Íslands hundrað ár Gunnar Hnefill Örlygsson skrifar 19. júní 2020 09:15 Í dag er sérstakur dagur, dagur sem ber að fagna, þennan dag 19. júní 1915, var unninn mikill baráttusigur og lagður grunnur að kosningarétti kvenna og vinnumanna. Kosningaréttur sem til fulls varð jafngildur á við kosningarétt karlmanna fyrir hundrað árum, árið 1920. Það kann að virðast skrítið fyrir mörg okkar sem yngri erum, að ímynda sér þann veruleika þar sem ekki þótti eðlilegt að konur og vinnumenn hefðu jafnan kosningarétt á við karla. Það eru ekki nema hundrað ár síðan sú var raunin. Í samhengi við mannkynssöguna, eru hundrað ár ekki langur tími. En breytingar koma ekki af sjálfdáðum, að þeim þarf að vinna, að þeim þarf að stefna. Mér er mjög minnisstæð sú frásögn Harðar Torfasonar, sem ungur maður hafði hann verið eltur úti á götum og grýttur, fyrir það eitt að fella hug til eigin kyns, sem hann upplýsti þjóðina um, í viðtali sem tekið var við hann þennan dag 19. júní 1975. Eftir mikla réttindabaráttu hefur viðhorf í garð samkynheigðra batnað svo um munar. Í dag eigum við forseta sem tekur á móti öðrum þjóðhöfðingjum með regnbogaarmband á úlnliðnum til stuðnings baráttu samkynheigðra. Hér á plánetunni okkar er til fólk, sem með stríðsátökum og hörmungum er hrakið af sínu heimili. Leggur land undir fót við erfiðar aðstæður, leitandi skjóls og ratar jafnvel undan hrakningum hingað til Íslands í leit að öryggi og friði. Í dag eigum við forseta, þann eina sem opnað hefur sínar dyr og tekið á móti flóttafólki á Bessastöðum. Við ýmis tilefni þar sem forseti okkar kemur sem þjóðhöfðingi, hlýðir hann á hæfileikaríka einstakinga sem fram úr skara og fagnar þeim. Í dag eigum við forseta sem horfir yfir hópinn og vill líka hvetja þá sem aftast eru og segja: þú getur þetta. Guðni hefur sannað það í verkum sínum og gjörðum að hann er forseti mannréttinda. Þó að þjóðsöngur okkar segi: „Íslands þúsund ár“, þá líkt og með kosningarétt kvenna, er margt sem getur breyst á hundrað árum. Þá er margt sem getur breyst á einu kjörtímabili. Ég kýs forseta mannréttinda, ég kýs einstakling sem ég er stoltur af að kalla vin minn og forseta minn, ég kýs Guðna Th. Jóhannesson. Leggjum okkar lóð á vogarskálarnar, nýtum okkar lýðræðislega rétt, sem ekki hefur alltaf verið öllum sjálfgefinn. Mætum á kjörstað og skilum okkar atkvæði. Þinn vilji skipir máli. Höfundur er stuðningsmaður Guðna Th. Jóhannessonar forseta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í dag er sérstakur dagur, dagur sem ber að fagna, þennan dag 19. júní 1915, var unninn mikill baráttusigur og lagður grunnur að kosningarétti kvenna og vinnumanna. Kosningaréttur sem til fulls varð jafngildur á við kosningarétt karlmanna fyrir hundrað árum, árið 1920. Það kann að virðast skrítið fyrir mörg okkar sem yngri erum, að ímynda sér þann veruleika þar sem ekki þótti eðlilegt að konur og vinnumenn hefðu jafnan kosningarétt á við karla. Það eru ekki nema hundrað ár síðan sú var raunin. Í samhengi við mannkynssöguna, eru hundrað ár ekki langur tími. En breytingar koma ekki af sjálfdáðum, að þeim þarf að vinna, að þeim þarf að stefna. Mér er mjög minnisstæð sú frásögn Harðar Torfasonar, sem ungur maður hafði hann verið eltur úti á götum og grýttur, fyrir það eitt að fella hug til eigin kyns, sem hann upplýsti þjóðina um, í viðtali sem tekið var við hann þennan dag 19. júní 1975. Eftir mikla réttindabaráttu hefur viðhorf í garð samkynheigðra batnað svo um munar. Í dag eigum við forseta sem tekur á móti öðrum þjóðhöfðingjum með regnbogaarmband á úlnliðnum til stuðnings baráttu samkynheigðra. Hér á plánetunni okkar er til fólk, sem með stríðsátökum og hörmungum er hrakið af sínu heimili. Leggur land undir fót við erfiðar aðstæður, leitandi skjóls og ratar jafnvel undan hrakningum hingað til Íslands í leit að öryggi og friði. Í dag eigum við forseta, þann eina sem opnað hefur sínar dyr og tekið á móti flóttafólki á Bessastöðum. Við ýmis tilefni þar sem forseti okkar kemur sem þjóðhöfðingi, hlýðir hann á hæfileikaríka einstakinga sem fram úr skara og fagnar þeim. Í dag eigum við forseta sem horfir yfir hópinn og vill líka hvetja þá sem aftast eru og segja: þú getur þetta. Guðni hefur sannað það í verkum sínum og gjörðum að hann er forseti mannréttinda. Þó að þjóðsöngur okkar segi: „Íslands þúsund ár“, þá líkt og með kosningarétt kvenna, er margt sem getur breyst á hundrað árum. Þá er margt sem getur breyst á einu kjörtímabili. Ég kýs forseta mannréttinda, ég kýs einstakling sem ég er stoltur af að kalla vin minn og forseta minn, ég kýs Guðna Th. Jóhannesson. Leggjum okkar lóð á vogarskálarnar, nýtum okkar lýðræðislega rétt, sem ekki hefur alltaf verið öllum sjálfgefinn. Mætum á kjörstað og skilum okkar atkvæði. Þinn vilji skipir máli. Höfundur er stuðningsmaður Guðna Th. Jóhannessonar forseta.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar