Handbolti

Viktor og Teitur meðal bestu ungu leikmanna heims

Sindri Sverrisson skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson og Teitur Örn Einarsson eru þegar komnir með talsverða reynslu.
Viktor Gísli Hallgrímsson og Teitur Örn Einarsson eru þegar komnir með talsverða reynslu. EPA/Getty

Landsliðsmarkmaðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson og örvhenta skyttan Teitur Örn Einarsson eru á meðal bestu ungu leikmanna heims að mati Handball-Planet.

Handball-Planet er einn vinsælasti handboltavefmiðill heims og stendur nú fyrir kosningu á bestu ungu leikmönnunum í hverri leikstöðu handboltans. 

Fjórir eru tilnefndir í hverja stöðu, út frá kosningu hóps handboltablaðamanna víða að úr Evrópu. Það er svo í höndum lesenda Handball-Planet að velja þann besta í hverri stöðu.

Auk Viktors, sem leikur með GOG í Danmörku, eru þessir tilnefndir sem besti ungi markmaður:

  • Till Klimpke (Wetzlar - Þýskaland)
  • Todor Jandric (RK Metaloplastika - Serbía)
  • Valentin Kieffer (Saran Loiret - Frakkland)

Hægt er að kjósa á milli markmannanna með því að smella hér.

Auk Teits, sem leikur með Kristianstad, eru svo þessir þrír tilnefndir sem besta hægri skyttan:

  • Diogo Silva (Celje Lasko - Slóvenía)
  • Ivan Martinovic (Hannover Burgdorf - Króatía)
  • Dominik Mathe (Balatonfuredi KSE - Ungverjaland)

Hægt er að kjósa á milli hægri skytta með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×