Íslands hundrað ár Gunnar Hnefill Örlygsson skrifar 19. júní 2020 09:15 Í dag er sérstakur dagur, dagur sem ber að fagna, þennan dag 19. júní 1915, var unninn mikill baráttusigur og lagður grunnur að kosningarétti kvenna og vinnumanna. Kosningaréttur sem til fulls varð jafngildur á við kosningarétt karlmanna fyrir hundrað árum, árið 1920. Það kann að virðast skrítið fyrir mörg okkar sem yngri erum, að ímynda sér þann veruleika þar sem ekki þótti eðlilegt að konur og vinnumenn hefðu jafnan kosningarétt á við karla. Það eru ekki nema hundrað ár síðan sú var raunin. Í samhengi við mannkynssöguna, eru hundrað ár ekki langur tími. En breytingar koma ekki af sjálfdáðum, að þeim þarf að vinna, að þeim þarf að stefna. Mér er mjög minnisstæð sú frásögn Harðar Torfasonar, sem ungur maður hafði hann verið eltur úti á götum og grýttur, fyrir það eitt að fella hug til eigin kyns, sem hann upplýsti þjóðina um, í viðtali sem tekið var við hann þennan dag 19. júní 1975. Eftir mikla réttindabaráttu hefur viðhorf í garð samkynheigðra batnað svo um munar. Í dag eigum við forseta sem tekur á móti öðrum þjóðhöfðingjum með regnbogaarmband á úlnliðnum til stuðnings baráttu samkynheigðra. Hér á plánetunni okkar er til fólk, sem með stríðsátökum og hörmungum er hrakið af sínu heimili. Leggur land undir fót við erfiðar aðstæður, leitandi skjóls og ratar jafnvel undan hrakningum hingað til Íslands í leit að öryggi og friði. Í dag eigum við forseta, þann eina sem opnað hefur sínar dyr og tekið á móti flóttafólki á Bessastöðum. Við ýmis tilefni þar sem forseti okkar kemur sem þjóðhöfðingi, hlýðir hann á hæfileikaríka einstakinga sem fram úr skara og fagnar þeim. Í dag eigum við forseta sem horfir yfir hópinn og vill líka hvetja þá sem aftast eru og segja: þú getur þetta. Guðni hefur sannað það í verkum sínum og gjörðum að hann er forseti mannréttinda. Þó að þjóðsöngur okkar segi: „Íslands þúsund ár“, þá líkt og með kosningarétt kvenna, er margt sem getur breyst á hundrað árum. Þá er margt sem getur breyst á einu kjörtímabili. Ég kýs forseta mannréttinda, ég kýs einstakling sem ég er stoltur af að kalla vin minn og forseta minn, ég kýs Guðna Th. Jóhannesson. Leggjum okkar lóð á vogarskálarnar, nýtum okkar lýðræðislega rétt, sem ekki hefur alltaf verið öllum sjálfgefinn. Mætum á kjörstað og skilum okkar atkvæði. Þinn vilji skipir máli. Höfundur er stuðningsmaður Guðna Th. Jóhannessonar forseta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í dag er sérstakur dagur, dagur sem ber að fagna, þennan dag 19. júní 1915, var unninn mikill baráttusigur og lagður grunnur að kosningarétti kvenna og vinnumanna. Kosningaréttur sem til fulls varð jafngildur á við kosningarétt karlmanna fyrir hundrað árum, árið 1920. Það kann að virðast skrítið fyrir mörg okkar sem yngri erum, að ímynda sér þann veruleika þar sem ekki þótti eðlilegt að konur og vinnumenn hefðu jafnan kosningarétt á við karla. Það eru ekki nema hundrað ár síðan sú var raunin. Í samhengi við mannkynssöguna, eru hundrað ár ekki langur tími. En breytingar koma ekki af sjálfdáðum, að þeim þarf að vinna, að þeim þarf að stefna. Mér er mjög minnisstæð sú frásögn Harðar Torfasonar, sem ungur maður hafði hann verið eltur úti á götum og grýttur, fyrir það eitt að fella hug til eigin kyns, sem hann upplýsti þjóðina um, í viðtali sem tekið var við hann þennan dag 19. júní 1975. Eftir mikla réttindabaráttu hefur viðhorf í garð samkynheigðra batnað svo um munar. Í dag eigum við forseta sem tekur á móti öðrum þjóðhöfðingjum með regnbogaarmband á úlnliðnum til stuðnings baráttu samkynheigðra. Hér á plánetunni okkar er til fólk, sem með stríðsátökum og hörmungum er hrakið af sínu heimili. Leggur land undir fót við erfiðar aðstæður, leitandi skjóls og ratar jafnvel undan hrakningum hingað til Íslands í leit að öryggi og friði. Í dag eigum við forseta, þann eina sem opnað hefur sínar dyr og tekið á móti flóttafólki á Bessastöðum. Við ýmis tilefni þar sem forseti okkar kemur sem þjóðhöfðingi, hlýðir hann á hæfileikaríka einstakinga sem fram úr skara og fagnar þeim. Í dag eigum við forseta sem horfir yfir hópinn og vill líka hvetja þá sem aftast eru og segja: þú getur þetta. Guðni hefur sannað það í verkum sínum og gjörðum að hann er forseti mannréttinda. Þó að þjóðsöngur okkar segi: „Íslands þúsund ár“, þá líkt og með kosningarétt kvenna, er margt sem getur breyst á hundrað árum. Þá er margt sem getur breyst á einu kjörtímabili. Ég kýs forseta mannréttinda, ég kýs einstakling sem ég er stoltur af að kalla vin minn og forseta minn, ég kýs Guðna Th. Jóhannesson. Leggjum okkar lóð á vogarskálarnar, nýtum okkar lýðræðislega rétt, sem ekki hefur alltaf verið öllum sjálfgefinn. Mætum á kjörstað og skilum okkar atkvæði. Þinn vilji skipir máli. Höfundur er stuðningsmaður Guðna Th. Jóhannessonar forseta.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar