Yfir hina pólitísku miðju Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 6. júní 2020 08:00 Það er ekki alltaf auðvelt að vera miðjusinnaður í pólitík. Ef eitthvað er að marka umræðuhefðina á samfélagsmiðlum er varla annað að sjá en að miðjustefnan standi við dauðans dyr. Á þeim vettvangi er þó varla við öðru að búast, því sú stefna hefur löngum þótt óljós og moðvolg í samanburði við eldmóð þeirra sem aðhyllast róttækar hugmyndir og keppast við að safna áhorfi og smellum. Í upplýsingaóreiðu samtímans getur einnig verið erfitt að henda reiður á því hvaða merkingu miðjuhugtakið hafi yfirhöfuð. Á sama tíma og „miðjan.is“ er vefmiðill með áberandi vinstri-slagsíðu hefur „Miðflokkurinn“ flest einkenni íhaldssams hægriflokks. Með þetta til hliðsjónar er það mikið ánægjuefni að langlífasta ríkisstjórn Íslands í tæpan áratug starfi nú þvert yfir hina pólitísku miðju. Forysta Vinstriflokksins á mikið hrós skilið fyrir að hafa gengið í þetta samstarf, því meðal annarra vinstriflokka var samstarfsviljinn gagnvart hægriflokkunum nánast enginn. Þessi ríkisstjórn hefur notið meiri stuðnings landsmanna en nokkur önnur frá efnahagshruninu 2008, og má taka því sem sterkri vísbendingu um að miðjupólitík sé ekki dauð úr öllum æðum hér á landi. Í slíku samstarfi eru málamiðlanir lykilatriði. Í grunninn byggir miðjustefnan á málamiðlunum – að finna veginn sem flestir geta sætt sig við. Jafnframt byggir hún á því að hafna öfgum, hvort sem þær eru að finna á hægri eða vinstri vængnum. Þegar vel er að gáð byggja flestar pólitískar stefnur á réttmætum forsendum, en þær eru því miður oft samofnar vafasömum hugmyndum. Marxisminn er t.d. byggður á eðlilegum vilja verkalýðsins til að lifa mannsæmandi lífi, en hann einkennist einnig af fyrirlitningu í garð trúarbragða og þjóðerniskenndar. Hægri-frjálshyggjan er sömuleiðis byggð á skiljanlegri löngun einstaklinga til athafnafrelsis og sjálfstæðis, en jafnframt væri hægt að gagnrýna þá stefnu fyrir að taka ekki nægilegt tillit til verkalýðsins eða samfélagsábyrgðar einstaklingsins. Því miður hafa margir tilhneigingu til að gleyma sér í völundarhúsum byltingarhugmynda eða reiði gagnvart pólitískum mótherjum sínum. Í þeim gírnum gerir fólk sjálfkrafa ráð fyrir einbeittum brotavilja og illri innrætingu þeirra sem hafa andstæðar skoðanir. Sú afstaða gerir allar málamiðlanir erfiðari og jafnvel ómögulegar þegar verst lætur. Til að greiða veginn fyrir málamiðlunum þarf að stíga upp úr skotgröfunum og kynna sér skoðanir mótherja sinna – ekki í þeim tilgangi að skjóta þær niður heldur til þess að mæta þeim með opnum huga. Það er vert að taka fram að þetta þýðir ekki að maður ætti að forðast gagnrýna hugsun, heldur er þetta einfaldlega hvatning til þess að leyfa pólitískum mótherjum að njóta sama vafa og aðrir í lífi manns. Því öll mannleg samskipti snúast að einhverju leiti um málamiðlanir, svo hvers vegna ætti það sama ekki að eiga við um pólitík? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það er ekki alltaf auðvelt að vera miðjusinnaður í pólitík. Ef eitthvað er að marka umræðuhefðina á samfélagsmiðlum er varla annað að sjá en að miðjustefnan standi við dauðans dyr. Á þeim vettvangi er þó varla við öðru að búast, því sú stefna hefur löngum þótt óljós og moðvolg í samanburði við eldmóð þeirra sem aðhyllast róttækar hugmyndir og keppast við að safna áhorfi og smellum. Í upplýsingaóreiðu samtímans getur einnig verið erfitt að henda reiður á því hvaða merkingu miðjuhugtakið hafi yfirhöfuð. Á sama tíma og „miðjan.is“ er vefmiðill með áberandi vinstri-slagsíðu hefur „Miðflokkurinn“ flest einkenni íhaldssams hægriflokks. Með þetta til hliðsjónar er það mikið ánægjuefni að langlífasta ríkisstjórn Íslands í tæpan áratug starfi nú þvert yfir hina pólitísku miðju. Forysta Vinstriflokksins á mikið hrós skilið fyrir að hafa gengið í þetta samstarf, því meðal annarra vinstriflokka var samstarfsviljinn gagnvart hægriflokkunum nánast enginn. Þessi ríkisstjórn hefur notið meiri stuðnings landsmanna en nokkur önnur frá efnahagshruninu 2008, og má taka því sem sterkri vísbendingu um að miðjupólitík sé ekki dauð úr öllum æðum hér á landi. Í slíku samstarfi eru málamiðlanir lykilatriði. Í grunninn byggir miðjustefnan á málamiðlunum – að finna veginn sem flestir geta sætt sig við. Jafnframt byggir hún á því að hafna öfgum, hvort sem þær eru að finna á hægri eða vinstri vængnum. Þegar vel er að gáð byggja flestar pólitískar stefnur á réttmætum forsendum, en þær eru því miður oft samofnar vafasömum hugmyndum. Marxisminn er t.d. byggður á eðlilegum vilja verkalýðsins til að lifa mannsæmandi lífi, en hann einkennist einnig af fyrirlitningu í garð trúarbragða og þjóðerniskenndar. Hægri-frjálshyggjan er sömuleiðis byggð á skiljanlegri löngun einstaklinga til athafnafrelsis og sjálfstæðis, en jafnframt væri hægt að gagnrýna þá stefnu fyrir að taka ekki nægilegt tillit til verkalýðsins eða samfélagsábyrgðar einstaklingsins. Því miður hafa margir tilhneigingu til að gleyma sér í völundarhúsum byltingarhugmynda eða reiði gagnvart pólitískum mótherjum sínum. Í þeim gírnum gerir fólk sjálfkrafa ráð fyrir einbeittum brotavilja og illri innrætingu þeirra sem hafa andstæðar skoðanir. Sú afstaða gerir allar málamiðlanir erfiðari og jafnvel ómögulegar þegar verst lætur. Til að greiða veginn fyrir málamiðlunum þarf að stíga upp úr skotgröfunum og kynna sér skoðanir mótherja sinna – ekki í þeim tilgangi að skjóta þær niður heldur til þess að mæta þeim með opnum huga. Það er vert að taka fram að þetta þýðir ekki að maður ætti að forðast gagnrýna hugsun, heldur er þetta einfaldlega hvatning til þess að leyfa pólitískum mótherjum að njóta sama vafa og aðrir í lífi manns. Því öll mannleg samskipti snúast að einhverju leiti um málamiðlanir, svo hvers vegna ætti það sama ekki að eiga við um pólitík?
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun