Íslands hundrað ár Gunnar Hnefill Örlygsson skrifar 19. júní 2020 09:15 Í dag er sérstakur dagur, dagur sem ber að fagna, þennan dag 19. júní 1915, var unninn mikill baráttusigur og lagður grunnur að kosningarétti kvenna og vinnumanna. Kosningaréttur sem til fulls varð jafngildur á við kosningarétt karlmanna fyrir hundrað árum, árið 1920. Það kann að virðast skrítið fyrir mörg okkar sem yngri erum, að ímynda sér þann veruleika þar sem ekki þótti eðlilegt að konur og vinnumenn hefðu jafnan kosningarétt á við karla. Það eru ekki nema hundrað ár síðan sú var raunin. Í samhengi við mannkynssöguna, eru hundrað ár ekki langur tími. En breytingar koma ekki af sjálfdáðum, að þeim þarf að vinna, að þeim þarf að stefna. Mér er mjög minnisstæð sú frásögn Harðar Torfasonar, sem ungur maður hafði hann verið eltur úti á götum og grýttur, fyrir það eitt að fella hug til eigin kyns, sem hann upplýsti þjóðina um, í viðtali sem tekið var við hann þennan dag 19. júní 1975. Eftir mikla réttindabaráttu hefur viðhorf í garð samkynheigðra batnað svo um munar. Í dag eigum við forseta sem tekur á móti öðrum þjóðhöfðingjum með regnbogaarmband á úlnliðnum til stuðnings baráttu samkynheigðra. Hér á plánetunni okkar er til fólk, sem með stríðsátökum og hörmungum er hrakið af sínu heimili. Leggur land undir fót við erfiðar aðstæður, leitandi skjóls og ratar jafnvel undan hrakningum hingað til Íslands í leit að öryggi og friði. Í dag eigum við forseta, þann eina sem opnað hefur sínar dyr og tekið á móti flóttafólki á Bessastöðum. Við ýmis tilefni þar sem forseti okkar kemur sem þjóðhöfðingi, hlýðir hann á hæfileikaríka einstakinga sem fram úr skara og fagnar þeim. Í dag eigum við forseta sem horfir yfir hópinn og vill líka hvetja þá sem aftast eru og segja: þú getur þetta. Guðni hefur sannað það í verkum sínum og gjörðum að hann er forseti mannréttinda. Þó að þjóðsöngur okkar segi: „Íslands þúsund ár“, þá líkt og með kosningarétt kvenna, er margt sem getur breyst á hundrað árum. Þá er margt sem getur breyst á einu kjörtímabili. Ég kýs forseta mannréttinda, ég kýs einstakling sem ég er stoltur af að kalla vin minn og forseta minn, ég kýs Guðna Th. Jóhannesson. Leggjum okkar lóð á vogarskálarnar, nýtum okkar lýðræðislega rétt, sem ekki hefur alltaf verið öllum sjálfgefinn. Mætum á kjörstað og skilum okkar atkvæði. Þinn vilji skipir máli. Höfundur er stuðningsmaður Guðna Th. Jóhannessonar forseta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Í dag er sérstakur dagur, dagur sem ber að fagna, þennan dag 19. júní 1915, var unninn mikill baráttusigur og lagður grunnur að kosningarétti kvenna og vinnumanna. Kosningaréttur sem til fulls varð jafngildur á við kosningarétt karlmanna fyrir hundrað árum, árið 1920. Það kann að virðast skrítið fyrir mörg okkar sem yngri erum, að ímynda sér þann veruleika þar sem ekki þótti eðlilegt að konur og vinnumenn hefðu jafnan kosningarétt á við karla. Það eru ekki nema hundrað ár síðan sú var raunin. Í samhengi við mannkynssöguna, eru hundrað ár ekki langur tími. En breytingar koma ekki af sjálfdáðum, að þeim þarf að vinna, að þeim þarf að stefna. Mér er mjög minnisstæð sú frásögn Harðar Torfasonar, sem ungur maður hafði hann verið eltur úti á götum og grýttur, fyrir það eitt að fella hug til eigin kyns, sem hann upplýsti þjóðina um, í viðtali sem tekið var við hann þennan dag 19. júní 1975. Eftir mikla réttindabaráttu hefur viðhorf í garð samkynheigðra batnað svo um munar. Í dag eigum við forseta sem tekur á móti öðrum þjóðhöfðingjum með regnbogaarmband á úlnliðnum til stuðnings baráttu samkynheigðra. Hér á plánetunni okkar er til fólk, sem með stríðsátökum og hörmungum er hrakið af sínu heimili. Leggur land undir fót við erfiðar aðstæður, leitandi skjóls og ratar jafnvel undan hrakningum hingað til Íslands í leit að öryggi og friði. Í dag eigum við forseta, þann eina sem opnað hefur sínar dyr og tekið á móti flóttafólki á Bessastöðum. Við ýmis tilefni þar sem forseti okkar kemur sem þjóðhöfðingi, hlýðir hann á hæfileikaríka einstakinga sem fram úr skara og fagnar þeim. Í dag eigum við forseta sem horfir yfir hópinn og vill líka hvetja þá sem aftast eru og segja: þú getur þetta. Guðni hefur sannað það í verkum sínum og gjörðum að hann er forseti mannréttinda. Þó að þjóðsöngur okkar segi: „Íslands þúsund ár“, þá líkt og með kosningarétt kvenna, er margt sem getur breyst á hundrað árum. Þá er margt sem getur breyst á einu kjörtímabili. Ég kýs forseta mannréttinda, ég kýs einstakling sem ég er stoltur af að kalla vin minn og forseta minn, ég kýs Guðna Th. Jóhannesson. Leggjum okkar lóð á vogarskálarnar, nýtum okkar lýðræðislega rétt, sem ekki hefur alltaf verið öllum sjálfgefinn. Mætum á kjörstað og skilum okkar atkvæði. Þinn vilji skipir máli. Höfundur er stuðningsmaður Guðna Th. Jóhannessonar forseta.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar