstæðunnar eru ólík eftir starfsemi þeirra. Tekjuvöxtur var í dagvöruhluta samstæðunnar en samdráttur í olíu-, bensín- og veitingasölu hjá Olís og í sérvöruverslunum. Gengisfall íslensku krónunnar og sú lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu sem átti sér stað á tímabilinu hafði áhrif á framlegð og þá voru verðhækkanir birgja töluverðar,“ segir í tilkynningunni. Þrátt fyrir þetta sé félagið vel í stakk búið til að takast á við þær aðstæður sem skapast hafa vegna faraldursins, efnahags- og lausafjárstaða félagsins sé sterk. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Markaðir Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Sjá meira
Hagar töpuðu 98 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. Tekjuvöxtur var í dagvöruhluta Hagasamstæðunnar en samdráttur var í olíu-, bensín- og veitingasölu hjá Olís og í sérvöruverslunum. Félagið og dótturfélög þess fóru ekki varhluta af áhrifum Covid-19 faraldursins. Í tilkynningu til Kauphallar segir að vörusala fyrstu þrjá mánuði ársins hafi numið 28.241 milljónum króna, samanborið við 28.590 milljónir króna árið áður. Söluminnkun tímabilsins milli ára er 1,2 prósent. Þar munar mikið um söluminnkun hjá Olós en hún var 26 prósent á milli tímabila. Þó varð söluhækkun í verslana- og vöruhúsahluta samstæðunnar um 11 prósent. Framlegð félagsins var 5.829 milljónir króna, samanborið við 6.432 milljónir króna árið áður eða 20,6 prósent framlegð samanborið við 22,5 prósent á fyrra ári. Gengisfall íslensku krónunnar og mikil lækkun á heimsmarkaðsverði olíu á tímabilinu, auk verðhækkana frá birgjum, höfðu mikil áhrif á framlegð, að því er segir í tilkynningunni. Tap tímabilsins eftir skatta nam 96 milljónum króna, sem jafngildir 0,3 prósent af veltu en hagnaður eftir skatta á fyrra ári var 665 milljónir króna eða 2,3 prósent af veltu. „Fyrstu þrír mánuðir rekstrarársins eru undir áætlunum enda fóru Hagar og dótturfélög þess ekki varhluta af áhrifum COVID-19 faraldursins. Áhrifa fór að gæta í mars en áhrifin á félög innan samstæðunnar eru ólík eftir starfsemi þeirra. Tekjuvöxtur var í dagvöruhluta samstæðunnar en samdráttur í olíu-, bensín- og veitingasölu hjá Olís og í sérvöruverslunum. Gengisfall íslensku krónunnar og sú lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu sem átti sér stað á tímabilinu hafði áhrif á framlegð og þá voru verðhækkanir birgja töluverðar,“ segir í tilkynningunni. Þrátt fyrir þetta sé félagið vel í stakk búið til að takast á við þær aðstæður sem skapast hafa vegna faraldursins, efnahags- og lausafjárstaða félagsins sé sterk.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Markaðir Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Sjá meira